Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Ó­kunnugir og fyrr­verandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með

Afar algengt er að ungmenni deili staðsetningu sinni með vinum og kunningjum í gegnum hin ýmsu snjallsímaforrit. Því fylgja kostir og gallar að deila staðsetningu sinni með öðrum en sérfræðingur óttast að vanþekking ríki um þær hættur sem þessu geta fylgt. Það sé algeng upplifun barna að ókunnugir reyni að nálgast þau.

Innlent
Fréttamynd

Konur á miðjum aldri þær sem helst á­reita karl­kyns lög­regluþjóna

Tryggvi Hjaltason, formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins og starfsmaður greiningardeildar CCP, gerir upp tíma sinn í lögreglunni og hvað það var sem hann tók helst úr því starfinu. Meðal eftirtektarverðra tíu atriða sem Tryggvi tekur út úr starfinu er að konur á miðjum aldri séu þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna.

Innlent
Fréttamynd

Ása Steinars vann sigur gegn banda­rísku markaðsfyrirtæki

Héraðsdómur í Washington borg hefur vísað frá gagnkröfum sem bandarískt markaðsfyrirtæki höfðaði gegn íslenska áhrifavaldinum Ásu Steinarsdóttur. Var það í kjölfar þess að Ása stefndi fyrirtækinu fyrir brot á höfundarrétti. Dómurinn féll þann 14. febrúar síðastliðinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Segir menntuð fífl hættu­leg fífl

Lýður Árnason læknir blandar sér með óvæntum hætti inn í „rimmu“ þeirra Þorgríms Þráinssonar rithöfundar og þeirra hjóna Huldu Tölgyes sálfræðings og Þorsteins V. Einarssonar kynjafræðings.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var orðið svo­lítið hættu­legt fyrir mig“

„Ég fattaði að fólk gat sagt allt sem það vildi um mig óháð því hvort það væri satt. Það var svolítið sjokk fyrir mig að vita að ég væri orðin svoleiðis manneskja. Ég varð svolítið hrædd að vera búin að hleypa fólki svona nálægt mér,“ segir Sonja Valdín, sem var lengi þekkt sem Sonja Story. Sonja er viðmælandi í Einkalífinu og er jafnframt í sínu fyrsta viðtali í fjögur ár.

Lífið
Fréttamynd

Skjánotkun for­eldra - tímarnir breytast og tengslin með?

Ég hef lengi velt því fyrir mér hvernig það hafi verið að ala upp barn fyrir tíð skjátækja. Ég gerist ekki svo einfaldur að halda því fram að grasið hafi verið mikið grænna á þeim tíma því eflaust voru áskoranir foreldra/forráðamanna flóknar.

Skoðun
Fréttamynd

Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ung­menna

Nýrri tækni fylgja nýjar áskoranir og umræðan um áhrif samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkunar á líðan ungmenna hefur ekki farið framhjá neinum. Gífurleg aukning hefur sést á heimsvísu í notkun samfélagsmiðla á borð við SnapChat, TikTok og Instagram á síðastliðnum árum.

Skoðun
Fréttamynd

Dómarinn kveður Facebook með tárum

Brynjar Níelsson héraðsdómari, en hann hefur verið einhver vinsælasti gasprari á Facebook, kveður samfélagsmiðilinn og segir tal þar ekki samræmast nýju starfi.

Innlent
Fréttamynd

Að hætta kvöld- og næturvafrinu

Það kannast margir við að vakna dauðþreyttir alla morgna. Ekki vegna þess að þeir fóru svo seint upp í rúm kvöldinu áður. Nei; sá tími getur verið mjög skynsamlegur.

Áskorun
Fréttamynd

Kanye og Censori séu við það að skilja

Tónlistarmaðurinn Kanye West, eða Ye, og eiginkona hans Bianca Censori og eru sögð við það að skilja. Parið hefur verið gift frá árinu 2022 og hefur vakið mikla athygli saman, þá sérstaklega fyrir klæðaburð hennar, eða skort á honum.

Lífið
Fréttamynd

Kennir Instagram mökum að taka al­menni­legar myndir

„Ég fæ svo ótrúlega margar fjölskyldur til mín í töku þar sem konurnar kvarta yfir því að það séu engar myndir til af þeim og þær myndir sem makarnir taka séu hræðilegar,“ segir ljósmyndarinn og listakonan Saga Sig. Hún er að fara af stað með námskeið sem kennir fólki að taka góðar Instagram myndir af mökunum sínum, að verða betri svokölluð „Insta hubby“.

Menning
Fréttamynd

Neytendastofa hjólar í hlaupara

Neytendastofa hefur slegið á putta fjögurra áhrifavalda sem auglýstu ýmsar útivistarvörur án þess að merkja auglýsingarnar sem slíkar. Meðal þeirra eru ofurhlaupararnir Mari Jaersk og Sigurjón Ernir Sturluson.

Neytendur
Fréttamynd

„Þetta er ein­hver samfélagsmiðlasýki“

Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um hætturnar sem fylgt geta tálbeituaðferðum. Myndbönd sem sýna ungmenni ganga í skrokk á meintum barnaníðingum eru í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Guinness-æðið sem gert hefur ís­lenska djammara að þjófum

Sala á Guinness-bjór hefur margfaldast á liðnum árum að sögn bareiganda, sem rekur auknar vinsældir að miklu leyti til samfélagsmiðlaæðis. Þá eru íslenskir djammarar farnir að stela Guinness-glösum í unnvörpum, þannig að borið hefur á glasaskorti á öldurhúsum borgarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um

Almannarýmið er í eigu stórfyrirtækja og er á samfélagsmiðlum. Líkja má stöðunni við leik án leikreglna, dómara og vallar. Með hverju árinu verður leikurinn flóknari og við eigum sífellt erfiðara með að fylgjast með.

Skoðun
Fréttamynd

Björn Þor­láks segir sig úr Flokki fólksins

Björn Þorláksson blaðamaður á Samstöðinni hefur sagt sig úr Flokki fólksins. Hann birtir pistil á Facebook-síðu sinni þess efnis undir fyrirsögninni „Blaðamennskan öðru ofar – Úrsögn úr Flokki fólksins”

Innlent
Fréttamynd

MrBeast gerir til­boð í TikTok

YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar

Landsréttur hefur fellt úrskurð héraðsdómarans Jónasar Jóhannssonar, um að hann víki sjálfur sæti í ærumeiðingamáli Margrétar Friðriksdóttur ritstjóra, úr gildi. Margrét sætir ákæru fyrir að hafa meðal annars kallað annan héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur „lausláta mellu“. Allir dómarar þess dómstóls höfðu áður vikið sæti í málinu.

Innlent