Klárt hvaða fjögur lið keppa á úrslitahelginni í Las Vegas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2023 12:31 LeBron James skorar hér tvö af 31 stigi sínu á móti Phoenix Suns í nótt. AP/Mark J. Terrill Los Angeles Lakers og Milwaukee Bucks tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum NBA deildarbikarsins en úrslitin fara fram í Las Vegas og hefjast strax annað kvöld. Áður höfðu lið Indiana Pacers og New Orleans Pelicans tryggt sér farseðilinn til Vegas. Lakers þurfti magnaða frammistöðu frá LeBron James og kannski smá sérmeðferð fyrir stigahæsta leikmann sögunnar undir lokin. LeBron James delivered a CLUTCH performance to lead the Lakers to the NBA In-Season Tournament Semifinals 31 PTS11 AST8 REB pic.twitter.com/tMnrahslQW— NBA (@NBA) December 6, 2023 Los Angeles Lakers vann 106-103 sigur á Phoenix Suns í leiknum en LeBron var með 15 af 31 stigi sínu í fjórða leikhlutanum. Hann var einnig með 11 stoðsendingar, 8 fráköst og 5 stolna bolta. Ekki slæmt fyrir mann sem er að fara halda upp á 39 ára afmælið sitt seinna í þessum mánuði. Frank Vogel, þjálfari Phoenix Suns, var aftur á móti mjög ósáttur með leikhlé sem Lebron bað um og fékk á lokasekúndum leiksins þegar leit út fyrir að Lakers liðið væri búið að missa boltann. Lakers fékk hins vegar leikhléið og náði síðan að landa sigrinum. „Það var ekkert dæmt og LeBron sýndi bara í milljónasta skiptið hversu klár hann er,“ sagði Austin Reaves og Kevin Durant, sem skoraði 31 stig fyrir Suns, vildi ekki gera mikið úr atvikinu heldur. Durant klikkaði illa á þriggja stiga skoti í lokin sem hefði komið leiknum í framlengingu. „Þarna fór ekki leikurinn. Þetta er eitt atvik og þetta er 48 mínútna leikur. Ég er ekki hrifinn af því að kvarta yfir dómum,“ sagði Durant. Anthony Davis var með 27 stig og 15 fráköst hjá Lakers og Austin Reaves bætti við 20 stigum. Lakers mætir New Orleans Pelicans í undanúrslitaleiknum. LeBron James shows up in the CLUTCH to give the @Lakers a ticket to the NBA In-Season Tournament Semifinals!Anthony Davis: 27 PTS, 15 REBAustin Reaves: 20 PTS, 6 REB pic.twitter.com/pRM7GVi80z— NBA (@NBA) December 6, 2023 Milwaukee Bucks átti ekki í miklum vandræðum með að ná hinu sætinu því liðið vann 146-122 sigur á New York Knicks. Giannis Antetokounmpo var nálægt þrennunni með 35 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst og Damian Lillard bætti við 28 stigum. Bucks hefur unnið 12 af 13 leikjum sínum á tímabilinu þar sem Lillard skorar að minnsta kosti 25 stig. Bucks liðið raðaði niður þristum en liðið hitti úr 23 af 38 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og endaði leikinn með yfir sextíu prósent skotnýtingu. Það má segja að Knicks liðið hafi hreinlega verið skotið í kaf. Milwaukee Bucks mætir Indiana Pacers í undanúrslitunum. FOUR TEAMS REMAIN... AND THEY ARE ALL HEADED TO VEGAS! The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds continue with the Semifinals on Thursday!Be a part of NBA history! Get your tickets to the semifinals and championship games in Las Vegas this Thursday and Saturday, today. pic.twitter.com/KQ56Kid5z9— NBA (@NBA) December 6, 2023 NBA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira
Áður höfðu lið Indiana Pacers og New Orleans Pelicans tryggt sér farseðilinn til Vegas. Lakers þurfti magnaða frammistöðu frá LeBron James og kannski smá sérmeðferð fyrir stigahæsta leikmann sögunnar undir lokin. LeBron James delivered a CLUTCH performance to lead the Lakers to the NBA In-Season Tournament Semifinals 31 PTS11 AST8 REB pic.twitter.com/tMnrahslQW— NBA (@NBA) December 6, 2023 Los Angeles Lakers vann 106-103 sigur á Phoenix Suns í leiknum en LeBron var með 15 af 31 stigi sínu í fjórða leikhlutanum. Hann var einnig með 11 stoðsendingar, 8 fráköst og 5 stolna bolta. Ekki slæmt fyrir mann sem er að fara halda upp á 39 ára afmælið sitt seinna í þessum mánuði. Frank Vogel, þjálfari Phoenix Suns, var aftur á móti mjög ósáttur með leikhlé sem Lebron bað um og fékk á lokasekúndum leiksins þegar leit út fyrir að Lakers liðið væri búið að missa boltann. Lakers fékk hins vegar leikhléið og náði síðan að landa sigrinum. „Það var ekkert dæmt og LeBron sýndi bara í milljónasta skiptið hversu klár hann er,“ sagði Austin Reaves og Kevin Durant, sem skoraði 31 stig fyrir Suns, vildi ekki gera mikið úr atvikinu heldur. Durant klikkaði illa á þriggja stiga skoti í lokin sem hefði komið leiknum í framlengingu. „Þarna fór ekki leikurinn. Þetta er eitt atvik og þetta er 48 mínútna leikur. Ég er ekki hrifinn af því að kvarta yfir dómum,“ sagði Durant. Anthony Davis var með 27 stig og 15 fráköst hjá Lakers og Austin Reaves bætti við 20 stigum. Lakers mætir New Orleans Pelicans í undanúrslitaleiknum. LeBron James shows up in the CLUTCH to give the @Lakers a ticket to the NBA In-Season Tournament Semifinals!Anthony Davis: 27 PTS, 15 REBAustin Reaves: 20 PTS, 6 REB pic.twitter.com/pRM7GVi80z— NBA (@NBA) December 6, 2023 Milwaukee Bucks átti ekki í miklum vandræðum með að ná hinu sætinu því liðið vann 146-122 sigur á New York Knicks. Giannis Antetokounmpo var nálægt þrennunni með 35 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst og Damian Lillard bætti við 28 stigum. Bucks hefur unnið 12 af 13 leikjum sínum á tímabilinu þar sem Lillard skorar að minnsta kosti 25 stig. Bucks liðið raðaði niður þristum en liðið hitti úr 23 af 38 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og endaði leikinn með yfir sextíu prósent skotnýtingu. Það má segja að Knicks liðið hafi hreinlega verið skotið í kaf. Milwaukee Bucks mætir Indiana Pacers í undanúrslitunum. FOUR TEAMS REMAIN... AND THEY ARE ALL HEADED TO VEGAS! The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds continue with the Semifinals on Thursday!Be a part of NBA history! Get your tickets to the semifinals and championship games in Las Vegas this Thursday and Saturday, today. pic.twitter.com/KQ56Kid5z9— NBA (@NBA) December 6, 2023
NBA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira