Golden State klúðraði 24 stiga forskoti og er úr leik: Átta liða úrslitin klár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2023 12:01 Stephen Curry klikkaði á lokaskoti leiksins og Golden State verður ekki með í átta liða úrslitunum. AP/Randall Benton Átta liða úrslitin eru nú klár í NBA deildarbikarnum en þetta var endanlega ljóst eftir leiki næturinnar. Þetta er fyrsta árið með þessa nýju bikarkeppni inn á miðju NBA tímabilinu. Liðunum var skipt niður í sex riðla, þrír með liðum úr Vesturdeildinni og þrír með liðum úr Austurdeildinni. Sigurvegari hvers riðils komst áfram sem og eitt lið úr hvorri deild sem var með bestan árangur í öðru sæti. Austan megin þá unnu Indiana Pacers, Milwaukee Bucks og Boston Celtics sína riðla en auk þess komst New York Knicks áfram með bestan árangur í öðru sæti. Pacers og Bucks unnu alla fjóra leiki sína í riðlinum. Boston vann þrjá leiki í sínum riðli eins og bæði Orlando Magic og Brooklyn Nets en Celtics menn voru með bestan árangur í innbyrðis viðureignum liðanna þriggja. The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds begin Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/iaPxSZ0pRr— NBA (@NBA) November 29, 2023 Í átta liða úrslitunum mætast Milwaukee Bucks og New York Knicks annars vegar en Indiana Pacers og Boston Celtics hins vegar. Milwaukee og Indiana verða á heimavelli í þessum leikjum. Vestan megin þá unnu Los Angeles Lakers, New Orleans Pelicans og Sacramento Kings sína riðla en auk þess komst Phoenix Suns áfram með bestan árangur í öðru sæti. Lakers og Kings unnu alla fjóra leiki sína í riðlinum. De'Aaron Fox dropped 29 PTS, 9 REB, and 7 AST as the Kings won West Group C and advanced to the In-Season Tournament Knockout Rounds pic.twitter.com/treWyQ4kVw— NBA (@NBA) November 29, 2023 Golden State Warriors átti möguleika á að tryggja sér fjórða og síðasta sætið og hefði þurft að vinna tólf stiga sigur á Sacramento Kings í nótt. Golden State komst 24 stigum yfir í leiknum en missti niður forskotið og tapaði á endanum leiknum með einu stigi. Warriors liðið er því úr leik. Í átta liða úrslitunum mætast Los Angeles Lakers og Phoenis Suns annars vegar en Sacramento Kings og New Orleans Pelicans hins vegar. Lakers og Sacramento verða á heimavelli í þessum leikjum. Þau lið sem vinna leikina í átta liða úrslitunum tryggja sér sæti á úrslitahelginni í Las Vegas. Átta liða úrslitin verða spiluð 4. og 5. desember en úrslitin verða síðan í Las Vegas frá 7. til 9. desember. THE BRACKET IS SET.The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds tip off with the Quarterfinals on Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/9GgIKrpOU2— NBA (@NBA) November 29, 2023 NBA Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira
Liðunum var skipt niður í sex riðla, þrír með liðum úr Vesturdeildinni og þrír með liðum úr Austurdeildinni. Sigurvegari hvers riðils komst áfram sem og eitt lið úr hvorri deild sem var með bestan árangur í öðru sæti. Austan megin þá unnu Indiana Pacers, Milwaukee Bucks og Boston Celtics sína riðla en auk þess komst New York Knicks áfram með bestan árangur í öðru sæti. Pacers og Bucks unnu alla fjóra leiki sína í riðlinum. Boston vann þrjá leiki í sínum riðli eins og bæði Orlando Magic og Brooklyn Nets en Celtics menn voru með bestan árangur í innbyrðis viðureignum liðanna þriggja. The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds begin Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/iaPxSZ0pRr— NBA (@NBA) November 29, 2023 Í átta liða úrslitunum mætast Milwaukee Bucks og New York Knicks annars vegar en Indiana Pacers og Boston Celtics hins vegar. Milwaukee og Indiana verða á heimavelli í þessum leikjum. Vestan megin þá unnu Los Angeles Lakers, New Orleans Pelicans og Sacramento Kings sína riðla en auk þess komst Phoenix Suns áfram með bestan árangur í öðru sæti. Lakers og Kings unnu alla fjóra leiki sína í riðlinum. De'Aaron Fox dropped 29 PTS, 9 REB, and 7 AST as the Kings won West Group C and advanced to the In-Season Tournament Knockout Rounds pic.twitter.com/treWyQ4kVw— NBA (@NBA) November 29, 2023 Golden State Warriors átti möguleika á að tryggja sér fjórða og síðasta sætið og hefði þurft að vinna tólf stiga sigur á Sacramento Kings í nótt. Golden State komst 24 stigum yfir í leiknum en missti niður forskotið og tapaði á endanum leiknum með einu stigi. Warriors liðið er því úr leik. Í átta liða úrslitunum mætast Los Angeles Lakers og Phoenis Suns annars vegar en Sacramento Kings og New Orleans Pelicans hins vegar. Lakers og Sacramento verða á heimavelli í þessum leikjum. Þau lið sem vinna leikina í átta liða úrslitunum tryggja sér sæti á úrslitahelginni í Las Vegas. Átta liða úrslitin verða spiluð 4. og 5. desember en úrslitin verða síðan í Las Vegas frá 7. til 9. desember. THE BRACKET IS SET.The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds tip off with the Quarterfinals on Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/9GgIKrpOU2— NBA (@NBA) November 29, 2023
NBA Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira