Þjóðadeild karla í fótbolta

Fréttamynd

Martinez um Hazard: Vil ekki sjá þetta aftur

Eden Hazard, leikmaður Real Madrid og belgíska landsliðsins, sást á næturklúbbum í Belgíu tveimur dögum fyrir 0-1 tap liðsins gegn Hollandi í Þjóðadeildinni. Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu, vil ekki sjá slíka hegðun frá Hazard endurtekna.

Fótbolti
Fréttamynd

Gunnar um upp­ganginn Fær­eyja: „Margir að toppa á sama tíma“

Færeyska landsliðið í fótbolta vann frækinn sigur á Tyrklandi á sunnudag en um er að ræða stærsta sigur liðsins síðan gegn Grikklandi fyrir sjö árum síðan. Gunnar Nielsen, markvörður FH í Bestu deild karla, segir aðstæður gera það að verkum að stærð sigur sunnudagsins virðist ekki eins mikil.

Fótbolti
Fréttamynd

Varði fimmta vítið í röð

Yann Sommer, markvörður Borussia Mönchengladbach og svissneska landsliðsins, hefur varið síðustu fimm vítaspyrnur sem hann hefur fengið á sig í leik með landsliðinu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Albanía - Ísland 1-1 | Leikur tveggja hálfleika í Tírana og jafntefli niðurstaðan

Það stefndi allt í afleitt kvöld í Albaníu fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson var rekinn út af eftir 10 mínútur og mjög erfiður fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikur var allt önnur saga, Ísland betra liðið og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan. Ísland endar í öðru sæti riðilsins og hægt að gera sér vonir um að umspil gæti orðið að raunveruleika eftir ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir markmenn lata og vill franskan rennilás á takkaskó

Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur, grínisti og leikari með meiru, fór mikinn á samfélagsmiðlinum Twitter í gær á meðan hann horfði á leik Englands og Þýskalands í Þjóðadeild Evrópu. Hann segist hafa neyðst til að horfa á leikinn hvar hann sat fastur á hótelherbergi í Þýskalandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar vill ekki að leikurinn í kvöld kosti Ísland tvo milljarða

Ef að Arnar Þór Viðarsson eða leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta kysu að gefa bara skít í leikinn við Albaníu í Þjóðadeildinni í kvöld eru ágætar líkur á að sú afstaða kæmi illilega í hausinn á þeim að ári liðnu. Sigur í kvöld gæti nefnilega opnað varaleið inn á EM í Þýskalandi 2024.

Fótbolti
Fréttamynd

Blautur furðuleikur skemmdi fyrir Íslandi

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM í Þýskalandi. Vonin um sæti í næstefsta flokki hvarf í ansi furðulegum leik Svartfjallalands og Finnlands í Þjóðadeildinni í gærkvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Ítalía í undan­úr­slit

Ítalía er komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar eftir 2-0 sigur á Ungverjalandi. Fyrir leik var ljóst að sigurvegari kvöldsins kæmist í undanúrslit. Jafntefli hefði dugað Ungverjum en allt kom fyrir ekki.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafn­tefli niður­staðan eftir ó­trú­legan síðari hálf­leik

Hörmulegt gengi enska karlalandsliðsins í fótbolta virtist vera að halda áfram þegar Þýskaland var komið 2-0 yfir á Wembley í kvöld. Á meðan enska kvennalandsliðið stóð uppi sem Evrópumeistari í sumar hefur lítið gengið hjá karlaliði Englands. Lærisveinar Gareth Southgate komu hins vegar til baka og virtust vera að landa 3-2 sigri þangað til í blálokin, lokatölur 3-3 í ótrúlegum seinni hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Fær­eyjar með ó­trú­legan sigur á Tyrk­landi

Færeyjar og Tyrkland mættust í C-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld. Tyrkland hafði þegar tryggt sér sigur í riðlinum og þar með sæti í B-deild og Færeyjar voru öruggar með sæti sitt í riðlinum. Það var því kannski ekki mikið undir í leik kvöldsins en úrslitin eru þó ein þó óvæntustu í manna minnum.

Fótbolti