Ofbeldi gegn börnum Brást of harkalega við dyraati Kona hefur verið sakfelld fyrir að draga ungan dreng sem hafði gert dyraat hjá henni frá leikvelli og upp tröppur að heimili hennar gegn vilja drengsins. Konan sagði háttsemina eins og þá sem viðhöfð sé í grunnskóla þar sem hún starfi en héraðsdómur sagði aðstæður ekki samanburðarhæfar. Innlent 23.12.2024 11:27 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Garðar Baldvinsson ólst upp á heimili þar sem hann sá og upplifði hluti sem ekkert barn ætti að verða vitni að. Bernskuheimur hans var mótaður af ofbeldi og ofbeldismaðurinn var móðir hans. Lífið 23.12.2024 07:00 Brjálaðist út í barn í bíó Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum vegna atviks sem átti sér stað í bíósal í júlí á þessu ári, nánar tiltekið í Sambíóunum í Kringlunni. Innlent 19.12.2024 11:50 Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Landsréttur staðfesti í vikunni átta mánaða skilorðsbundinn dóm karlmanns fyrir ofbeldi og hótanir gagnvart dóttur sinni, en líka hótanir gagnvart syni sínum. Innlent 19.12.2024 08:56 Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Ráðist var á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla í dag. Móðir drengsins segir hann slasaðan á kvið. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og stefnir fjölskyldan á að kæra árásina á morgun. Vegna aldurs drengsins mun málið einnig verða tilkynnt til barnaverndar. Innlent 18.12.2024 18:54 Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ofbeldi gegn dóttur sinni. Innlent 18.12.2024 16:12 Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Landsréttur hefur þyngt skilorðsbundinn dóm sem kona hlaut í Héraðsdómi Norðurlands vestra fyrir brot gegn þremur sautján ára piltum. Hún var sakfelld fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi þeirra allra með kynferðislegu og vanvirðandi tali. Hún var jafnframt sakfelld fyrir að áreita einn piltinn kynferðislega með því að fara með hendurnar inn fyrir nærbuxnastreng hans. Innlent 17.12.2024 18:02 Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Lögmenn Lucy Letby, sem dæmd hefur verið fyrir að bana sjö ungbörnum á tveggja ára tímabili, segja sérfræðingnum sem var yfir rannsókn á máli hennar hafa snúist hugur. Hann muni biðja um að mál hennar verði tekið upp á ný. Erlent 16.12.2024 20:25 Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Landsréttur hefur staðfest dóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa gengið inn í búningsklefa kvenna, gert athugasemdir um líkama nakins barns og girt niður um sig fyrir framan það. Innlent 12.12.2024 21:02 Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Daníel Gunnarsson, sem þegar sætir lífstíðarfangelsi fyrir hrottalegt morð í Bandaríkjunum, hlaut í gær 24 ára fangelsisdóm til viðbótar fyrir barnaníð. Daníel, sem er 24 ára gamall, hafði þegar fallist á dóm án þess að játa sekt í málinu. Erlent 11.12.2024 14:02 Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Hinn 32 ára gamli Theodor Lund, áður Mikkel Bentsen, sem betur er þekktur sem TikTok-maðurinn var í dag sakfelldur í Eystri-Landsrétti í Danmörku fyrir margvísleg ofbeldisbrot gegn fjölda kvenna á tíu ára tímabili. Landsréttur staðfesti þannig fyrri dóm yfir manninum sem féll í Bæjarrétti Kaupmannahafnar í fyrra. Dómurinn felur í sér ótímabundið gæsluvarðhald (danska: forvaring), úrræði sem dómstólar beita gegn sakborningum sem þykja sérstaklega hættulegir. Erlent 10.12.2024 15:38 Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Tveir ungir menn um tvítugt sem eru grunaðir um að ræna drengi, hóta þeim og beita ofbeldi, voru líka ákærðir fyrir brot í nánu sambandi í máli sem varðaði heiðursofbeldi. Í því máli voru átta fjölskyldumeðlimir konu ákærðir fyrir ýmis brot gagnvart henni, en einungis fjórir þeirra hlutu dóm, það voru foreldrar hennar, mágur og systir. Innlent 3.12.2024 09:02 Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að afla sér kynferðislegrar ljósmyndar af fimmtán ára stúlku. Dómurinn taldi sannað að hann hefði framið brotið en miðað við þágildandi hegningarlög hefði hann aðeins fengið sekt fyrir athæfi sitt. Brot sem aðeins sekt liggur við fyrnast á tveimur árum og fyrningarfrestur rann út í málinu. Innlent 2.12.2024 16:58 „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Kara Rós Kristinsdóttir var sex ára gömul þegar eldri strákur lokkaði hana og vinkonu hennar inn í bílakjallara og braut á þeim kynferðislega með grófum hætti. Sökum ungs aldurs piltsins hlaut hann ekki refsingu og Kara kveðst ekki vita til að hann hafi fengið nokkurs konar aðstoð eða meðferð. Hann hélt áfram að ganga í sama skóla og Kara þrátt fyrir að skólayfirvöld hafi verið látin vita af málinu. Innlent 30.11.2024 11:41 Á ábyrgð okkar allra Ég hef verið lögreglumaður í hátt í fjóra áratugi. Síðustu ár hef ég verið fulltrúi íslenskra lögregluyfirvalda hjá Europol, löggæslustofnun Evrópusambandsins. Skoðun 27.11.2024 12:22 Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Barna-og menntamálaráðherra segir skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa komið í veg fyrir að ráðgjafar-og greiningarmiðstöð barna hafi fengið nægt fjármagn til að sinna þjónustu sinni að fullu. Núverandi fjármálaráðherra ætli að taka á málinu. Innlent 26.11.2024 20:00 Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Karlmaður hefur hlotið þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að taka þrjár myndir af berum kynfærum og rassi barnungs drengs á meðan hann svaf og síðan sent konu myndirnar á samskiptamiðlinum WhatsApp. Innlent 26.11.2024 14:22 Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Ráðgjafar-og greiningarstöð vantar allt tvö hundruð og fimmtíu milljónir í fjárveitingar til að geta staðið undir lögbundinni þjónustu að sögn forstjóra. Tilvísanir hafi aukist um 60 prósent síðustu ár á meðan hafi fjárveitingar verið skornar niður á fjárlögum. Verði ekki breyting þurfi stofnunin að skera niður þjónustu. Innlent 25.11.2024 12:18 Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Karlmaður hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Suðurlands vegna kynferðisbrota gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var tólf til fjórtán ára gömul. Innlent 20.11.2024 17:15 Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Justin Welby hefur greint frá því að hann hyggist segja af sér sem erkibiskup af Kantaraborg en hann hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að grípa ekki til aðgerða þegar honum var gert viðvart um stófelld kynferðis- og ofbeldisbrot John Smyth. Erlent 13.11.2024 07:46 Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024 sýna vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað síðustu tvö ár. Niðurstöður sýna lækkun í tíðni kvíða og depurðar í öllum árgöngum. Enn segist þó um helmingur stúlkna í 10. bekk finna fyrir depurð. Þá hafa um þrettán prósent stúlkna í 10. bekk verið beittar kynferðisofbeldi af jafnaldra en hlutfallið lækkar á milli ára. Innlent 12.11.2024 15:02 Móðirin ætlar að áfrýja Móðir sem sakfelld var fyrir að verða sex ára syni sínum að bana og reyna að bana ellefu ára syni sínum ætlar að áfrýja dóminum til Landsréttar. Lögmaður hennar telur að meta ætti andleg veikindi konunnar henni til refsilækkunar eða refsileysis. Innlent 12.11.2024 14:56 Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Mennta og barnamálaráðuneytið kynnir niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar klukkan 14 til 16:30 í dag Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands. Hægt verður að horfa í streymi hér að neðan. Innlent 12.11.2024 13:33 Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Móðir sem dæmd var í átján ára fangelsi á dögunum fyrir að myrða sex ára son sinn og gera tilraun til að bana eldri syni sínum var þjökuð af alvarlegu þunglyndi en ekki geðveiki að mati dómkvaddra matsmanna. Hún tilkynnti lögreglu sjálf um andlát sonarins. Hinn sonurinn segir mömmu sína hafa spurt þegar hún reyndi að kæfa hann hvort hann vildi ekki deyja áður en hann næði tilteknum aldri því þá færi hann í „góða heiminn“. Innlent 12.11.2024 10:25 Sló átta ára dóttur sína eftir tap Faðir og þjálfari hinnar átta ára gömlu Valinu Fetiu beitti hana ofbeldi eftir að hún tapaði úrslitabardaga á Evrópumóti barna í taekwondo í Tirana í Albaníu. Hann hefur nú verið úrskurðaður í hálfs árs bann. Sport 11.11.2024 12:32 Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd til átján ára fangelsisvistar fyrir að myrða sex ára son sinn á heimili þeirra að Nýbýlavegi í Kópavogi og að reyna að myrða annan son sinn í janúar. Innlent 6.11.2024 09:44 Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Það sem af er ári hefur lögreglu borist mun fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjóri Barnaverndar segir málin þar harðari en áður og að neysla ungmenna hafi aukist. Þá skorti úrræði og við því þurfi að bregðast. Innlent 5.11.2024 19:01 Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Karlmaður á Vesturlandi hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagabrot, meðal annars með því að hafa ógnað barnsmóður sinni með haglabyssu. Konan kvaðst fyrir dómi hafa verið búin að kveðja börnin sín í huganum umrætt sinn. Innlent 5.11.2024 15:49 Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Faðir konu hefur verið sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi vegna ummæla sem hann viðhafði um dóttur sína. Hann er einn átta fjölskyldumeðlima konunnar sem voru ákærð fyrir ýmis brot í garð konunnar. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði fólkið af flestum ákærum málsins, en fjögur þeirra, faðirinn sem og móðir, mágur og systir konunnar hlutu þó dóm. Innlent 1.11.2024 16:58 Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Dósent í afbrotafræði sér vísbendingar um aukinn vopnaburð barna og ungmenna. Mörg barnanna sem beita ofbeldi hafa orðið sjálf fyrir ofbeldi. Nálgast þarf börnin á styðjandi hátt í stað refsandi. Innlent 1.11.2024 15:27 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 28 ›
Brást of harkalega við dyraati Kona hefur verið sakfelld fyrir að draga ungan dreng sem hafði gert dyraat hjá henni frá leikvelli og upp tröppur að heimili hennar gegn vilja drengsins. Konan sagði háttsemina eins og þá sem viðhöfð sé í grunnskóla þar sem hún starfi en héraðsdómur sagði aðstæður ekki samanburðarhæfar. Innlent 23.12.2024 11:27
„Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Garðar Baldvinsson ólst upp á heimili þar sem hann sá og upplifði hluti sem ekkert barn ætti að verða vitni að. Bernskuheimur hans var mótaður af ofbeldi og ofbeldismaðurinn var móðir hans. Lífið 23.12.2024 07:00
Brjálaðist út í barn í bíó Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum vegna atviks sem átti sér stað í bíósal í júlí á þessu ári, nánar tiltekið í Sambíóunum í Kringlunni. Innlent 19.12.2024 11:50
Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Landsréttur staðfesti í vikunni átta mánaða skilorðsbundinn dóm karlmanns fyrir ofbeldi og hótanir gagnvart dóttur sinni, en líka hótanir gagnvart syni sínum. Innlent 19.12.2024 08:56
Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Ráðist var á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla í dag. Móðir drengsins segir hann slasaðan á kvið. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og stefnir fjölskyldan á að kæra árásina á morgun. Vegna aldurs drengsins mun málið einnig verða tilkynnt til barnaverndar. Innlent 18.12.2024 18:54
Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ofbeldi gegn dóttur sinni. Innlent 18.12.2024 16:12
Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Landsréttur hefur þyngt skilorðsbundinn dóm sem kona hlaut í Héraðsdómi Norðurlands vestra fyrir brot gegn þremur sautján ára piltum. Hún var sakfelld fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi þeirra allra með kynferðislegu og vanvirðandi tali. Hún var jafnframt sakfelld fyrir að áreita einn piltinn kynferðislega með því að fara með hendurnar inn fyrir nærbuxnastreng hans. Innlent 17.12.2024 18:02
Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Lögmenn Lucy Letby, sem dæmd hefur verið fyrir að bana sjö ungbörnum á tveggja ára tímabili, segja sérfræðingnum sem var yfir rannsókn á máli hennar hafa snúist hugur. Hann muni biðja um að mál hennar verði tekið upp á ný. Erlent 16.12.2024 20:25
Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Landsréttur hefur staðfest dóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa gengið inn í búningsklefa kvenna, gert athugasemdir um líkama nakins barns og girt niður um sig fyrir framan það. Innlent 12.12.2024 21:02
Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Daníel Gunnarsson, sem þegar sætir lífstíðarfangelsi fyrir hrottalegt morð í Bandaríkjunum, hlaut í gær 24 ára fangelsisdóm til viðbótar fyrir barnaníð. Daníel, sem er 24 ára gamall, hafði þegar fallist á dóm án þess að játa sekt í málinu. Erlent 11.12.2024 14:02
Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Hinn 32 ára gamli Theodor Lund, áður Mikkel Bentsen, sem betur er þekktur sem TikTok-maðurinn var í dag sakfelldur í Eystri-Landsrétti í Danmörku fyrir margvísleg ofbeldisbrot gegn fjölda kvenna á tíu ára tímabili. Landsréttur staðfesti þannig fyrri dóm yfir manninum sem féll í Bæjarrétti Kaupmannahafnar í fyrra. Dómurinn felur í sér ótímabundið gæsluvarðhald (danska: forvaring), úrræði sem dómstólar beita gegn sakborningum sem þykja sérstaklega hættulegir. Erlent 10.12.2024 15:38
Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Tveir ungir menn um tvítugt sem eru grunaðir um að ræna drengi, hóta þeim og beita ofbeldi, voru líka ákærðir fyrir brot í nánu sambandi í máli sem varðaði heiðursofbeldi. Í því máli voru átta fjölskyldumeðlimir konu ákærðir fyrir ýmis brot gagnvart henni, en einungis fjórir þeirra hlutu dóm, það voru foreldrar hennar, mágur og systir. Innlent 3.12.2024 09:02
Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að afla sér kynferðislegrar ljósmyndar af fimmtán ára stúlku. Dómurinn taldi sannað að hann hefði framið brotið en miðað við þágildandi hegningarlög hefði hann aðeins fengið sekt fyrir athæfi sitt. Brot sem aðeins sekt liggur við fyrnast á tveimur árum og fyrningarfrestur rann út í málinu. Innlent 2.12.2024 16:58
„Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Kara Rós Kristinsdóttir var sex ára gömul þegar eldri strákur lokkaði hana og vinkonu hennar inn í bílakjallara og braut á þeim kynferðislega með grófum hætti. Sökum ungs aldurs piltsins hlaut hann ekki refsingu og Kara kveðst ekki vita til að hann hafi fengið nokkurs konar aðstoð eða meðferð. Hann hélt áfram að ganga í sama skóla og Kara þrátt fyrir að skólayfirvöld hafi verið látin vita af málinu. Innlent 30.11.2024 11:41
Á ábyrgð okkar allra Ég hef verið lögreglumaður í hátt í fjóra áratugi. Síðustu ár hef ég verið fulltrúi íslenskra lögregluyfirvalda hjá Europol, löggæslustofnun Evrópusambandsins. Skoðun 27.11.2024 12:22
Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Barna-og menntamálaráðherra segir skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa komið í veg fyrir að ráðgjafar-og greiningarmiðstöð barna hafi fengið nægt fjármagn til að sinna þjónustu sinni að fullu. Núverandi fjármálaráðherra ætli að taka á málinu. Innlent 26.11.2024 20:00
Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Karlmaður hefur hlotið þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að taka þrjár myndir af berum kynfærum og rassi barnungs drengs á meðan hann svaf og síðan sent konu myndirnar á samskiptamiðlinum WhatsApp. Innlent 26.11.2024 14:22
Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Ráðgjafar-og greiningarstöð vantar allt tvö hundruð og fimmtíu milljónir í fjárveitingar til að geta staðið undir lögbundinni þjónustu að sögn forstjóra. Tilvísanir hafi aukist um 60 prósent síðustu ár á meðan hafi fjárveitingar verið skornar niður á fjárlögum. Verði ekki breyting þurfi stofnunin að skera niður þjónustu. Innlent 25.11.2024 12:18
Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Karlmaður hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Suðurlands vegna kynferðisbrota gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var tólf til fjórtán ára gömul. Innlent 20.11.2024 17:15
Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Justin Welby hefur greint frá því að hann hyggist segja af sér sem erkibiskup af Kantaraborg en hann hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að grípa ekki til aðgerða þegar honum var gert viðvart um stófelld kynferðis- og ofbeldisbrot John Smyth. Erlent 13.11.2024 07:46
Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024 sýna vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað síðustu tvö ár. Niðurstöður sýna lækkun í tíðni kvíða og depurðar í öllum árgöngum. Enn segist þó um helmingur stúlkna í 10. bekk finna fyrir depurð. Þá hafa um þrettán prósent stúlkna í 10. bekk verið beittar kynferðisofbeldi af jafnaldra en hlutfallið lækkar á milli ára. Innlent 12.11.2024 15:02
Móðirin ætlar að áfrýja Móðir sem sakfelld var fyrir að verða sex ára syni sínum að bana og reyna að bana ellefu ára syni sínum ætlar að áfrýja dóminum til Landsréttar. Lögmaður hennar telur að meta ætti andleg veikindi konunnar henni til refsilækkunar eða refsileysis. Innlent 12.11.2024 14:56
Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Mennta og barnamálaráðuneytið kynnir niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar klukkan 14 til 16:30 í dag Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands. Hægt verður að horfa í streymi hér að neðan. Innlent 12.11.2024 13:33
Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Móðir sem dæmd var í átján ára fangelsi á dögunum fyrir að myrða sex ára son sinn og gera tilraun til að bana eldri syni sínum var þjökuð af alvarlegu þunglyndi en ekki geðveiki að mati dómkvaddra matsmanna. Hún tilkynnti lögreglu sjálf um andlát sonarins. Hinn sonurinn segir mömmu sína hafa spurt þegar hún reyndi að kæfa hann hvort hann vildi ekki deyja áður en hann næði tilteknum aldri því þá færi hann í „góða heiminn“. Innlent 12.11.2024 10:25
Sló átta ára dóttur sína eftir tap Faðir og þjálfari hinnar átta ára gömlu Valinu Fetiu beitti hana ofbeldi eftir að hún tapaði úrslitabardaga á Evrópumóti barna í taekwondo í Tirana í Albaníu. Hann hefur nú verið úrskurðaður í hálfs árs bann. Sport 11.11.2024 12:32
Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd til átján ára fangelsisvistar fyrir að myrða sex ára son sinn á heimili þeirra að Nýbýlavegi í Kópavogi og að reyna að myrða annan son sinn í janúar. Innlent 6.11.2024 09:44
Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Það sem af er ári hefur lögreglu borist mun fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjóri Barnaverndar segir málin þar harðari en áður og að neysla ungmenna hafi aukist. Þá skorti úrræði og við því þurfi að bregðast. Innlent 5.11.2024 19:01
Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Karlmaður á Vesturlandi hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagabrot, meðal annars með því að hafa ógnað barnsmóður sinni með haglabyssu. Konan kvaðst fyrir dómi hafa verið búin að kveðja börnin sín í huganum umrætt sinn. Innlent 5.11.2024 15:49
Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Faðir konu hefur verið sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi vegna ummæla sem hann viðhafði um dóttur sína. Hann er einn átta fjölskyldumeðlima konunnar sem voru ákærð fyrir ýmis brot í garð konunnar. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði fólkið af flestum ákærum málsins, en fjögur þeirra, faðirinn sem og móðir, mágur og systir konunnar hlutu þó dóm. Innlent 1.11.2024 16:58
Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Dósent í afbrotafræði sér vísbendingar um aukinn vopnaburð barna og ungmenna. Mörg barnanna sem beita ofbeldi hafa orðið sjálf fyrir ofbeldi. Nálgast þarf börnin á styðjandi hátt í stað refsandi. Innlent 1.11.2024 15:27