

NBA
Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“
Körfuboltamaðurinn LeBron James segir að þeir Michael Jordan ræðist ekki mikið við en vonar að það breytist þegar hann hættir að spila.
Fréttir í tímaröð

Lillard með blóðtappa í kálfa
Damian Lillard, ein af stjörnum Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta, er með blóðtappa í hægri kálfa og verður frá keppni í einhvern tíma.

Púað á Butler í endurkomunni til Miami
Jimmy Butler átti enga draumaendurkomu til Miami þegar Golden State Warriors steinlá fyrir Heat, 112-86, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af
Körfuboltapabbinn skoðanaglaði LaVar Ball hefur lýst því hvað varð til þess að taka þurfti annan fótinn af honum.

Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar
Bandaríski grínistinn Tracy Morgan, sem þurfti að flytja í hjólastól af leik New York Knicks og Miami Heat eftir að hann ældi á völlinn í gær, segist hafa veikst af matareitrun.

Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“
Tómas Steindórsson furðar sig á ummælum Draymonds Green, leikmanns Golden State Warriors, um Karl-Anthony Towns, leikmann New York Knicks, í hlaðvarpi sínu.

Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar
Eftir að hafa unnið sextán leiki í röð tapaði Cleveland Cavaliers loks þegar Orlando Magic mætti í heimsókn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur 103-108, Orlando í vil.

Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki
Fyrstu mánuðir ársins hafa verið hræðilegir fyrir NBA körfuboltalið Dallas Mavericks og það lítur út fyrir að hlutirnir gætu jafnvel orðið enn verri.

„Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista
Stephen Curry varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora fjögur þúsund þriggja stiga körfur. Þjálfari hans líkti honum við ballerínu eftir leikinn.

Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls
Það er ekki sjón að sjá meistarafána Chicago Bulls eftir að þungarokkshljómsveitin Disturbed hélt tónleika á heimavelli þeirra.

Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð
Oklahoma City Thunder tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með sigri á meisturum Boston Celtics, 112-118, í nótt. Aðalstjarna Oklahoma náði merkum áfanga í leiknum.

Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“
JJ Redick, þjálfari Los Angeles Lakers, sýndi sínu liði enga miskunn eftir tapið fyrir Brooklyn Nets, þrátt fyrir að sterka leikmenn hafi vantað. Hann sagðist hreinlega ekki vita hvað Lakers-menn hafi verið að gera í leiknum.

Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander
Nikola Jokic hafði betur í uppgjörinu við Shai Gilgeous-Alexander þegar Denver Nuggets og Oklahoma City Thunder mættust í NBA-deildinni í nótt.

Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum
Stephen Curry er enn á fullu með Golden State Warriors í NBA deildinni í körfubolta en það kemur ekki í veg fyrir að hann ráði sig í aðra vinnu á sama tíma.

„Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“
Kyrie Irving er meðal þeirra sem eru til umræðu í þætti vikunnar af Lögmáli leiksins, þar sem NBA-deildin í körfubolta er í brennidepli.

LeBron frá í vikur frekar en daga
Eftir frábært gengi undanfarnar vikur var Los Angeles Lakers kippt niður á jörðina af erkifjendum sínum í Boston Celtics. Ekki nóg með það heldur meiddist hinn fertugi LeBron James í 4. leikhluta og virðist vera frá keppni næstu vikurnar.

Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins
Shai Gilgeous-Alexander skoraði 40 stig þegar Oklahoma City Thunder lagði Denver Nuggets 127-103 í uppgjöri toppliða Vesturhluta NBA-deildarinnar í körfubolta.

Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist
Jayson Tatum fór fyrir liði Boston Celtics sem batt enda á átta leikja sigurgöngu LA Lakers í gærkvöld, með 111-101 sigri í uppgjöri þessara fornu fjenda í NBA-deildinni í körfubolta.

Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“
Los Angeles Lakers vann virkilega góðan sigur á New York Knicks í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum. Orðakast Stephen A. Smith, helsta NBA-sérfræðings EPNS, og stórstjörnunnar LeBron James eftir leik vöktu hins vegar hvað mesta athygli.

Amman fékk að hitta Steph Curry
Steph Curry setti ekki aðeins á svið sýningu fyrir einn sinn elsta aðdáenda heldur gaf henni einnig áritaða treyju eftir leikinn.

Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers
Flest gengur Los Angeles Lakers í hag eftir að Luka Doncic gekk í raðir liðsins. Í nótt vann Lakers áttunda sigurinn í röð þegar New York Knicks kom í heimsókn. Lokatölur 113-109, Lakers í vil.

Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina
Cleveland Cavaliers er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA í körfubolta, fyrst allra liða, þrátt fyrir að tuttugu leikir séu eftir af deildarkeppninni.

LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“
LeBron James náði enn einum áfanganum á mögnuðum ferli sínum í nótt. Hann varð þá fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta til að skora fimmtíu þúsund stig.

Kyrie Irving skoraði með slitið krossband
Bandaríski körfuboltamaðurinn Kyrie Irving spilar ekki meira með Dallas Mavericks liðinu á þessu tímabili í NBA deildinni í körfubolta.