Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Bjarki Sigurðsson skrifar 27. maí 2025 11:45 Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur hjá Fjölmiðlanefnd, telur áhyggjuefni að eingöngu helmingur svarenda hafi treyst íslenskum fjölmiðlum til að segja satt og rétt frá í aðdraganda þingkosninganna 2024. Vísir/Vilhelm Aðeins helmingur landsmanna treysti íslenskum fjölmiðlum til að færa sér réttar upplýsingar og hlutlæga umfjöllun í tengslum við Alþingiskosningarnar í fyrra. Yfir sextíu prósent svarenda í könnun töldu sig hafa orðið vör við falsfréttir í aðdraganda kosninga, flestar frá stjórnmálaflokkunum sjálfum. Þetta kemur fram í skýrslu Fjölmiðlanefndar sem byggð er á könnun Maskínu sem lögð var fyrir dagana eftir kosningar. Eftir kosningarnar 2021 mældist hlutfall þeirra sem töldu sig hafa orðið varir við falsfréttir þar sem var reynt að hafa áhrif á kosningarnar 46 prósent. Nú er það 62 prósent og því 35 prósent aukning milli kosninga. „Það er kannski helst þessi aukning sem við höfum áhyggjur af. Við sjáum að umræða í aðdraganda kosninga er að færast inn á samfélagsmiðla. Og þegar við sjáum að upplifun fólks sé að það sé að sjá falsfréttir sem er verið að beita til að hafa áhrif á kosningarnar, þá höfum við auðvitað áhyggjur af því. Líka þegar stór hluti fólks telur þetta hafa haft áhrif á kosningarnar. Þá erum við með lýðræðið undir. Ég myndi segja að þetta séu niðurstöður sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur hjá Fjölmiðlanefnd. Flestar falsfréttir frá stjórnmálaflokkunum sjálfum Meirihluti þeirra sem urðu varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar sögðu þær koma frá stjórnmálaflokkunum sjálfum. Tæpur helmingur frá hagsmunasamtökum, 47 prósent frá einstaka stjórnmálamönnum og 38 prósent frá áhrifavöldum. „Það ber auðvitað að hafa í huga að það getur verið rosalega mismunandi í huga fólks hvað er falsfrétt. Það gæti verið að eitthvað sem þau eru ósammála sem þau telja vera falsfrétt,“ segir Skúli. Einungis helmingur treystir íslenskum fjölmiðlum Þá taldi þriðjungur falsfréttirnar koma frá íslenskum fjölmiðlum. Einungis helmingur svarenda sagðist treysta íslenskum fjölmiðlum til að færa sér réttar upplýsingar um kosningarnar. Fimmtán prósent sögðust vantreysta þeim en þriðjungur tók ekki afstöðu. „Maður hefur áhyggjur af því líka að á sama tíma er fólk að sjá falsfréttirnar og upplýsingaóreiðuna á samfélagsmiðlum. Þannig það væri frekar að við ættum að leita til íslenskra fjölmiðla eftir traustum og góðum upplýsingum,“ segir Skúli. Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Skoðanakannanir Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Fjölmiðlanefndar sem byggð er á könnun Maskínu sem lögð var fyrir dagana eftir kosningar. Eftir kosningarnar 2021 mældist hlutfall þeirra sem töldu sig hafa orðið varir við falsfréttir þar sem var reynt að hafa áhrif á kosningarnar 46 prósent. Nú er það 62 prósent og því 35 prósent aukning milli kosninga. „Það er kannski helst þessi aukning sem við höfum áhyggjur af. Við sjáum að umræða í aðdraganda kosninga er að færast inn á samfélagsmiðla. Og þegar við sjáum að upplifun fólks sé að það sé að sjá falsfréttir sem er verið að beita til að hafa áhrif á kosningarnar, þá höfum við auðvitað áhyggjur af því. Líka þegar stór hluti fólks telur þetta hafa haft áhrif á kosningarnar. Þá erum við með lýðræðið undir. Ég myndi segja að þetta séu niðurstöður sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur hjá Fjölmiðlanefnd. Flestar falsfréttir frá stjórnmálaflokkunum sjálfum Meirihluti þeirra sem urðu varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar sögðu þær koma frá stjórnmálaflokkunum sjálfum. Tæpur helmingur frá hagsmunasamtökum, 47 prósent frá einstaka stjórnmálamönnum og 38 prósent frá áhrifavöldum. „Það ber auðvitað að hafa í huga að það getur verið rosalega mismunandi í huga fólks hvað er falsfrétt. Það gæti verið að eitthvað sem þau eru ósammála sem þau telja vera falsfrétt,“ segir Skúli. Einungis helmingur treystir íslenskum fjölmiðlum Þá taldi þriðjungur falsfréttirnar koma frá íslenskum fjölmiðlum. Einungis helmingur svarenda sagðist treysta íslenskum fjölmiðlum til að færa sér réttar upplýsingar um kosningarnar. Fimmtán prósent sögðust vantreysta þeim en þriðjungur tók ekki afstöðu. „Maður hefur áhyggjur af því líka að á sama tíma er fólk að sjá falsfréttirnar og upplýsingaóreiðuna á samfélagsmiðlum. Þannig það væri frekar að við ættum að leita til íslenskra fjölmiðla eftir traustum og góðum upplýsingum,“ segir Skúli.
Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Skoðanakannanir Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira