Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Þegar „ó­ró­lega deildin“ gerði byltingu í stærsta fjár­festinga­fé­lagi landsins

Eftir að feðgarnir Árni Oddur og Þórður Magnússon hafa farið með tögl og hagldir í Eyri Invest, kjölfestufjárfesti í Marel sem hefur löngum verið verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni, allt frá stofnun um síðustu aldamót er fjárfestingafélagið nú á tímamótum með uppstokkun í stjórn og brotthvarfi Þórðar sem stjórnarformanns til meira en tuttugu ára. Umdeild fjármögnun Eyris undir lok síðasta árs þegar styrkja þurfti fjárhagsstöðuna reyndist afdrifarík og jók mjög stuðning hluthafa við sjónarmið minni fjárfesta í eigendahópnum, stundum nefndir „órólega deildin“, um að tímabært væri að gera gagngerar breytingar á starfsemi stærsta fjárfestingafélags landsins.

Innherji
Fréttamynd

Metsæta­nýting hjá Icelandair í apríl

Metsætanýting var hjá Icelandair í apríl en heildarfjöldi farþega var um 296 þúsund og um 22 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar farþegar voru 242 þúsund. Sætaframboð í apríl jókst um 17 prósent miðað við fyrra ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Farþegafjöldi í apríl þrefaldaðist á milli ára

Farþegum PLAY fjölgaði mikið í apríl og voru 102.499 talsins, samanborið við 86.661 farþega í mars. Sætanýtingin nam 80,8 prósentum. Hér er um að ræða verulegan vöxt frá sama tíma í fyrra, þegar farþegar voru 36.669 og sætanýtingin 72,4%. Farþegafjöldinn sem næst þrefaldaðist á milli ára. Svo segir í tilkynningu frá Play.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki erf­ið á­kvörð­un að hefj­a við­ræð­ur um sam­ein­ing­u við Kvik­u

Hluti af stefnumótun Íslandsbanka sem samþykkt var í mars var að horfa til vaxtar. Skoða átti tækifæri á sviði trygginga og í eignastýringu. Bankastjóri Íslandsbanka sagði að Kvika ræki tryggingafélag og væri öflugt á sviði eignastýringar. „Það var því ekki erfið ákvörðun að hefja viðræður um sameiningu,“ en Íslandsbanki á ekki tryggingafélag.

Innherji
Fréttamynd

Hrun hjá Marel og feðgarnir töpuðu 7,5 milljörðum

Verð á hluta­bréfum Marel lækkaði í gær um 17,56 prósent og fór markaðs­virði fé­lagsins úr 452 milljörðum niður í 381 milljarð. Eignarhlutur Eyrir Invest, stærsta hlut­hafinn í Marel, rýrnaði um 19,5 milljörða króna  vegna lækkunarinnar. Hlutur tveggja stærsta eig­enda Eyris, feðganna Þórðar Magnús­sonar og Árna Odds Þórðar­sonar rýrnaði um 7,5 milljarða vegna lækkana gær­dagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Markaðurinn tók dýfu eftir vonbrigði með uppgjör Marel og Festi

Úrvalsvísitalan lækkaði í dag um 7,5 prósent, sem er þriðja mesta lækkun vísitölunnar frá fjármálahruni og endurspeglar vonbrigði markaðarins með uppgjör Marels og Festi. Fjárfestar óttast að uppgjörin, sem litast einkum af áhrifum hækkandi vaxta og verðbólgu, kunni að vera vísbending um það sem er í vændum hjá öðrum skráðum félögum.

Innherji
Fréttamynd

Hlut­a­bréf­a­mark­að­ur­inn van­met­inn um 20 prós­ent að með­al­tal­i

Úrvalsvísitalan ætti að ná fyrri hæðum – um 3.400 stig – við áramót ef þróun hlutabréfamarkaðarins verður með svipuðum hætti og í kringum síðustu aldamót. Miðað við reynsluna þá tók það vísitöluna tvö og hálft ár að ná fyrri hæðum eftir umtalsverðar lækkanir. Að meðaltali er markaðurinn vanmetinn um 20 prósent, miðað við hlutabréfagreiningar Jakobsson Capital.

Innherji
Fréttamynd

Snún­ast­i fjórð­ung­ur í versl­un í mann­a minn­um að baki en stað­an fer batn­and­i

Mánuðirnir frá desember til febrúar voru þeir snúnustu í verslunarrekstri sem elstu menn muna. Verðhækkanir voru tíðari og „miklu hærri en við höfum séð áður“. Staðan er þó að „aðeins að batna“, að sögn forstjóra Haga, „tilfinningin er að takturinn í verðhækkunum á matvöru sé að hægjast“. Aðfangaverð er þó enn að hækka en „ekki eins ört og í kringum áramótin.“ 

Innherji
Fréttamynd

„Þetta er að verða þjóð­hags­lega mikil­vægt fyrir­tæki“

Flugfélagið Play hefur verið í mikilli sókn síðustu mánuði og hefur verið að vaxa á gríðarlegum hraða. Ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt í dag en tekjur félagsins tæplega fjórföldust á einu ári. Forstjóri félagsins segist skíthræddur um að félagið vaxi of hratt, en þó er vel passað upp á að það gerist ekki. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Útlánastafli Símans gæti tvöfaldast á þessu ári

Umsvif Símans á lánamarkaði gætu tvöfaldast á þessu ári að mati Orra Haukssonar, forstjóra fjarskiptafélagsins, en velgengni fjártæknilausnarinnar Síminn Pay var ein ástæða fyrir því að vaxtatekjur fyrirtækisins voru hærri en vaxtagjöld á fyrsta fjórðungi ársins. 

Innherji
Fréttamynd

Sjóðstjórar í ólgu­sjó þegar þeim var reitt þungt högg við verð­hrun Al­vot­ech

Íslenskir hlutabréfasjóðir hafa orðið fyrir þungu höggi eftir að gengi Alvotech, sem þar til fyrir skemmstu var verðmætasta fyrirtækið á markaði, hefur fallið um 36 prósent á aðeins sjö  viðskiptadögum. Sjóðir Akta, einkum vogunarsjóðir í stýringu félagsins, höfðu meðal annars byggt upp verulega stöðu á skömmum tíma sem nam vel yfir fimm milljörðum króna daginn áður en tilkynnt var um að FDA myndi ekki veita Alvotech markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir sitt stærsta lyf að svo stöddu. Greining Innherja á umfangi innlendra fjárfesta og sjóða í hluthafahópi Alvotech leiðir meðal annars í ljós að skuldsetning að baki hlutabréfastöðum í félaginu virðist hafa verið fremur hófleg.

Innherji
Fréttamynd

Útlit fyrir bætta afkomu bankanna á grunni stór­aukinna vaxta­tekna

Greinendur telja að rekstur Íslandsbanka muni batna verulega á milli ára á fyrsta ársfjórðunga og sama skapi er útlit fyrir að rekstur Arion banka muni ganga enn betur en fyrir ári. Vaxtatekjur Íslandsbanka hafa aukist mikið síðustu fjórðunga og spá greinendur að sá mikli vöxtur haldi áfram. Því er útlit fyrir að hagnaður stóru viðskiptabankanna tveggja sem skráðir eru í Kauphöll muni aukast á fyrsta ársfjórðungi og að arðsemi eiginfjár verði yfir markmiðum stjórnenda þeirra.

Innherji
Fréttamynd

Bankarnir „reiða sig“ helst til of mikið á evrópska skulda­bréfa­fjár­­festa

Þegar kemur að fjármögnun á erlendum mörkuðum þá hafa íslensku bankarnir að undanförnu gert sér grein fyrir því að þeir eru að treysta of mikið á evrópska fjárfesta, að sögn bankastjóra Arion, sem telur að bankarnir hafi góða sögu að segja og mikilvægt sé reyna ná til breiðari hóps erlendra skuldabréfafjárfesta. Væntingar eru sömuleiðis um að lífeyrissjóðirnir fari að sýna meiri áhuga á að kaupa skuldabréf á bankanna.

Innherji
Fréttamynd

Telur „æski­legt“ að fleiri líf­eyris­sjóðir taki upp sömu á­herslur og Gildi

Stjórnarformaður Gildis, sem hefur iðulega beitt sér gegn því sem sjóðurinn hefur talið vera „óhóflegar“ bónusgreiðslur eða kaupréttarsamningar hjá félögum í Kauphöllinni, kallar eftir því að aðrir lífeyrissjóðir fylgi í sömu fótspor og Gildi. Sjóðurinn taldi ástæðu til að framfylgja hluthafastefnu sinni af „meiri þunga en áður“ á nýafstöðnum aðalfundum skráðra félaga, að hans sögn.

Innherji
Fréttamynd

Neytendastofa slær á fingur Origo

Neytendastofa hefur bannað Origo hf. að nota fullyrðinguna „besta noise cancellation í heimi“ í markaðsefni um Bose heyrnartól sem fyrirtækið selur. Stofnunin taldi gögn sem Origo lagði fram sér til stuðnings ekki ná að sanna jafn afdráttarlausa fullyrðingu og þá sem um ræðir.

Neytendur
Fréttamynd

Hlut­a­bréf­a­grein­and­i töl­u­vert bjart­sýnn­i á rekst­ur Brims nú en við ár­a­mót

Jakobsson Capital er töluvert bjartari fyrir rekstur Brims í ár en greiningarfyrirtækið var fyrir áramót. Loðnuvertíð gekk vel og afli meiri en talið var. Horfur eru á að það háa verð sem býðst fyrir sjávarafurðir haldist hátt lengur en áður var reiknað með í ljósi mikillar hækkunar á öðru matvælaverði. Einnig hefur olíuverð lækkað sem hefur jákvæð áhrif.

Innherji
Fréttamynd

Nýja Airbus A321-þotan flugprófuð í fimbulkulda

Hin nýja langdræga Airbus A321XLR-þota gengst um þessar mundir undir viðamiklar flugprófanir og var hún á dögunum reynd í fimbulkulda. Prófanirnar fóru fram á Iqaluit-flugvellinum við Frobisher-flóa í Norður-Kanada þar sem Airbus segir að frostið hafi farið niður í allt að -40 gráður.

Erlent