Klárt hvaða fjögur lið keppa á úrslitahelginni í Las Vegas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2023 12:31 LeBron James skorar hér tvö af 31 stigi sínu á móti Phoenix Suns í nótt. AP/Mark J. Terrill Los Angeles Lakers og Milwaukee Bucks tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum NBA deildarbikarsins en úrslitin fara fram í Las Vegas og hefjast strax annað kvöld. Áður höfðu lið Indiana Pacers og New Orleans Pelicans tryggt sér farseðilinn til Vegas. Lakers þurfti magnaða frammistöðu frá LeBron James og kannski smá sérmeðferð fyrir stigahæsta leikmann sögunnar undir lokin. LeBron James delivered a CLUTCH performance to lead the Lakers to the NBA In-Season Tournament Semifinals 31 PTS11 AST8 REB pic.twitter.com/tMnrahslQW— NBA (@NBA) December 6, 2023 Los Angeles Lakers vann 106-103 sigur á Phoenix Suns í leiknum en LeBron var með 15 af 31 stigi sínu í fjórða leikhlutanum. Hann var einnig með 11 stoðsendingar, 8 fráköst og 5 stolna bolta. Ekki slæmt fyrir mann sem er að fara halda upp á 39 ára afmælið sitt seinna í þessum mánuði. Frank Vogel, þjálfari Phoenix Suns, var aftur á móti mjög ósáttur með leikhlé sem Lebron bað um og fékk á lokasekúndum leiksins þegar leit út fyrir að Lakers liðið væri búið að missa boltann. Lakers fékk hins vegar leikhléið og náði síðan að landa sigrinum. „Það var ekkert dæmt og LeBron sýndi bara í milljónasta skiptið hversu klár hann er,“ sagði Austin Reaves og Kevin Durant, sem skoraði 31 stig fyrir Suns, vildi ekki gera mikið úr atvikinu heldur. Durant klikkaði illa á þriggja stiga skoti í lokin sem hefði komið leiknum í framlengingu. „Þarna fór ekki leikurinn. Þetta er eitt atvik og þetta er 48 mínútna leikur. Ég er ekki hrifinn af því að kvarta yfir dómum,“ sagði Durant. Anthony Davis var með 27 stig og 15 fráköst hjá Lakers og Austin Reaves bætti við 20 stigum. Lakers mætir New Orleans Pelicans í undanúrslitaleiknum. LeBron James shows up in the CLUTCH to give the @Lakers a ticket to the NBA In-Season Tournament Semifinals!Anthony Davis: 27 PTS, 15 REBAustin Reaves: 20 PTS, 6 REB pic.twitter.com/pRM7GVi80z— NBA (@NBA) December 6, 2023 Milwaukee Bucks átti ekki í miklum vandræðum með að ná hinu sætinu því liðið vann 146-122 sigur á New York Knicks. Giannis Antetokounmpo var nálægt þrennunni með 35 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst og Damian Lillard bætti við 28 stigum. Bucks hefur unnið 12 af 13 leikjum sínum á tímabilinu þar sem Lillard skorar að minnsta kosti 25 stig. Bucks liðið raðaði niður þristum en liðið hitti úr 23 af 38 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og endaði leikinn með yfir sextíu prósent skotnýtingu. Það má segja að Knicks liðið hafi hreinlega verið skotið í kaf. Milwaukee Bucks mætir Indiana Pacers í undanúrslitunum. FOUR TEAMS REMAIN... AND THEY ARE ALL HEADED TO VEGAS! The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds continue with the Semifinals on Thursday!Be a part of NBA history! Get your tickets to the semifinals and championship games in Las Vegas this Thursday and Saturday, today. pic.twitter.com/KQ56Kid5z9— NBA (@NBA) December 6, 2023 NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
Áður höfðu lið Indiana Pacers og New Orleans Pelicans tryggt sér farseðilinn til Vegas. Lakers þurfti magnaða frammistöðu frá LeBron James og kannski smá sérmeðferð fyrir stigahæsta leikmann sögunnar undir lokin. LeBron James delivered a CLUTCH performance to lead the Lakers to the NBA In-Season Tournament Semifinals 31 PTS11 AST8 REB pic.twitter.com/tMnrahslQW— NBA (@NBA) December 6, 2023 Los Angeles Lakers vann 106-103 sigur á Phoenix Suns í leiknum en LeBron var með 15 af 31 stigi sínu í fjórða leikhlutanum. Hann var einnig með 11 stoðsendingar, 8 fráköst og 5 stolna bolta. Ekki slæmt fyrir mann sem er að fara halda upp á 39 ára afmælið sitt seinna í þessum mánuði. Frank Vogel, þjálfari Phoenix Suns, var aftur á móti mjög ósáttur með leikhlé sem Lebron bað um og fékk á lokasekúndum leiksins þegar leit út fyrir að Lakers liðið væri búið að missa boltann. Lakers fékk hins vegar leikhléið og náði síðan að landa sigrinum. „Það var ekkert dæmt og LeBron sýndi bara í milljónasta skiptið hversu klár hann er,“ sagði Austin Reaves og Kevin Durant, sem skoraði 31 stig fyrir Suns, vildi ekki gera mikið úr atvikinu heldur. Durant klikkaði illa á þriggja stiga skoti í lokin sem hefði komið leiknum í framlengingu. „Þarna fór ekki leikurinn. Þetta er eitt atvik og þetta er 48 mínútna leikur. Ég er ekki hrifinn af því að kvarta yfir dómum,“ sagði Durant. Anthony Davis var með 27 stig og 15 fráköst hjá Lakers og Austin Reaves bætti við 20 stigum. Lakers mætir New Orleans Pelicans í undanúrslitaleiknum. LeBron James shows up in the CLUTCH to give the @Lakers a ticket to the NBA In-Season Tournament Semifinals!Anthony Davis: 27 PTS, 15 REBAustin Reaves: 20 PTS, 6 REB pic.twitter.com/pRM7GVi80z— NBA (@NBA) December 6, 2023 Milwaukee Bucks átti ekki í miklum vandræðum með að ná hinu sætinu því liðið vann 146-122 sigur á New York Knicks. Giannis Antetokounmpo var nálægt þrennunni með 35 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst og Damian Lillard bætti við 28 stigum. Bucks hefur unnið 12 af 13 leikjum sínum á tímabilinu þar sem Lillard skorar að minnsta kosti 25 stig. Bucks liðið raðaði niður þristum en liðið hitti úr 23 af 38 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og endaði leikinn með yfir sextíu prósent skotnýtingu. Það má segja að Knicks liðið hafi hreinlega verið skotið í kaf. Milwaukee Bucks mætir Indiana Pacers í undanúrslitunum. FOUR TEAMS REMAIN... AND THEY ARE ALL HEADED TO VEGAS! The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds continue with the Semifinals on Thursday!Be a part of NBA history! Get your tickets to the semifinals and championship games in Las Vegas this Thursday and Saturday, today. pic.twitter.com/KQ56Kid5z9— NBA (@NBA) December 6, 2023
NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira