Ofbeldi gegn börnum Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Lögregla var kölluð til við Seljaskóla í Reykjavík eftir hádegið vegna barna sem mættu óboðin á skólalóðina og höfðu í hótunum við ellefu til þrettán ára gömul börn á miðstigi skólans. Töldu einhverjir nemendur móta fyrir hníf í buxnastreng óboðnu gestanna. Innlent 27.3.2025 16:05 Færni til framtíðar Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur aukist hér á landi og tilkynningum um slíkt hefur fjölgað undanfarið. Samhliða hafa áhyggjur almennings af því farið vaxandi og ekki úr vegi að velta hlutunum fyrir sér. Skoðun 27.3.2025 14:32 Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína í andlitið þegar hún var barn. Þetta var meðal þess sem kom fram á þriðja degi réttarhaldanna yfir Gjert. Sport 27.3.2025 07:31 Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Hörður Ellert Ólafsson, frumkvöðull og ljósmyndari á fimmtugsaldri, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar í Hæstarétti. Hann hlaut þriggja ára og sex mánaða dóm í Landsrétti en áfrýjaði til Hæstaréttar. Innlent 26.3.2025 15:34 Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Upplifun barna af réttarkerfinu er oft neikvæðari en mat stofnana á sinni eigin framkvæmd gefur til kynna. Niðurstöður nýrrar skýrslu umboðsmanns barna benda til þess að börn upplifi sig oft vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið og upplifi sig ekki sem raunverulega þátttakendur í málsmeðferð. Úttektin sýnir einnig að íslenskt réttarkerfi uppfyllir ekki að fullu alþjóðlegar skuldbindingar um barnvæna réttarvörslu. Innlent 26.3.2025 13:00 Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Afi og amma hins tveggja ára Émile Soleil hafa verið handtekin og eru grunuð um að hafa orðið drengnum að bana. Soleil var leitað í þorpinu Le Vernet í frönsku Ölpunum sumarið 2023 en líkamsleifar hans fundust vorið 2024. Erlent 25.3.2025 11:53 Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Norski fjölskyldufaðirinn og hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði fyrir dómstólum ásökunum sem börn hans bera honum á hendur um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Öll sjö börn hans munu bera vitni en aðeins eitt þeirra hefur opinberlega tekið hans hlið. Fyrsti þátturinn úr raunveruleikaseríu fjölskyldunnar var sýndur í dómsal í gær til að útskýra fjölskyldumynstrið. Sport 25.3.2025 07:03 Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Danmerkur, hefur nú verið ákærður fyrir að hafa í fórum sínum um sex þúsund myndir og tvö þúsund myndskrár af barnaníðsefni. Auk þess fannst á heimili hans kynlífsdúkka sem lítur út eins og barn. Erlent 24.3.2025 13:09 „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Sálfræðingur hjá Taktu skrefið segir skömm sameiginlega hjá öllum sem leiti til þeirra. Stóra markmið meðferðarinnar sé að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Rannsóknir sýni að meðferð geti komið í veg fyrir að menn brjóti aftur af sér. Stór hluti sem leitar til þeirra er þó einnig fólk sem ekki hefur brotið á öðrum en er með hugsanir eða langanir sem það hefur áhyggjur af. Innlent 23.3.2025 12:31 Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Börn sem upplifa að fjárhagsstaða fjölskyldu þeirra sé slæm finna fyrir meiri vanlíðan, minna öryggi og eiga í verri félagstengslum en jafnaldrar þeirra. Þetta kom fram í niðurstöðum úr íslensku æskulýðsrannsókninni sem kynntar voru á málþingi í tilefni af Alþjóðlegum hamingjudegi sem haldinn var hátíðlegur í gær. Innlent 21.3.2025 18:07 Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Fyrrverandi ráðherra í Danmörku hefur verið ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni. Danskir dómstólar taka afstöðu til þess á mánudaginn hvort maðurinn verði nafngreindur. Verjandi mannsins segir skjólstæðing sinn neita sök. Erlent 21.3.2025 18:02 Börn hafi reynt að drepa önnur börn Hermann Arnar Austmar, foreldri í Breiðholti, segir að það hafi komið upp atvik tengd ofbeldisöldu ungmenna í hverfinu, sem hefur verið sérstaklega tengd Breiðholtsskóla, þar sem hann telur að börn hafi reynt að ráða önnur börn af dögum. Innlent 20.3.2025 16:55 Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Fjórtán ára drengur átti fótum sínum fjör að launa er hópur drengja undir fimmtán ára aldri réðust á hann fyrir utan Fjörð verslunarmiðstöð í Hafnarfirði í gærkvöldi. Áverkar drengsins eru minniháttar en gerendurnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Innlent 20.3.2025 12:53 Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um ástand í Breiðholtsskóla þar sem hópur stráka í sjöunda bekk ásamt fleiri úr öðrum skólum hafa haldið hverfinu í heljargreipum. Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Innlent 20.3.2025 11:31 „Við bara byrjum að moka“ Þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst frá sveitarfélögum til ríkisins samkvæmt samkomulagi stjórnvalda. Þá tekur ríkið alfarið yfir uppbyggingu hjúkrunarheimila . Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að kallað hafi verið eftir þessu í fimmtán ár. Félagsmálaráðherra vill byrja að moka. Innlent 19.3.2025 23:31 Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skólar eigi að vera griðastaður barna, en ekki vettvangur daglegs ofbeldis árum saman. Hann gerði ofbeldisvandann í Breiðholtsskóla að umtalsefni á Alþingi í dag, en hann segir að fullorðið fólk á góðum launum í stjórnsýslunni ráði ekki við erfið mál og kasti þeim frá sér. Innlent 18.3.2025 16:25 „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Mennta- og barnamálaráðherra segir mál Breiðholtsskóla einstaklega flókið en vandamálið sé ekki í skólanum sjálfum heldur sé skólinn að spegla samfélagið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á að víkja megi börnum ótímabundið úr skóla. Innlent 17.3.2025 20:33 Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við því að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og langra biðlista. Hún skilur vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna stöðunnar sem þar er komin upp. Innlent 16.3.2025 19:02 Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. Innlent 14.3.2025 19:49 Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafi komið fram um að ekkert hafi verið gert í málefnum Breiðholtsskóla. Gripið hafi verið til ýmissa úrræða. Innlent 14.3.2025 15:28 Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Andlát átta ára stúlku í Bangladess hefur vakið mikla reiði en barnið lést eftir að hafa orðið fyrir nauðgun á heimili eldri systur sinnar. Efnt hefur verið til mótmæla og aðgerða krafist í kynferðisbrotamálum. Erlent 14.3.2025 12:36 Lífið gefur engan afslátt Núna þegar við erum komin eina ferðina enn á innsogið vegna ofbeldisverka í samfélaginu þá veltir maður fyrir sér hver getur verið skýringin á þessu þegar við eigum svo marga sérfræðinga hér á landi í öllum þessum málaflokkum? Hvort að það sé ekki einmitt skýringin á þessu? Sérfræðivæðing, ofgreiningar, lyfjaát, bómullarvæðing, nefndir og ráð, starfshópar, og aðgerðarleysi? Skoðun 13.3.2025 21:31 Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Dósent í afbrotafræði við Háskóla Íslands segir fangelsin full af ofbeldisfólki sem telja sín brot vægara eðlis en annarra. Fréttir af manndrápi í Gufunesi á dögunum sé til marks um varhugaverða þróun. Innlent 13.3.2025 20:31 Börn vistuð í allt að sex daga í fangageymslu í Flatahrauni Umboðsmaður barna kallar eftir því að ráðuneyti mennta- og barnamála upplýsi tafarlaust um hvaða ráðstafana verði gripið til svo að loka megi neyðarúrræði fyrir börn á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði. Þá gagnrýnir umboðsmaður harðlega villandi upplýsingar um hámarksvistunartíma barna í úrræðinu. Innlent 7.3.2025 12:16 Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Við viljum þakka Dagnýju fyrir samúðarkveðjur hennar og fyrir að stíga fram, sýna hugrekki og standa andspænis þeirri hræðilegu martröð sem mun fylgja fjölskyldu Bryndísar Klöru um ókomna tíð vegna voveiflegs fráfalls hennar. Það krefst mikils hugrekkis af hennar hálfu, sem ömmu gerandans, að segja sína sögu á svo einlægan og opinskáan hátt. Skoðun 6.3.2025 08:02 Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Saga Bryndísar Klöru þarf að verða vendipunktur í baráttunni gegn ofbeldi, segja ömmur og afar hennar sem kalla eftir hertri löggjöf um ábyrgð foreldra, auknum forvörnum, sterkari úrræðum í skólakerfinu og bættum stuðningi fyrir þolendur og börn í vanda. Innlent 6.3.2025 08:02 Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Meirihluti þeirra barna sem vísað er í meðferð vegna óviðeigandi eða skaðlegrar kynhegðunar hjá Barna- og fjölskyldustofu brýtur ekki á öðrum börnum eftir meðferð. Flest börnin upplifi mikla skömm þegar málin koma upp. Hátt hlutfall barnanna er með greiningar og í meðferðinni samhliða annarri meðferð. Innlent 6.3.2025 06:45 Traustur vinur getur gert voðaverk! Framkoma fólks segir ekki allt um það hvert innrætið er, að sjá á manneskju hvort hún/hann er gerandi ofbeldis getur reynst flókið. Það getur verið áfall að heyra um einstakling sem þú taldir vera „góða manneskju“ sem er síðan dæmd/ur fyrir ljót og jafnvel alvarleg brot gegn fólki og börnum. Skoðun 1.3.2025 17:01 Við lifum í skjóli hvers annars Með þessum skrifum stíg ég í umræðuna um hið hræðilega hnífstungumál sem gerðist á Menningarnótt 2024 og varð til þess að Bryndís Klara Birgisdóttir missti lífið. Ég votta aðstandendum hennar mína allra dýpstu samúð. Á þessum tímapunkti kýs ég núna að svara kalli og gerast riddari kærleikans eins og faðir hinnar látnu gerði ákall um. Ég er amma gerandans. Skoðun 1.3.2025 08:02 Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Dagný Hængsdóttir Köhler, amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru Birgisdóttur á menningarnótt í fyrra, segist vilja svara kalli föður Bryndísar Klöru og gerast riddari kærleikans. Dagný kallar eftir því í aðsendri grein að betur sé hugað að börnum sem upplifa áföll. Dóttursonur hennar og dóttir hafi bæði upplifað áföll sem hafi markað líf þeirra og gjörðir. Hún vilji ekki draga úr ábyrgð eða afsaka, heldur stuðla að breytingum. Innlent 1.3.2025 08:02 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 30 ›
Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Lögregla var kölluð til við Seljaskóla í Reykjavík eftir hádegið vegna barna sem mættu óboðin á skólalóðina og höfðu í hótunum við ellefu til þrettán ára gömul börn á miðstigi skólans. Töldu einhverjir nemendur móta fyrir hníf í buxnastreng óboðnu gestanna. Innlent 27.3.2025 16:05
Færni til framtíðar Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur aukist hér á landi og tilkynningum um slíkt hefur fjölgað undanfarið. Samhliða hafa áhyggjur almennings af því farið vaxandi og ekki úr vegi að velta hlutunum fyrir sér. Skoðun 27.3.2025 14:32
Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína í andlitið þegar hún var barn. Þetta var meðal þess sem kom fram á þriðja degi réttarhaldanna yfir Gjert. Sport 27.3.2025 07:31
Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Hörður Ellert Ólafsson, frumkvöðull og ljósmyndari á fimmtugsaldri, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar í Hæstarétti. Hann hlaut þriggja ára og sex mánaða dóm í Landsrétti en áfrýjaði til Hæstaréttar. Innlent 26.3.2025 15:34
Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Upplifun barna af réttarkerfinu er oft neikvæðari en mat stofnana á sinni eigin framkvæmd gefur til kynna. Niðurstöður nýrrar skýrslu umboðsmanns barna benda til þess að börn upplifi sig oft vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið og upplifi sig ekki sem raunverulega þátttakendur í málsmeðferð. Úttektin sýnir einnig að íslenskt réttarkerfi uppfyllir ekki að fullu alþjóðlegar skuldbindingar um barnvæna réttarvörslu. Innlent 26.3.2025 13:00
Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Afi og amma hins tveggja ára Émile Soleil hafa verið handtekin og eru grunuð um að hafa orðið drengnum að bana. Soleil var leitað í þorpinu Le Vernet í frönsku Ölpunum sumarið 2023 en líkamsleifar hans fundust vorið 2024. Erlent 25.3.2025 11:53
Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Norski fjölskyldufaðirinn og hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði fyrir dómstólum ásökunum sem börn hans bera honum á hendur um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Öll sjö börn hans munu bera vitni en aðeins eitt þeirra hefur opinberlega tekið hans hlið. Fyrsti þátturinn úr raunveruleikaseríu fjölskyldunnar var sýndur í dómsal í gær til að útskýra fjölskyldumynstrið. Sport 25.3.2025 07:03
Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Danmerkur, hefur nú verið ákærður fyrir að hafa í fórum sínum um sex þúsund myndir og tvö þúsund myndskrár af barnaníðsefni. Auk þess fannst á heimili hans kynlífsdúkka sem lítur út eins og barn. Erlent 24.3.2025 13:09
„Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Sálfræðingur hjá Taktu skrefið segir skömm sameiginlega hjá öllum sem leiti til þeirra. Stóra markmið meðferðarinnar sé að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Rannsóknir sýni að meðferð geti komið í veg fyrir að menn brjóti aftur af sér. Stór hluti sem leitar til þeirra er þó einnig fólk sem ekki hefur brotið á öðrum en er með hugsanir eða langanir sem það hefur áhyggjur af. Innlent 23.3.2025 12:31
Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Börn sem upplifa að fjárhagsstaða fjölskyldu þeirra sé slæm finna fyrir meiri vanlíðan, minna öryggi og eiga í verri félagstengslum en jafnaldrar þeirra. Þetta kom fram í niðurstöðum úr íslensku æskulýðsrannsókninni sem kynntar voru á málþingi í tilefni af Alþjóðlegum hamingjudegi sem haldinn var hátíðlegur í gær. Innlent 21.3.2025 18:07
Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Fyrrverandi ráðherra í Danmörku hefur verið ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni. Danskir dómstólar taka afstöðu til þess á mánudaginn hvort maðurinn verði nafngreindur. Verjandi mannsins segir skjólstæðing sinn neita sök. Erlent 21.3.2025 18:02
Börn hafi reynt að drepa önnur börn Hermann Arnar Austmar, foreldri í Breiðholti, segir að það hafi komið upp atvik tengd ofbeldisöldu ungmenna í hverfinu, sem hefur verið sérstaklega tengd Breiðholtsskóla, þar sem hann telur að börn hafi reynt að ráða önnur börn af dögum. Innlent 20.3.2025 16:55
Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Fjórtán ára drengur átti fótum sínum fjör að launa er hópur drengja undir fimmtán ára aldri réðust á hann fyrir utan Fjörð verslunarmiðstöð í Hafnarfirði í gærkvöldi. Áverkar drengsins eru minniháttar en gerendurnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Innlent 20.3.2025 12:53
Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um ástand í Breiðholtsskóla þar sem hópur stráka í sjöunda bekk ásamt fleiri úr öðrum skólum hafa haldið hverfinu í heljargreipum. Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Innlent 20.3.2025 11:31
„Við bara byrjum að moka“ Þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst frá sveitarfélögum til ríkisins samkvæmt samkomulagi stjórnvalda. Þá tekur ríkið alfarið yfir uppbyggingu hjúkrunarheimila . Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að kallað hafi verið eftir þessu í fimmtán ár. Félagsmálaráðherra vill byrja að moka. Innlent 19.3.2025 23:31
Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skólar eigi að vera griðastaður barna, en ekki vettvangur daglegs ofbeldis árum saman. Hann gerði ofbeldisvandann í Breiðholtsskóla að umtalsefni á Alþingi í dag, en hann segir að fullorðið fólk á góðum launum í stjórnsýslunni ráði ekki við erfið mál og kasti þeim frá sér. Innlent 18.3.2025 16:25
„Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Mennta- og barnamálaráðherra segir mál Breiðholtsskóla einstaklega flókið en vandamálið sé ekki í skólanum sjálfum heldur sé skólinn að spegla samfélagið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á að víkja megi börnum ótímabundið úr skóla. Innlent 17.3.2025 20:33
Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við því að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og langra biðlista. Hún skilur vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna stöðunnar sem þar er komin upp. Innlent 16.3.2025 19:02
Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. Innlent 14.3.2025 19:49
Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafi komið fram um að ekkert hafi verið gert í málefnum Breiðholtsskóla. Gripið hafi verið til ýmissa úrræða. Innlent 14.3.2025 15:28
Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Andlát átta ára stúlku í Bangladess hefur vakið mikla reiði en barnið lést eftir að hafa orðið fyrir nauðgun á heimili eldri systur sinnar. Efnt hefur verið til mótmæla og aðgerða krafist í kynferðisbrotamálum. Erlent 14.3.2025 12:36
Lífið gefur engan afslátt Núna þegar við erum komin eina ferðina enn á innsogið vegna ofbeldisverka í samfélaginu þá veltir maður fyrir sér hver getur verið skýringin á þessu þegar við eigum svo marga sérfræðinga hér á landi í öllum þessum málaflokkum? Hvort að það sé ekki einmitt skýringin á þessu? Sérfræðivæðing, ofgreiningar, lyfjaát, bómullarvæðing, nefndir og ráð, starfshópar, og aðgerðarleysi? Skoðun 13.3.2025 21:31
Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Dósent í afbrotafræði við Háskóla Íslands segir fangelsin full af ofbeldisfólki sem telja sín brot vægara eðlis en annarra. Fréttir af manndrápi í Gufunesi á dögunum sé til marks um varhugaverða þróun. Innlent 13.3.2025 20:31
Börn vistuð í allt að sex daga í fangageymslu í Flatahrauni Umboðsmaður barna kallar eftir því að ráðuneyti mennta- og barnamála upplýsi tafarlaust um hvaða ráðstafana verði gripið til svo að loka megi neyðarúrræði fyrir börn á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði. Þá gagnrýnir umboðsmaður harðlega villandi upplýsingar um hámarksvistunartíma barna í úrræðinu. Innlent 7.3.2025 12:16
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Við viljum þakka Dagnýju fyrir samúðarkveðjur hennar og fyrir að stíga fram, sýna hugrekki og standa andspænis þeirri hræðilegu martröð sem mun fylgja fjölskyldu Bryndísar Klöru um ókomna tíð vegna voveiflegs fráfalls hennar. Það krefst mikils hugrekkis af hennar hálfu, sem ömmu gerandans, að segja sína sögu á svo einlægan og opinskáan hátt. Skoðun 6.3.2025 08:02
Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Saga Bryndísar Klöru þarf að verða vendipunktur í baráttunni gegn ofbeldi, segja ömmur og afar hennar sem kalla eftir hertri löggjöf um ábyrgð foreldra, auknum forvörnum, sterkari úrræðum í skólakerfinu og bættum stuðningi fyrir þolendur og börn í vanda. Innlent 6.3.2025 08:02
Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Meirihluti þeirra barna sem vísað er í meðferð vegna óviðeigandi eða skaðlegrar kynhegðunar hjá Barna- og fjölskyldustofu brýtur ekki á öðrum börnum eftir meðferð. Flest börnin upplifi mikla skömm þegar málin koma upp. Hátt hlutfall barnanna er með greiningar og í meðferðinni samhliða annarri meðferð. Innlent 6.3.2025 06:45
Traustur vinur getur gert voðaverk! Framkoma fólks segir ekki allt um það hvert innrætið er, að sjá á manneskju hvort hún/hann er gerandi ofbeldis getur reynst flókið. Það getur verið áfall að heyra um einstakling sem þú taldir vera „góða manneskju“ sem er síðan dæmd/ur fyrir ljót og jafnvel alvarleg brot gegn fólki og börnum. Skoðun 1.3.2025 17:01
Við lifum í skjóli hvers annars Með þessum skrifum stíg ég í umræðuna um hið hræðilega hnífstungumál sem gerðist á Menningarnótt 2024 og varð til þess að Bryndís Klara Birgisdóttir missti lífið. Ég votta aðstandendum hennar mína allra dýpstu samúð. Á þessum tímapunkti kýs ég núna að svara kalli og gerast riddari kærleikans eins og faðir hinnar látnu gerði ákall um. Ég er amma gerandans. Skoðun 1.3.2025 08:02
Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Dagný Hængsdóttir Köhler, amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru Birgisdóttur á menningarnótt í fyrra, segist vilja svara kalli föður Bryndísar Klöru og gerast riddari kærleikans. Dagný kallar eftir því í aðsendri grein að betur sé hugað að börnum sem upplifa áföll. Dóttursonur hennar og dóttir hafi bæði upplifað áföll sem hafi markað líf þeirra og gjörðir. Hún vilji ekki draga úr ábyrgð eða afsaka, heldur stuðla að breytingum. Innlent 1.3.2025 08:02