LeBron frábær og Lakers í úrslitaleikinn í Vegas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2023 09:31 LeBron James og Anthony Davis fagna sigri Los Angeles Lakers í nótt. AP/Ian Maule LeBron James fór fyrir sínum mönnum í Los Angeles Lakers í nótt þegar liðið tryggði sér sæti í fyrsta úrslitaleik NBA deildarbikarsins en úrslitin fara fram í Las Vegas. Báðir undanúrslitaleikirnir voru í Las Vegas í nótt. Lakers vann sannfærandi 44 stiga sigur á New Orleans Pelicans, 133-89, en í hinum leiknum vann Indiana Pacers óvæntan 128-119 sigur á Milwaukee Bucks. James heldur upp á 39 ára afmælisdaginn sinn eftir nokkrar vikur en það er magnað að sjá kappann enn með yfirburði inn á körfuboltavellinum. LeBron James came out in ATTACK MODE to lead the Lakers to the Championship of the NBA In-Season Tournament 30 PTS / 9-12 FGM / 4-4 3PM / 8 AST / 23 MIN The Lakers and Pacers will meet in the first-ever NBA In-Season Tournament Championship Saturday at 8:30pm/et on ABC! pic.twitter.com/fKZehP4Ko3— NBA (@NBA) December 8, 2023 James var með 30 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst í leiknum. Þetta er hans 21. tímabil í NBA-deildinni. Í leiknum í nótt hitti hann úr 9 af 12 skotum sínum þar af öllum fjórum skotunum fyrir utan þriggja stiga lína. Hann þurfti bara 23 mínútur til að skila þessum tölum. „Við erum að fá tilfinningu fyrir því hvernig lið við þurfum að verða ef við ætlum að vinna körfuboltaleiki, að ná upp stöðugleika. Varnarleikurinn er allur að koma til og ef við verjumst vel þá getum við unnið á hverju kvöldi,“ sagði LeBron James. Þetta var ellefti sigur liðsins í síðustu fimmtán leikjum. Austin Reaves skoraði 17 stig fyrir Lakers og Anthony Davis var með 16 stig og 15 fráköst. Trey Murphy III skoraði mest fyrir Pelicans eða 14 stig en Zion Williamson var bara með 13 stig. LeBron James puts on an impressive and efficient (9/12 FGM) performance as the Lakers get the W and reach the Championship of the NBA In-Season Tournament!Austin Reaves: 17 PTS, 5 REB, 7 ASTAnthony Davis: 16 PTS, 15 REB, 5 ASTPacers-Lakers | Saturday at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/JbZMqXrEnR— NBA (@NBA) December 8, 2023 Tyrese Haliburton hjá Indiana Pacers, er líka að spila frábærlega í þessari í keppni og í nótt var hann með 27 stig og 15 stoðsendingar í sigri Indiana í undanúrslitaleiknum. „Við erum að spila körfubolta eins og á að spila hann og við erum að sjokkera heiminn. Við ætlum að halda því áfram,“ sagði Tyrese Haliburton. Myles Turner var með 26 stig og 10 fráköst, Obi Toppin skoraði 14 stig og Isaiah Jackson var með 11 stig. Tyrese Haliburton would NOT be denied reaching the first-ever NBA In-Season Tournament Championship! 27 PTS 15 AST 0 TOHis 3rd game this season with 25+ PTS, 15+ AST and 0 TO. No other player has more than 1 such game in their CAREER since turnovers were first tracked pic.twitter.com/vWndJ8WIbb— NBA (@NBA) December 8, 2023 Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig og tók 10 fráköst hjá Bucks og Damian Lillard skoraði 24 stig. Khris Middleton var síðan með 20 stig og Brook Lopez skoraði 18 stig. Ekki slæmar tölur hjá byrjunarliðsmönnum Bucks en það voru varamenn Indiana sem gerðu útslagið en liðið vann stigin af bekknum 43-13. Úrslitaleikurinn fer fram eftir miðnætti á laugardagskvöldið að íslenskum tíma og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Only two teams remain... the CHAMPIONSHIP is set The Pacers and Lakers will meet in the NBA In-Season Tournament Championship in Las Vegas Saturday at 8:30pm/et on ABC!Who will hoist the first-ever #NBACup? pic.twitter.com/OuwLqBReI3— NBA (@NBA) December 8, 2023 NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
Báðir undanúrslitaleikirnir voru í Las Vegas í nótt. Lakers vann sannfærandi 44 stiga sigur á New Orleans Pelicans, 133-89, en í hinum leiknum vann Indiana Pacers óvæntan 128-119 sigur á Milwaukee Bucks. James heldur upp á 39 ára afmælisdaginn sinn eftir nokkrar vikur en það er magnað að sjá kappann enn með yfirburði inn á körfuboltavellinum. LeBron James came out in ATTACK MODE to lead the Lakers to the Championship of the NBA In-Season Tournament 30 PTS / 9-12 FGM / 4-4 3PM / 8 AST / 23 MIN The Lakers and Pacers will meet in the first-ever NBA In-Season Tournament Championship Saturday at 8:30pm/et on ABC! pic.twitter.com/fKZehP4Ko3— NBA (@NBA) December 8, 2023 James var með 30 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst í leiknum. Þetta er hans 21. tímabil í NBA-deildinni. Í leiknum í nótt hitti hann úr 9 af 12 skotum sínum þar af öllum fjórum skotunum fyrir utan þriggja stiga lína. Hann þurfti bara 23 mínútur til að skila þessum tölum. „Við erum að fá tilfinningu fyrir því hvernig lið við þurfum að verða ef við ætlum að vinna körfuboltaleiki, að ná upp stöðugleika. Varnarleikurinn er allur að koma til og ef við verjumst vel þá getum við unnið á hverju kvöldi,“ sagði LeBron James. Þetta var ellefti sigur liðsins í síðustu fimmtán leikjum. Austin Reaves skoraði 17 stig fyrir Lakers og Anthony Davis var með 16 stig og 15 fráköst. Trey Murphy III skoraði mest fyrir Pelicans eða 14 stig en Zion Williamson var bara með 13 stig. LeBron James puts on an impressive and efficient (9/12 FGM) performance as the Lakers get the W and reach the Championship of the NBA In-Season Tournament!Austin Reaves: 17 PTS, 5 REB, 7 ASTAnthony Davis: 16 PTS, 15 REB, 5 ASTPacers-Lakers | Saturday at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/JbZMqXrEnR— NBA (@NBA) December 8, 2023 Tyrese Haliburton hjá Indiana Pacers, er líka að spila frábærlega í þessari í keppni og í nótt var hann með 27 stig og 15 stoðsendingar í sigri Indiana í undanúrslitaleiknum. „Við erum að spila körfubolta eins og á að spila hann og við erum að sjokkera heiminn. Við ætlum að halda því áfram,“ sagði Tyrese Haliburton. Myles Turner var með 26 stig og 10 fráköst, Obi Toppin skoraði 14 stig og Isaiah Jackson var með 11 stig. Tyrese Haliburton would NOT be denied reaching the first-ever NBA In-Season Tournament Championship! 27 PTS 15 AST 0 TOHis 3rd game this season with 25+ PTS, 15+ AST and 0 TO. No other player has more than 1 such game in their CAREER since turnovers were first tracked pic.twitter.com/vWndJ8WIbb— NBA (@NBA) December 8, 2023 Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig og tók 10 fráköst hjá Bucks og Damian Lillard skoraði 24 stig. Khris Middleton var síðan með 20 stig og Brook Lopez skoraði 18 stig. Ekki slæmar tölur hjá byrjunarliðsmönnum Bucks en það voru varamenn Indiana sem gerðu útslagið en liðið vann stigin af bekknum 43-13. Úrslitaleikurinn fer fram eftir miðnætti á laugardagskvöldið að íslenskum tíma og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Only two teams remain... the CHAMPIONSHIP is set The Pacers and Lakers will meet in the NBA In-Season Tournament Championship in Las Vegas Saturday at 8:30pm/et on ABC!Who will hoist the first-ever #NBACup? pic.twitter.com/OuwLqBReI3— NBA (@NBA) December 8, 2023
NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira