Miklir peningar í boði fyrir NBA leikmenn í undanúrslitunum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2023 15:00 Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks eru sigurstranglegir í Las Vegas. AP/Morry Gash NBA deildarbikarkeppnin er nú komin alla leið til Las Vegas borgar þar sem undanúrslitin fara fram í kvöld í nótt. Í boði er vissulega sæti í fyrsta úrslitaleik keppninnar en það er líka miklir peningar í boði fyrir leikmenn liðanna. Báðir undanúrslitaleikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Klukkan tíu í kvöld hefst útsendingin frá leik Indiana Pacers og Milwaukee Bucks en klukkan tvö í nótt hefst síðan leikur New Orleans Pelicans og Los Angeles Lakers. Þrjú af þessum fjórum liðum eru enn ósigruð í keppninni, hafa unnið fimm af fimm leikjum. Það eru Paces, Bucks og Lakers. Pelicans liðið tapaði fyrsta leiknum sínum í keppninni en hefur síðan unnið fjóra leiki í röð. Pelicans' Jose Alvarado says he will give his NBA In-Season Tournament prize money to his daughters https://t.co/E5fbE5bVgg pic.twitter.com/soN7HF11gX— Ron Bohning (@RonBohning) December 6, 2023 Verðlaunaféð er ekki af lakari gerðinni. Leikmenn þessar fjögurra liða hafa þegar tryggt sér hundrað þúsund Bandaríkjadali eða fjórtán milljónir íslenskra króna. Leikmenn liðanna sem fagna sigri í kvöld og nótt eru öruggir með tvö hundruð þúsund dali eða tæpar 28 milljónir króna en leikmenn bikarmeistaranna tryggja sér síðan hálfa milljón Bandaríkjadala hver eða sjötíu milljónir íslenskra króna. Þetta eru kannski engir gríðarlegir peningar fyrir súperstjörnur liðanna en eru upphæðir sem skipta aukaleikarana örugglega miklu máli. Jose Alvarado hjá Pelicans segist sem dæmi ætla að gefa dætrum sínum verðlaunaféð sem hann fær út úr þessu móti. THE SEMIFINALS ARE SET It's all going down in Las Vegas... the first-ever NBA In-Season Tournament Knockout Rounds continue with the Semifinals on Thursday on ESPN and TNT!Be a part of NBA history! Get your tickets to the semifinals and championship games in Las Vegas pic.twitter.com/WRQS4UoPdV— NBA (@NBA) December 6, 2023 NBA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Í boði er vissulega sæti í fyrsta úrslitaleik keppninnar en það er líka miklir peningar í boði fyrir leikmenn liðanna. Báðir undanúrslitaleikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Klukkan tíu í kvöld hefst útsendingin frá leik Indiana Pacers og Milwaukee Bucks en klukkan tvö í nótt hefst síðan leikur New Orleans Pelicans og Los Angeles Lakers. Þrjú af þessum fjórum liðum eru enn ósigruð í keppninni, hafa unnið fimm af fimm leikjum. Það eru Paces, Bucks og Lakers. Pelicans liðið tapaði fyrsta leiknum sínum í keppninni en hefur síðan unnið fjóra leiki í röð. Pelicans' Jose Alvarado says he will give his NBA In-Season Tournament prize money to his daughters https://t.co/E5fbE5bVgg pic.twitter.com/soN7HF11gX— Ron Bohning (@RonBohning) December 6, 2023 Verðlaunaféð er ekki af lakari gerðinni. Leikmenn þessar fjögurra liða hafa þegar tryggt sér hundrað þúsund Bandaríkjadali eða fjórtán milljónir íslenskra króna. Leikmenn liðanna sem fagna sigri í kvöld og nótt eru öruggir með tvö hundruð þúsund dali eða tæpar 28 milljónir króna en leikmenn bikarmeistaranna tryggja sér síðan hálfa milljón Bandaríkjadala hver eða sjötíu milljónir íslenskra króna. Þetta eru kannski engir gríðarlegir peningar fyrir súperstjörnur liðanna en eru upphæðir sem skipta aukaleikarana örugglega miklu máli. Jose Alvarado hjá Pelicans segist sem dæmi ætla að gefa dætrum sínum verðlaunaféð sem hann fær út úr þessu móti. THE SEMIFINALS ARE SET It's all going down in Las Vegas... the first-ever NBA In-Season Tournament Knockout Rounds continue with the Semifinals on Thursday on ESPN and TNT!Be a part of NBA history! Get your tickets to the semifinals and championship games in Las Vegas pic.twitter.com/WRQS4UoPdV— NBA (@NBA) December 6, 2023
NBA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira