Í Love Island eftir lífshættulegt slys Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. maí 2025 11:02 Sophie Lee Instagram/Sophie Lee Breska fyrirsætan og áhrifavaldurinn Sophie Lee, 29 ára frá Manchester, hefur verið ráðin í næstu þáttaröð Love Island sem hefst á sjónvarpsstöðinni ITV2 í júní. Þátturinn fer fram á spænsku eyjunni Mallorca, og verður þetta tólfta sería hins vinsæla raunveruleikaþáttar. Sophie er þekkt í Bretlandi fyrir ótrúlega lífsreynslu. Aðeins 22 ára gömul lenti hún í lífshættulegu slysi þegar hún starfaði sem eldspúandi listamaður í Bandaríkjunum. Slysið átti sér stað á stórum viðburði í Chicago, þar sem loftkæling í sýningarsalnum blés eldinn sem hún spúði beint aftur í andlitið á henni. Hún hlaut alvarleg brunasár á andliti og bringu og þurfti að fara í langa endurhæfingu til að ná bata. Í kjölfarið lét Sophie ekki deigan síga. Hún lagði eldspúninguna á hilluna, hóf störf sem fyrirsæta og áhrifavaldur og gaf út bók þar sem hún segir frá þessari skelfilegu lífsreynslu. Þá starfar hún einnig með Katie Piper Foundation – góðgerðarsamtökum sem styðja fólk sem hefur lifað af bruna eða ber ör eftir slys. View this post on Instagram A post shared by Sophie Lee (@sophirelee) Samkvæmt heimildum The Sun er Sophie er þriðja konan sem hefur staðfest þátttöku í nýjustu þáttaröð Love Island, sem hefst í sumar. Hún mun ganga til liðs við Sakiru Khan, fyrirsætu frá Manchester, og Lucy Quinn, förðunarfræðing frá Liverpool. Heimildarmaður úr framleiðsluteyminu segir Love Island stolt af því að gefa konum eins og Sophie vettvang:„Sophie er stórglæsileg og mögnuð kona sem hefur yfirstigið ótrúlegar hindranir. Hún er með raunverulega sögu og mikinn innri styrk. Þetta minnir á þátttöku Tasha Ghouri, sem opnaði umræðuna um heyrnarskerðingu, nú fær Sophie tækifæri til að opna umræðuna um hvernig hún náði bata og öðlaðist vellíðan í eigin skinni.“ Hvort Sophie verði meðal upphaflegra þátttakenda eða komi síðar inn sem „bombshell“ verður ekki ljóst fyrr en serían hefst. Raunveruleikaþættir Bretland Samfélagsmiðlar Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Sophie er þekkt í Bretlandi fyrir ótrúlega lífsreynslu. Aðeins 22 ára gömul lenti hún í lífshættulegu slysi þegar hún starfaði sem eldspúandi listamaður í Bandaríkjunum. Slysið átti sér stað á stórum viðburði í Chicago, þar sem loftkæling í sýningarsalnum blés eldinn sem hún spúði beint aftur í andlitið á henni. Hún hlaut alvarleg brunasár á andliti og bringu og þurfti að fara í langa endurhæfingu til að ná bata. Í kjölfarið lét Sophie ekki deigan síga. Hún lagði eldspúninguna á hilluna, hóf störf sem fyrirsæta og áhrifavaldur og gaf út bók þar sem hún segir frá þessari skelfilegu lífsreynslu. Þá starfar hún einnig með Katie Piper Foundation – góðgerðarsamtökum sem styðja fólk sem hefur lifað af bruna eða ber ör eftir slys. View this post on Instagram A post shared by Sophie Lee (@sophirelee) Samkvæmt heimildum The Sun er Sophie er þriðja konan sem hefur staðfest þátttöku í nýjustu þáttaröð Love Island, sem hefst í sumar. Hún mun ganga til liðs við Sakiru Khan, fyrirsætu frá Manchester, og Lucy Quinn, förðunarfræðing frá Liverpool. Heimildarmaður úr framleiðsluteyminu segir Love Island stolt af því að gefa konum eins og Sophie vettvang:„Sophie er stórglæsileg og mögnuð kona sem hefur yfirstigið ótrúlegar hindranir. Hún er með raunverulega sögu og mikinn innri styrk. Þetta minnir á þátttöku Tasha Ghouri, sem opnaði umræðuna um heyrnarskerðingu, nú fær Sophie tækifæri til að opna umræðuna um hvernig hún náði bata og öðlaðist vellíðan í eigin skinni.“ Hvort Sophie verði meðal upphaflegra þátttakenda eða komi síðar inn sem „bombshell“ verður ekki ljóst fyrr en serían hefst.
Raunveruleikaþættir Bretland Samfélagsmiðlar Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira