LeBron frábær og Lakers í úrslitaleikinn í Vegas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2023 09:31 LeBron James og Anthony Davis fagna sigri Los Angeles Lakers í nótt. AP/Ian Maule LeBron James fór fyrir sínum mönnum í Los Angeles Lakers í nótt þegar liðið tryggði sér sæti í fyrsta úrslitaleik NBA deildarbikarsins en úrslitin fara fram í Las Vegas. Báðir undanúrslitaleikirnir voru í Las Vegas í nótt. Lakers vann sannfærandi 44 stiga sigur á New Orleans Pelicans, 133-89, en í hinum leiknum vann Indiana Pacers óvæntan 128-119 sigur á Milwaukee Bucks. James heldur upp á 39 ára afmælisdaginn sinn eftir nokkrar vikur en það er magnað að sjá kappann enn með yfirburði inn á körfuboltavellinum. LeBron James came out in ATTACK MODE to lead the Lakers to the Championship of the NBA In-Season Tournament 30 PTS / 9-12 FGM / 4-4 3PM / 8 AST / 23 MIN The Lakers and Pacers will meet in the first-ever NBA In-Season Tournament Championship Saturday at 8:30pm/et on ABC! pic.twitter.com/fKZehP4Ko3— NBA (@NBA) December 8, 2023 James var með 30 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst í leiknum. Þetta er hans 21. tímabil í NBA-deildinni. Í leiknum í nótt hitti hann úr 9 af 12 skotum sínum þar af öllum fjórum skotunum fyrir utan þriggja stiga lína. Hann þurfti bara 23 mínútur til að skila þessum tölum. „Við erum að fá tilfinningu fyrir því hvernig lið við þurfum að verða ef við ætlum að vinna körfuboltaleiki, að ná upp stöðugleika. Varnarleikurinn er allur að koma til og ef við verjumst vel þá getum við unnið á hverju kvöldi,“ sagði LeBron James. Þetta var ellefti sigur liðsins í síðustu fimmtán leikjum. Austin Reaves skoraði 17 stig fyrir Lakers og Anthony Davis var með 16 stig og 15 fráköst. Trey Murphy III skoraði mest fyrir Pelicans eða 14 stig en Zion Williamson var bara með 13 stig. LeBron James puts on an impressive and efficient (9/12 FGM) performance as the Lakers get the W and reach the Championship of the NBA In-Season Tournament!Austin Reaves: 17 PTS, 5 REB, 7 ASTAnthony Davis: 16 PTS, 15 REB, 5 ASTPacers-Lakers | Saturday at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/JbZMqXrEnR— NBA (@NBA) December 8, 2023 Tyrese Haliburton hjá Indiana Pacers, er líka að spila frábærlega í þessari í keppni og í nótt var hann með 27 stig og 15 stoðsendingar í sigri Indiana í undanúrslitaleiknum. „Við erum að spila körfubolta eins og á að spila hann og við erum að sjokkera heiminn. Við ætlum að halda því áfram,“ sagði Tyrese Haliburton. Myles Turner var með 26 stig og 10 fráköst, Obi Toppin skoraði 14 stig og Isaiah Jackson var með 11 stig. Tyrese Haliburton would NOT be denied reaching the first-ever NBA In-Season Tournament Championship! 27 PTS 15 AST 0 TOHis 3rd game this season with 25+ PTS, 15+ AST and 0 TO. No other player has more than 1 such game in their CAREER since turnovers were first tracked pic.twitter.com/vWndJ8WIbb— NBA (@NBA) December 8, 2023 Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig og tók 10 fráköst hjá Bucks og Damian Lillard skoraði 24 stig. Khris Middleton var síðan með 20 stig og Brook Lopez skoraði 18 stig. Ekki slæmar tölur hjá byrjunarliðsmönnum Bucks en það voru varamenn Indiana sem gerðu útslagið en liðið vann stigin af bekknum 43-13. Úrslitaleikurinn fer fram eftir miðnætti á laugardagskvöldið að íslenskum tíma og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Only two teams remain... the CHAMPIONSHIP is set The Pacers and Lakers will meet in the NBA In-Season Tournament Championship in Las Vegas Saturday at 8:30pm/et on ABC!Who will hoist the first-ever #NBACup? pic.twitter.com/OuwLqBReI3— NBA (@NBA) December 8, 2023 NBA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Báðir undanúrslitaleikirnir voru í Las Vegas í nótt. Lakers vann sannfærandi 44 stiga sigur á New Orleans Pelicans, 133-89, en í hinum leiknum vann Indiana Pacers óvæntan 128-119 sigur á Milwaukee Bucks. James heldur upp á 39 ára afmælisdaginn sinn eftir nokkrar vikur en það er magnað að sjá kappann enn með yfirburði inn á körfuboltavellinum. LeBron James came out in ATTACK MODE to lead the Lakers to the Championship of the NBA In-Season Tournament 30 PTS / 9-12 FGM / 4-4 3PM / 8 AST / 23 MIN The Lakers and Pacers will meet in the first-ever NBA In-Season Tournament Championship Saturday at 8:30pm/et on ABC! pic.twitter.com/fKZehP4Ko3— NBA (@NBA) December 8, 2023 James var með 30 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst í leiknum. Þetta er hans 21. tímabil í NBA-deildinni. Í leiknum í nótt hitti hann úr 9 af 12 skotum sínum þar af öllum fjórum skotunum fyrir utan þriggja stiga lína. Hann þurfti bara 23 mínútur til að skila þessum tölum. „Við erum að fá tilfinningu fyrir því hvernig lið við þurfum að verða ef við ætlum að vinna körfuboltaleiki, að ná upp stöðugleika. Varnarleikurinn er allur að koma til og ef við verjumst vel þá getum við unnið á hverju kvöldi,“ sagði LeBron James. Þetta var ellefti sigur liðsins í síðustu fimmtán leikjum. Austin Reaves skoraði 17 stig fyrir Lakers og Anthony Davis var með 16 stig og 15 fráköst. Trey Murphy III skoraði mest fyrir Pelicans eða 14 stig en Zion Williamson var bara með 13 stig. LeBron James puts on an impressive and efficient (9/12 FGM) performance as the Lakers get the W and reach the Championship of the NBA In-Season Tournament!Austin Reaves: 17 PTS, 5 REB, 7 ASTAnthony Davis: 16 PTS, 15 REB, 5 ASTPacers-Lakers | Saturday at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/JbZMqXrEnR— NBA (@NBA) December 8, 2023 Tyrese Haliburton hjá Indiana Pacers, er líka að spila frábærlega í þessari í keppni og í nótt var hann með 27 stig og 15 stoðsendingar í sigri Indiana í undanúrslitaleiknum. „Við erum að spila körfubolta eins og á að spila hann og við erum að sjokkera heiminn. Við ætlum að halda því áfram,“ sagði Tyrese Haliburton. Myles Turner var með 26 stig og 10 fráköst, Obi Toppin skoraði 14 stig og Isaiah Jackson var með 11 stig. Tyrese Haliburton would NOT be denied reaching the first-ever NBA In-Season Tournament Championship! 27 PTS 15 AST 0 TOHis 3rd game this season with 25+ PTS, 15+ AST and 0 TO. No other player has more than 1 such game in their CAREER since turnovers were first tracked pic.twitter.com/vWndJ8WIbb— NBA (@NBA) December 8, 2023 Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig og tók 10 fráköst hjá Bucks og Damian Lillard skoraði 24 stig. Khris Middleton var síðan með 20 stig og Brook Lopez skoraði 18 stig. Ekki slæmar tölur hjá byrjunarliðsmönnum Bucks en það voru varamenn Indiana sem gerðu útslagið en liðið vann stigin af bekknum 43-13. Úrslitaleikurinn fer fram eftir miðnætti á laugardagskvöldið að íslenskum tíma og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Only two teams remain... the CHAMPIONSHIP is set The Pacers and Lakers will meet in the NBA In-Season Tournament Championship in Las Vegas Saturday at 8:30pm/et on ABC!Who will hoist the first-ever #NBACup? pic.twitter.com/OuwLqBReI3— NBA (@NBA) December 8, 2023
NBA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira