Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Lovísa Arnardóttir skrifar 18. nóvember 2025 23:45 Lögreglan hvetur foreldra til að ræða við börn sín og fylgjast með samfélagsmiðlum þeirra og líðan þeirra. Vísir/Vilhelm Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur nú til skoðunar mál sem tengist 764-glæpahópnum. Barnavernd og lögregla í Vestmannaeyjum hvetja foreldra til að fara yfir samfélagsmiðlanotkun barna sinna og fylgjast vel með líðan þeirra. Greint var fyrst frá á vef Eyjafrétta. Þar er einnig rætt við Stefán Jónsson, yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum, sem segir lögreglu hafa borist ábending um að ungmenni í Vestmannaeyjum væru með efni frá þessum hópi í sínum síma. Fjallað var um 764 glæpahópinn í lok síðasta mánaðar og að íslensk stúlka hafi verið hvött til sjálfsskaða af hópnum. Hópurinn á aðallega samskipti í gegnum Telegram og Discord og segir Stefán í samtali við Eyjafréttir að hópurinn sé góður í að fá ungmenni og börn á sitt band. „…og síðan fá þau til þess að framkvæma viðurstyggilegar athafnir … kynferðislegar athafnir, sjálfskaða, drepa gæludýrin sín og í verstu tilfellunum sjálfvíg,“ segir Stefán við Eyjafréttir. Stefán hvetur foreldra til að fylgjast vel með samfélagsmiðlum barna sinna, símanotkun þeirra og líðan þeirra. Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Vitni að sjálfsvígum þriggja ungmenna Fjallað var um það í Kastljósi á RÚV í október að íslensk stúlka hefði lent í hópnum og að hún hafi bæði verið hvött til sjálfsskaða og til ofbeldis gegn öðrum. Stúlkan varð vitni að sjálfsvígum þriggja ungmenna í beinu streymi. Stúlkan lenti í vef ofbeldishópsins í gegnum samskiptaforritið Discord, þar sem hún átti í samskiptum við „vini“ og aðrar stúlkur sem spiluðu meðal annars saman Roblox. Fram kom í Kastljósi í október að smám saman hafi samfélagið sem hún var inni náð 17 þúsund meðlimum og að efnið sem verið var að deila hafi sífellt orðið grófara. Nefnir hún meðal annars myndskeið af ofbeldi gegn börnum og dýrum. Stúlkan var 13 ára á þessum tíma en tókst, þrátt fyrir eftirlit af hálfu móður sinnar, að fela fyrir henni það sem var að gerast á Discord. Síðar var henni hótað og henni skipað að skaða sjálfa sig, gæludýrin sín og að deila af sér nektarmyndum, barnaníðsefni. Rætt var við móður stúlkunnar í Kastljósi. Í frétt Eyjafrétta segir að barnavernd og lögreglan í Vestmannaeyjum hvetji foreldra til að taka þessum viðvörunum alvarlega. Foreldrar eru beðnir um að skoða samfélagsmiðla barna sinna með gagnrýnu hugarfari og fylgjast með hvort eitthvað sé óvenjulegt eða grunsamlegt. Komi eitthvað sérstakt upp eru foreldrar hvattir til að hafa strax samband við lögregluna í Vestmannaeyjum eða við barnavernd. Hægt er að senda fyrirspurnir eða ábendingar á netfangið barnavernd@vestmannaeyjar.is Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Vestmannaeyjar Lögreglumál Börn og uppeldi Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Sjá meira
Þar er einnig rætt við Stefán Jónsson, yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum, sem segir lögreglu hafa borist ábending um að ungmenni í Vestmannaeyjum væru með efni frá þessum hópi í sínum síma. Fjallað var um 764 glæpahópinn í lok síðasta mánaðar og að íslensk stúlka hafi verið hvött til sjálfsskaða af hópnum. Hópurinn á aðallega samskipti í gegnum Telegram og Discord og segir Stefán í samtali við Eyjafréttir að hópurinn sé góður í að fá ungmenni og börn á sitt band. „…og síðan fá þau til þess að framkvæma viðurstyggilegar athafnir … kynferðislegar athafnir, sjálfskaða, drepa gæludýrin sín og í verstu tilfellunum sjálfvíg,“ segir Stefán við Eyjafréttir. Stefán hvetur foreldra til að fylgjast vel með samfélagsmiðlum barna sinna, símanotkun þeirra og líðan þeirra. Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Vitni að sjálfsvígum þriggja ungmenna Fjallað var um það í Kastljósi á RÚV í október að íslensk stúlka hefði lent í hópnum og að hún hafi bæði verið hvött til sjálfsskaða og til ofbeldis gegn öðrum. Stúlkan varð vitni að sjálfsvígum þriggja ungmenna í beinu streymi. Stúlkan lenti í vef ofbeldishópsins í gegnum samskiptaforritið Discord, þar sem hún átti í samskiptum við „vini“ og aðrar stúlkur sem spiluðu meðal annars saman Roblox. Fram kom í Kastljósi í október að smám saman hafi samfélagið sem hún var inni náð 17 þúsund meðlimum og að efnið sem verið var að deila hafi sífellt orðið grófara. Nefnir hún meðal annars myndskeið af ofbeldi gegn börnum og dýrum. Stúlkan var 13 ára á þessum tíma en tókst, þrátt fyrir eftirlit af hálfu móður sinnar, að fela fyrir henni það sem var að gerast á Discord. Síðar var henni hótað og henni skipað að skaða sjálfa sig, gæludýrin sín og að deila af sér nektarmyndum, barnaníðsefni. Rætt var við móður stúlkunnar í Kastljósi. Í frétt Eyjafrétta segir að barnavernd og lögreglan í Vestmannaeyjum hvetji foreldra til að taka þessum viðvörunum alvarlega. Foreldrar eru beðnir um að skoða samfélagsmiðla barna sinna með gagnrýnu hugarfari og fylgjast með hvort eitthvað sé óvenjulegt eða grunsamlegt. Komi eitthvað sérstakt upp eru foreldrar hvattir til að hafa strax samband við lögregluna í Vestmannaeyjum eða við barnavernd. Hægt er að senda fyrirspurnir eða ábendingar á netfangið barnavernd@vestmannaeyjar.is Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Vestmannaeyjar Lögreglumál Börn og uppeldi Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent