Ólétt WNBA stjarna segir félagið sitt hafa kúgað sig, spilað með sig og logið að sér WNBA meistarar Las Vegas Aces skiptu á dögunum körfuboltakonunni Dearicu Hamby til Los Angeles Sparks en eftir skiptin þá sagði hún frá því hvernig félagið kom illa fram við hana. Körfubolti 24. janúar 2023 11:30
Umræða um mögulega bikarkeppni NBA-deildarinnar: „Kjaftæði“ Strákarnir í Lögmál leiksins ræða möguleikann á því að NBA-deildin í körfubolta fari af stað með bikarkeppni eins og við þekkjum til að mynda hér á landi. Virðist sem það sé alvöru umræða um að setja slíka keppni á laggirnar. Körfubolti 23. janúar 2023 18:00
LeBron James bara 223 stigum frá stigametinu eftir stórleik í nótt LeBron James skoraði 37 stig í endurkomusigri Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Lakers vann þá Portland Trail Blazers 121–112 eftir að hafa verið 27 stigum undir. Körfubolti 23. janúar 2023 13:31
Níu sigrar í röð hjá Boston og fimm hjá Philadelphia Topplið Austurdeildarinnar, Boston Celtics og Philadelphia 76ers, eru enn á góðu skriði eftir leiki næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Boston vann sinn níunda leik í röð er liðið lagði Toronto Raptors 106-104 og Philadelphia hafði betur gegn Sacramento Kings 129-127. Körfubolti 22. janúar 2023 09:32
Fjarvera Jokic kom ekki að sök og Denver vann níunda leikinn í röð Denver Nuggets vann sinn níunda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta er liðið vann 23 stiga sigur gegn Indiana Pacers í nótt, 134-111. Alls fóru níu leikir fram í deildinni í nótt. Körfubolti 21. janúar 2023 12:46
Sá sem skoraði fyrstu þriggja stiga körfuna látinn Chris Ford, fyrrum leikmaður og þjálfari í NBA-deildinni er látinn 74 ára gamall. Fjölskyldan tilkynnti þetta í gær en gaf ekki upp ástæðu andlátsins. Körfubolti 19. janúar 2023 15:31
Ein besta körfuboltakonan með myndagátu á Twitter sem margir reyna að ráða Bandaríska körfuboltakonan Breanna Stewart stríddi aðeins aðdáendum sínum með því að setja inn mjög sérstaka færslu á Twitter. Hún er fyrirliði bandaríska landsliðsins og eitt stærsta nafnið í kvennakörfuboltaheiminum. Körfubolti 17. janúar 2023 15:01
LeBron komst í 38 þúsund stiga klúbbinn með Kareem LeBron James náði merkum áfanga í nótt þegar Los Angeles Lakers mættir Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 16. janúar 2023 17:30
Aðeins rifist í Lögmáli leiksins í kvöld: „Tapiði leikjum strákar“ NBA-þátturinn Lögmál leiksins er á dagskránni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld eins og alla mánudaga en það hitnaði aðeins í kolunum hjá sérfræðingunum í þætti vikunnar. Körfubolti 16. janúar 2023 15:45
Áhorfendamet slegið þegar Warriors rúllaði yfir Spurs Níu leikir fóru fram í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í gærkvöldi og nótt og var þar mikið um dýrðir að venju. Körfubolti 14. janúar 2023 09:32
Mágur Curry bræðranna hittir betur en þeir úr þriggja stiga skotum Bræðurnir Steph Curry og Seth Curry hafa lengi verið tveir af bestu skotmönnum NBA-deildarinnar og Seth er að margra mati besti skotmaður sögunnar. Körfubolti 12. janúar 2023 17:00
Hittu úr öllum fjörutíu vítunum sínum í sama leiknum Miami Heat setti met þegar leikmenn liðsins hittu úr öllum fjörutíu vítaskotum þess í leik gegn Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 11. janúar 2023 20:30
Fyrrverandi leikmaður Lakers ætlar að verða dómari í NBA Þótt Smush Parker hafi ekki spilað í NBA-deildinni í næstum fimmtán ár ætlar hann sér að komast aftur inn í deildina, þó í öðru hlutverki. Körfubolti 11. janúar 2023 12:00
Nei eða Já: „Verðum eiginlega að fá Lakers inn í þetta“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var að venju á sínum stað í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins en þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta. Að þessu sinni var farið yfir hvort Memphis Grizzlies ætti að gera eitthvað á leikmannamarkaðnum, hversu gott umspilið verður, hversu góður Nikola Jokić er að senda boltann og hvort Anthony Edwards á bjartari framtíð en LaMelo Ball. Körfubolti 10. janúar 2023 09:01
Gott gengi Nets í hættu: Durant með tognað liðband Kevin Durant, stórstjarna Brooklyn Nets í NBA deildinni, er með tognað liðband í hægra hné og verður frá næstu vikurnar. Þetta setur gott gengi liðsins í hættu en það er sem stendur í 2. sæti Austurdeildar. Körfubolti 9. janúar 2023 23:01
„Pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið“ Golden State Warriors, ríkjandi meistarar NBA deildarinnar í körfubolta, hefur nú tapað tveimur leikjum í röð gegn heldur slökum mótherjum og situr 6. sæti Vesturdeildar. Farið verður yfir stöðu mála hjá Stephen Curry og félögum í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Hann er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 22.00. Körfubolti 9. janúar 2023 17:45
Kevin Durant meiddist á hné Kevin Durant fer í myndatöku í dag eftir að hafa meiðst á hné í sigurleik Brooklyn Nets á Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í gær. Körfubolti 9. janúar 2023 12:30
Enn ein þreföld tvenna hjá Doncic | James nálgast stigametið Luka Doncic náði 9. þreföldu tvennu sinni á tímabilinu í sigri Maverics á Pelicans í NBA deildinni í nótt á meðan LeBron James nálgast stigamet Kareem Abdul-Jaabar óðfluga. James átti enn eina frábæra frammistöðuna er Lakers vann tveggja stiga sigur á Kings. Körfubolti 8. janúar 2023 10:00
LeBron James snéri aftur öflugur eftir veikindi LeBron James reis úr rekkju eftir að hafa glímt við veikindi síðustu daga go skoraði 25 stig í sigri Los Angeles Lakers gegn Atlanta Hawks í NBA-deildinni í körfubolta karla í nótt sem leið. Körfubolti 7. janúar 2023 09:44
Lét boltann liggja á gólfinu í tuttugu sekúndur og komst upp með það NBA-stjarnan Ja Morant bauð upp á mjög undarleg tilþrif í stórsigri Memphis Grizzlies á Charlotte Hornets í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 5. janúar 2023 12:30
NBA kallaði 71 stigs manninn inn í lyfjapróf daginn eftir leikinn Donovan Mitchell átti rosalegan leik í NBA-deildinni í körfubolta í fyrrinótt þegar hann skoraði 71 stig í endurkomusigri Cleveland Cavaliers á Chicago Bulls. Körfubolti 4. janúar 2023 15:01
Enginn skorað meira í NBA deildinni í sautján ár: 71 stigs leikur hjá „Spida“ Donovan Mitchell fór heldur betur á kostum með Cleveland Cavaliers á móti Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 3. janúar 2023 07:00
Denver vann uppgjör bestu liðanna en Boston er með betra lið: Tímabilið í NBA til þessa Það hefur margt komið á óvart í NBA deildinni í körfubolta það sem af er tímabili. Sigur Denver Nuggets á Boston Celtics aðfaranótt mánudags kom hins vegar ekki mikið á óvart, eða hvað? Körfubolti 2. janúar 2023 23:31
„Þeir klúðruðu Kobe og eru núna að klúðra Lebron“ Leiðindi Los Angeles Lakers á þessu tímabili er á meðal þess sem farið verður yfir í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þátturinn hefst klukkan 21:50 á Stöð 2 Sport 2. Körfubolti 2. janúar 2023 16:31
Margir gapandi yfir öllum ástæðunum fyrir því að Kyrie spilar í ellefunni Það þýðir ekkert að bjóða körfuboltamanninum Kyrie Irving að spila í öðru númeri. Ótrúlega margar ástæður eru fyrir því að Kyrie spilar í treyju númer ellefu. Körfubolti 2. janúar 2023 13:00
Tólf ára stelpa fékk Durant til að brosa í miðjum leik NBA stórstjarnan Kevin Durant er frábær körfuboltamaður en hann er þó sjaldan í umræðunni um þá allra bestu í sögunni. Körfubolti 2. janúar 2023 10:31
Luka endaði árið með þriðja fimmtíu stiga leiknum í síðustu fimm leikjum Luka Doncic endaði árið 2022 heldur betur vel því hann skoraði 51 stig fyrir Dallas Mavericks þegar liðið lagði San Antonio Spurs í nótt. Þá var Joel Embiid með þrefalda tvennu í sigri Philadelphia 76´ers gegn Oklahoma City Thunder. Körfubolti 1. janúar 2023 10:30
LeBron sýndi og sannaði að aldur er afstæður | Geggjaður Giannis LeBron James varð 38 ára gamall í gær. Hann fagnaði með stórkostlegum leik sem tryggði Los Angeles Lakers óvæntan sigur á Atlanta Hawks í einum af þeim fjölmörgu leikjum sem fram fóru í NBA deildinni í nótt. Körfubolti 31. desember 2022 13:00
Ellefu í bann eftir slagsmál í NBA Ellefu leikmenn hafa verið dæmdir í bann af NBA-deildinni fyrir slagsmál í leik Detroit Pistons og Orlando Magic. Körfubolti 30. desember 2022 16:00
„Látum Z hafa boltann og drullum okkur í burtu“ Zion Williamson skoraði síðustu fjórtán stig New Orleans Pelicans þegar liðið vann endurkomusigur á Minnesota Timberwolves, 119-118, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 29. desember 2022 17:01