Kemur að lokuðum dyrum hjá Menntasjóði og útskriftin í hættu Máni Snær Þorláksson skrifar 25. júlí 2023 13:48 Útskrift Guðrúnar Helgu er nú í hættu þar sem hún fær ekki lán frá Menntasjóði námsmanna fyrir síðasta árinu í skólanum. Aðsend Guðrún Helga Ástudóttir, sem stundar háskólanám við sviðstjórn í Bretlandi, fær ekki námslán hjá Menntasjóði námsmanna fyrir síðasta árinu í draumanáminu. Útskriftin er því í hættu en Guðrún segist ekki fá mikla hjálp frá stofnuninni. Fyrir tveimur árum síðan sótti Guðrún um námslán í gegnum Menntasjóð námsmanna. Hún segir að þá hafi sjóðurinn sagt við sig að hún geti fengið lán fyrir öllum skólagjöldunum. Það hafi svo komið í ljós fyrir nokkrum vikum síðan að hún er búin með kvótann sinn. Hún fái því ekki lán fyrir síðasta árinu í skólanum. „Ef ég borga ekki það ár þá get ég ekki útskrifast,“ segir Guðrún í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en DV vakti athygli á máli hennar á dögunum. Guðrún segist hafa sent alls konar spurningar á Menntasjóð til að finna út úr því hvernig hún geti greitt fyrir síðasta árið, hvort hún geti fengið styrk eða eitthvað slíkt. „Vegna þess að námið mitt er ekki kennt á Íslandi og í raun engin leið til að stunda það öðruvísi en að fara til Bretlands eða Bandaríkjanna.“ Hún kom þó að lokuðum dyrum hjá stofnuninni. „Það kemur ekki til greina, það er ekkert í boði fyrir nám sem er ekki kennt á Íslandi. Ekki styrkir og í rauninni engar útskýringar heldur.“ Fleiri hafi verið í sömu stöðu Guðrún segir að Menntasjóður námsmanna láni námsmönnum sem stunda nám erlendis í mesta lagi sex milljónir og þrjú hundruð þúsund krónur. Námið hennar sé dýrara en það en hún hafi sagt sjóðnum það þegar hún sótti um að fá lánið. „Þau samþykktu það í byrjun,“ segir Guðrún en nú sé það komið upp á daginn að kvótinn sé búinn. Guðrún er ekki sú eina sem hefur verið í þessari stöðu. „Það er ein stelpa sem hafði samband við mig og hún lenti í þessu nákvæmlega sama fyrir sex árum síðan. Mér finnst alveg ótrúlegt að eftir sex ár er þetta alveg eins og ekkert búið að breytast,“ segir hún. „Fólk er endalaust að lenda í þessu.“ Þá segir Guðrún að upphæðin sem hún sótti um að fá sé einungis fyrir skólagjöldunum. „Ég fæ ekkert til að borga leigu, mat eða neitt,“ segir hún. „Það er bara þannig, ég veit það alveg og er að vinna í því. En ef þau gætu bara borgað skólagjöldin, það er það eina sem ég bið um.“ Þar sem Guðrún fær ekki lán fyrir skólagjöldunum þarf hún að safna sjálf fyrir kostnaðinum við síðasta árið. Hún hefur sett af stað söfnun á hópfjármögnunarsíðunni GoFundMe til þess. Skóla - og menntamál Bretland Íslendingar erlendis Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Fyrir tveimur árum síðan sótti Guðrún um námslán í gegnum Menntasjóð námsmanna. Hún segir að þá hafi sjóðurinn sagt við sig að hún geti fengið lán fyrir öllum skólagjöldunum. Það hafi svo komið í ljós fyrir nokkrum vikum síðan að hún er búin með kvótann sinn. Hún fái því ekki lán fyrir síðasta árinu í skólanum. „Ef ég borga ekki það ár þá get ég ekki útskrifast,“ segir Guðrún í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en DV vakti athygli á máli hennar á dögunum. Guðrún segist hafa sent alls konar spurningar á Menntasjóð til að finna út úr því hvernig hún geti greitt fyrir síðasta árið, hvort hún geti fengið styrk eða eitthvað slíkt. „Vegna þess að námið mitt er ekki kennt á Íslandi og í raun engin leið til að stunda það öðruvísi en að fara til Bretlands eða Bandaríkjanna.“ Hún kom þó að lokuðum dyrum hjá stofnuninni. „Það kemur ekki til greina, það er ekkert í boði fyrir nám sem er ekki kennt á Íslandi. Ekki styrkir og í rauninni engar útskýringar heldur.“ Fleiri hafi verið í sömu stöðu Guðrún segir að Menntasjóður námsmanna láni námsmönnum sem stunda nám erlendis í mesta lagi sex milljónir og þrjú hundruð þúsund krónur. Námið hennar sé dýrara en það en hún hafi sagt sjóðnum það þegar hún sótti um að fá lánið. „Þau samþykktu það í byrjun,“ segir Guðrún en nú sé það komið upp á daginn að kvótinn sé búinn. Guðrún er ekki sú eina sem hefur verið í þessari stöðu. „Það er ein stelpa sem hafði samband við mig og hún lenti í þessu nákvæmlega sama fyrir sex árum síðan. Mér finnst alveg ótrúlegt að eftir sex ár er þetta alveg eins og ekkert búið að breytast,“ segir hún. „Fólk er endalaust að lenda í þessu.“ Þá segir Guðrún að upphæðin sem hún sótti um að fá sé einungis fyrir skólagjöldunum. „Ég fæ ekkert til að borga leigu, mat eða neitt,“ segir hún. „Það er bara þannig, ég veit það alveg og er að vinna í því. En ef þau gætu bara borgað skólagjöldin, það er það eina sem ég bið um.“ Þar sem Guðrún fær ekki lán fyrir skólagjöldunum þarf hún að safna sjálf fyrir kostnaðinum við síðasta árið. Hún hefur sett af stað söfnun á hópfjármögnunarsíðunni GoFundMe til þess.
Skóla - og menntamál Bretland Íslendingar erlendis Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira