Fótbolti

Tyrkir á toppnum eftir stórsókn en nauman sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Tyrkja fagna sigurmarki sínu í kvöld. Stórsókn allan leikinn en bara eitt mark.
Leikmenn Tyrkja fagna sigurmarki sínu í kvöld. Stórsókn allan leikinn en bara eitt mark. Getty/Omer Taha

Tyrkir eru í efsta sæti í riðli Íslands í Þjóðadeildinni eftir 1-0 heimasigur á Svartfjallalandi í kvöld.

Irfan Can Kahveci skoraði eina mark leiksins á 69. mínútu, sjö mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.

Kahveci er 29 ára leikmaður Fenerbahce sem hafði enn ekki náð að skora deildarmark á þessu tímabili.

Tyrkir voru annars með mikla yfirburði í þessum leik, reyndu 29 skot og þar af fóru níu þeirra á markið. Xg var 3,13 hjá Tyrkjum í þessum leik.

Igor Nikic var í miklu stuði í marki Svartfellinga og varði alls átta skot í leiknum.

Tyrkir hafa náð í sjö stig af níu mögulegum og eru enn taplausir í riðlinum.

Tyrkenska liðið græddi á jafntefli Íslands og Wales og er nú með tveggja stiga forskot á Wales og þriggja stiga forskot á Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×