„Draumur frá því ég var lítill“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2024 12:33 Orri Steinn Óskarsson. Vísir/Sigurjón Orri Steinn Óskarsson kemur inn í landsliðsverkefni Íslands með rólegri huga en í síðasta mánuði. Það hefur gengið á ýmsu hjá framherjanum unga síðustu vikur. Orri Steinn var keyptur til Real Sociedad á Spáni undir lok félagsskiptagluggans í lok ágúst. Hann hefur því þurft að koma sér fyrir á nýjum stað eftir að leiktíð er hafin og nóg að gera. Klippa: „Draumur frá því ég var lítill“ „Það hefur bara gengið vel. Flest af því er búið núna og maður gat komið í þetta verkfeni með rólegan huga og einbeitt sér að þessu 100 prósent. Það skiptir mig miklu máli,“ segir Orri Steinn. „Það er krefjandi að koma á síðasta degi gluggans. Þú hefur engan tíma til að koma þér fyrir, það eru leikir á þriggja daga fresti og landsliðsverkefni. En það hjálpar að vera með mikið af fólki sem er tilbúið að hjálpa,“ bætir hann við. Sociedad er statt í San Sebastian í Baskalandi og þar bæði töluð spænska og baskneska. Orri sinnir tungumálanámi samhliða fótboltaæfingunum. „Góður maður sagði mér að byrja á spænskunni og taka svo baskneskuna. Hún er aðeins erfiðari. Við tökum spænskuna fyrst, ég er að læra, með kennara og svona. Þetta kemur hægt og rólega,“ segir Orri. Mikilvægt að komast strax á blað Orri er strax farinn að láta til sín taka með spænska liðinu og skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inn af bekknum í 3-0 sigri á Valencia í lok september. „Það var frábært. Ef þú hefðir sagt við mig að ég myndi skora tvö mörk fyrir þennan glugga myndi ég örugglega vera mjög sáttur. Það var frábært kvöld og að fá að upplifa það var draumur frá því ég var lítill,“ segir Orri. Hann er þá spenntur fyrir komandi leikjum við Wales í kvöld og við Tyrki á mánudag. „Tveir mjög skemmtilegir leikir. Við byrjum á Wales og það er mikilvægt að nýta það að vera á heimavelli tvo leiki í röð. Við þurfum að sækja eins mörg stig og við getum í þessum tveimur leikjum, það er alveg klárt,“ segir Orri. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Leikur Íslands og Wales er klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst á sömu rás klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Sjá meira
Orri Steinn var keyptur til Real Sociedad á Spáni undir lok félagsskiptagluggans í lok ágúst. Hann hefur því þurft að koma sér fyrir á nýjum stað eftir að leiktíð er hafin og nóg að gera. Klippa: „Draumur frá því ég var lítill“ „Það hefur bara gengið vel. Flest af því er búið núna og maður gat komið í þetta verkfeni með rólegan huga og einbeitt sér að þessu 100 prósent. Það skiptir mig miklu máli,“ segir Orri Steinn. „Það er krefjandi að koma á síðasta degi gluggans. Þú hefur engan tíma til að koma þér fyrir, það eru leikir á þriggja daga fresti og landsliðsverkefni. En það hjálpar að vera með mikið af fólki sem er tilbúið að hjálpa,“ bætir hann við. Sociedad er statt í San Sebastian í Baskalandi og þar bæði töluð spænska og baskneska. Orri sinnir tungumálanámi samhliða fótboltaæfingunum. „Góður maður sagði mér að byrja á spænskunni og taka svo baskneskuna. Hún er aðeins erfiðari. Við tökum spænskuna fyrst, ég er að læra, með kennara og svona. Þetta kemur hægt og rólega,“ segir Orri. Mikilvægt að komast strax á blað Orri er strax farinn að láta til sín taka með spænska liðinu og skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inn af bekknum í 3-0 sigri á Valencia í lok september. „Það var frábært. Ef þú hefðir sagt við mig að ég myndi skora tvö mörk fyrir þennan glugga myndi ég örugglega vera mjög sáttur. Það var frábært kvöld og að fá að upplifa það var draumur frá því ég var lítill,“ segir Orri. Hann er þá spenntur fyrir komandi leikjum við Wales í kvöld og við Tyrki á mánudag. „Tveir mjög skemmtilegir leikir. Við byrjum á Wales og það er mikilvægt að nýta það að vera á heimavelli tvo leiki í röð. Við þurfum að sækja eins mörg stig og við getum í þessum tveimur leikjum, það er alveg klárt,“ segir Orri. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Leikur Íslands og Wales er klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst á sömu rás klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Sjá meira