Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Quang Le hakkaður á Facebook

Óþekktur aðili hefur komist yfir Facebook-aðgang veitingamannsins Quang Le, sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson í fyrra. Viðkomandi hefur tekið sig til og birt skjáskot af ýmsum upplýsingum um veitingamanninn á Facebook-síðu hans.

Innlent
Fréttamynd

Kennslu­stund í „selfies“

Nú er vorið að koma og sumarið handan við hornið með tilheyrandi selfies í fallegu ljósi á göngu á björtu vorkvöldi eða í fallegri sumarnóttinni í ullarpeysu úti á landi. Nú eða vinkonurnar skella sér saman á tónleika eða happy á bar í miðri viku og smella þá af sér „selfie“ til að gera augnablikið ódauðlegt.

Skoðun
Fréttamynd

Sagðir vilja frekar loka TikTok en selja

Gangi lögsóknir þeirra í Bandaríkjunum ekki eftir vilja forsvarsmenn kínverska fyrirtækisins ByteDance, sem á samfélagsmiðlafyrirtækið TikTok, frekar loka miðlinum vinsæla en að selja hann. Það er vegna þess að kóðinn á bakvið samfélagsmiðillinn þykir of mikilvægur rekstri ByteDance og þeir vilja ekki að hann endi í annarra höndum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

And­leg heilsa unga fólksins og á­hrif sam­fé­lags­miðla

Fyrir nokkrum árum hringdi dóttir mín í mig, þá á fyrsta ári í háskólanámi og sagði mér að hún hygðist skipta um námsbraut. Hún ætlaði að læra sálfræði því átta af hverjum tíu vinum hennar væru að kljást við kvíða, þunglyndi og aðrar áskoranir hvað varðaði andlega heilsu.

Skoðun
Fréttamynd

Frum­varp um bann við TikTok sam­þykkt

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag með miklum meirihluta frumvarp sem þvingar kínverska eigendur samfélagsmiðilsins TikTok til að selja hann en annars á miðillinn yfir höfði sér bann í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Blöskrar for­dóma­full um­mæli um pabba sinn

Álfrún Perla Baldursdóttir, dóttir Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda, segir að sér hafi blöskrað ummæli og almenn leiðindi byggð á fordómum í kosningabaráttunni. Þetta segir Áfrún í pistli á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Leyndar­málin á Messenger muni síður líta dagsins ljós

Tregða í samskiptaforritinu Messenger stafar af öryggisuppfærslu sem felur í sér dulkóðun samskipta. Þetta segir sérfræðingur sem hvetur fólk til hlaða niður forritinu í tölvunni í stað þess að nýta vafra, vilji það nota forritið snurðulaust. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég vil fræða en ekki hræða“

„Við erum allan daginn að anda að okkur eða komast í snertingu við hin og þessi efni, það er óhjákvæmilegt. Hvort sem það eru raftækin sem við notum, eldhúsáhöldin, matvælaumbúðirnar, rúmdýnurnar sem við sofum á, kertin sem við kveikjum á,“ segir Sunneva Halldórsdóttir meistaranemi í líf og læknavísindum.

Lífið
Fréttamynd

Páll segir dóminn efla sig frekar en hitt

Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ærumeiðingar um Aðalstein Kjartansson, blaðamann Heimildarinnar. Hann ætlar að áfrýja málinu.

Innlent
Fréttamynd

Tinder-not­endur fá að vita hvers vegna þeim er boðinn af­sláttur

Stefnumótaforritið Tinder þarf að byrja að láta notendur sem það býður persónusniðinn afslátt vita hvers vegna í þessum mánuði. Þetta er niðurstaða samráðs við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og neytendayfirvöld sem töldu ósanngjarnt að upplýsa ekki neytendur um hvers vegna afsláttartilboðum væri haldið að þeim.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rann­sakar Musk vegna fals­frétta í Brasilíu

Hæstaréttardómari í Brasilíu skipaði fyrir um að Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins X, sætti rannsókn fyrir að dreifa falsfréttum og að hindra framgang réttvísinnar. Musk segist ekki ætla að virða tilskipanir brasilískra dómstóla um að loka á nettröll.

Erlent
Fréttamynd

Sver af sér rætna her­ferð gegn Baldri

Ástþór Magnússon sver af sér öll tengsl við Facebook-síðuna Bessastaðabaráttan, þar sem rætinni herferð gegn Baldri Þórhallssyni hefur verið haldið úti. Sama dag og tengslin voru borin upp á Ástþór var síðunni eytt.

Innlent
Fréttamynd

Frá­bær til­finning að geta verið fyrir­mynd

„Ég get ekki skilið þetta hatur sem sumir þurfa bara að gefa frá sér á samfélagsmiðlum. En ég tek þessu alls ekki persónulega, ég bara eyði þessu eða blokka þetta,“ segir Laurasif Nora Andrésdóttir. 

Lífið
Fréttamynd

Lizzo komin með nóg og hættir

Tónlistarkonan Lizzo segist hætt og að sé komin með nóg af því að vera skotmark fyrir útlit sitt og karakter á netinu. Í færslu á Instagram-síðu sinni segir poppstjarnan að henni líði eins og heimurinn vilji ekkert með hana hafa.

Lífið
Fréttamynd

Trump græddi milljarða dala í dag

Auður Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, jókst um allt að tvo milljarða dala í dag. Það er í kjölfar þess að fyrirtæki hans, Trump Media & Technology Group, var skráð á markað og hefur virði þess aukist verulega í dag. Fyrirtækið heldur utan um rekstur samfélagsmiðilsins Truth Social.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Slæm tíð­ind­i fyr­ir ís­lensk­a tón­list­ar­menn að TikT­ok og Uni­ver­sal náðu ekki sam­an

Fari svo að Bandaríkin loki á TikTok myndi það hafa mikil áhrif á upplifun íslenskra notenda því uppistaðan af efni sem við horfum á kemur frá bandarískum áhrifavöldum. Slit á samstarfi samfélagsmiðilsins við tónlistarútgáfuna Universal Music eru slæm tíðindi fyrir íslenska tónlistarmenn, segir framkvæmdastjóri og stofnandi OverTune.

Innherji
Fréttamynd

Barn ók leigu­bíl í leyfis­leysi

Myndskeið af ungu barni aka leigubíl um götur Breiðholts hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum um helgina. Lögreglan segir málið unnið í samstarfi við foreldra og barnaverndaryfirvöld.

Innlent
Fréttamynd

Snorri sakaður um að vera kyn­slóða­villingur

„Gunnar Smári beitti því fantabragði að ýta ritstjóranum út úr skápnum, að ég væri gamall karl í ungum líkama. Minn málflutningur væri eins og ég væri sjötugur en ekki 26 ára,“ segir Snorri Másson forviða. En hann fer reglulega yfir fréttir vikunnar á vef sínum Ritstjóri.is

Lífið