Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2024 10:15 Basalt arkitektar sjá um hönnun svæðisins. Basalt Fasteignafélagið Heimar hefur sett af stað umfangsmiklar framkvæmdir í austurenda Smáralindar en þar á að rísa nýtt veitingasvæði. Áætlað er að þrettán veitingastaðir verði opnaðir á þessu nýja svæði í Smáralind fyrir lok árs 2025. Um verður að ræða allt frá skyndibita yfir í fínni veitingastaði sem einnig verða opnir á kvöldin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heimum. Breytingarnar eru sagðar hluti af stefnumörkun Heima um að þróa Smáralind sem kjarna þar sem fólk sæki ólíka afþreyingu, mæli sér mót og eigi notalegar stundir með góðum mat. Veitingasvæðið verður í austurendanum þar sem bíóin eru.Vísir/Vilhelm „Kannanir meðal íbúa og þeirra sem starfa í nágrenni Smáralindar hafa leitt í ljós að eftirspurn er eftir slíkum áfangastað á svæðinu. Miklar breytingar hafa orðið á þeim ríflega tuttugu árum sem Smáralind hefur starfað. Sem dæmi má nefna að tugþúsundir fermetra af atvinnu- og íbúðarhúsnæði hafa verið byggðir á síðustu fimm árum í næsta nágrenni.“ Stefnt er á að hafa nýja veitingasvæðið hlýlegt og glæsilegtBasalt Hönnun nýja veitingasvæðisins er í höndum Basalts arkitekta, sem meðal annars hönnuðu veitingasvæðið Hafnartorg Gallery sem staðsett er í miðbæ Reykjavíkur. „Yfir ein milljón gesta hefur heimsótt það frá opnun þess fyrir tveimur árum síðan. Heimar telja að þessar breytingar geti hjálpað til við að höfða til nýrra viðskiptavinahópa og styrkt tengsl Smáralindar við nærumhverfið. Þá falla þær vel að stefnu Heima um að þróa kjarna þar sem fólk starfar, býr og sækir þjónustu.“ Heimar vilja höfða til nýrra viðskiptavina með þróuninni. Baldur Már Helgason er framkvæmdastjóri viðskipta Heima. „Austurendi Smáralindar hýsti áður Vetrargarðinn og það svæði hefur nánast ekkert verið endurbætt frá upphafi Smáralindar. Við hönnun nýja veitingasvæðisins hefur mikil áhersla verið lögð á að skapa hlýlegt og glæsilegt umhverfi. Með nýja veitingasvæðinu styrkist veitinga- og afþreyingaflóra Smáralindar enn frekar þar sem veitingastöðum í Smáralind fjölgar, úrval veitinga verður fjölbreyttara og mun höfða til ólíkra hópa í mismunandi erindagjörðum, allt frá hröðum og aðgengilegum mat yfir í hágæða matarupplifun.“ Smáralind Kópavogur Veitingastaðir Heimar fasteignafélag Tengdar fréttir Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Eigendur TGI Friday´s hafa samið við veitingamanninn Elís Árnason um kaup á veitingastaðnum Sport & Grill og kaffihúsinu Adesso í Smáralind og hafa tekið við rekstri staðanna. Gert er ráð fyrir því að Friday‘s flytji í húsnæði Sport og grill í Smáralind þegar búið er að breyta rýminu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Helga Magnúsi Hermannssyni framkvæmdastjóra Friday‘s. 14. september 2024 12:05 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heimum. Breytingarnar eru sagðar hluti af stefnumörkun Heima um að þróa Smáralind sem kjarna þar sem fólk sæki ólíka afþreyingu, mæli sér mót og eigi notalegar stundir með góðum mat. Veitingasvæðið verður í austurendanum þar sem bíóin eru.Vísir/Vilhelm „Kannanir meðal íbúa og þeirra sem starfa í nágrenni Smáralindar hafa leitt í ljós að eftirspurn er eftir slíkum áfangastað á svæðinu. Miklar breytingar hafa orðið á þeim ríflega tuttugu árum sem Smáralind hefur starfað. Sem dæmi má nefna að tugþúsundir fermetra af atvinnu- og íbúðarhúsnæði hafa verið byggðir á síðustu fimm árum í næsta nágrenni.“ Stefnt er á að hafa nýja veitingasvæðið hlýlegt og glæsilegtBasalt Hönnun nýja veitingasvæðisins er í höndum Basalts arkitekta, sem meðal annars hönnuðu veitingasvæðið Hafnartorg Gallery sem staðsett er í miðbæ Reykjavíkur. „Yfir ein milljón gesta hefur heimsótt það frá opnun þess fyrir tveimur árum síðan. Heimar telja að þessar breytingar geti hjálpað til við að höfða til nýrra viðskiptavinahópa og styrkt tengsl Smáralindar við nærumhverfið. Þá falla þær vel að stefnu Heima um að þróa kjarna þar sem fólk starfar, býr og sækir þjónustu.“ Heimar vilja höfða til nýrra viðskiptavina með þróuninni. Baldur Már Helgason er framkvæmdastjóri viðskipta Heima. „Austurendi Smáralindar hýsti áður Vetrargarðinn og það svæði hefur nánast ekkert verið endurbætt frá upphafi Smáralindar. Við hönnun nýja veitingasvæðisins hefur mikil áhersla verið lögð á að skapa hlýlegt og glæsilegt umhverfi. Með nýja veitingasvæðinu styrkist veitinga- og afþreyingaflóra Smáralindar enn frekar þar sem veitingastöðum í Smáralind fjölgar, úrval veitinga verður fjölbreyttara og mun höfða til ólíkra hópa í mismunandi erindagjörðum, allt frá hröðum og aðgengilegum mat yfir í hágæða matarupplifun.“
Smáralind Kópavogur Veitingastaðir Heimar fasteignafélag Tengdar fréttir Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Eigendur TGI Friday´s hafa samið við veitingamanninn Elís Árnason um kaup á veitingastaðnum Sport & Grill og kaffihúsinu Adesso í Smáralind og hafa tekið við rekstri staðanna. Gert er ráð fyrir því að Friday‘s flytji í húsnæði Sport og grill í Smáralind þegar búið er að breyta rýminu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Helga Magnúsi Hermannssyni framkvæmdastjóra Friday‘s. 14. september 2024 12:05 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Eigendur TGI Friday´s hafa samið við veitingamanninn Elís Árnason um kaup á veitingastaðnum Sport & Grill og kaffihúsinu Adesso í Smáralind og hafa tekið við rekstri staðanna. Gert er ráð fyrir því að Friday‘s flytji í húsnæði Sport og grill í Smáralind þegar búið er að breyta rýminu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Helga Magnúsi Hermannssyni framkvæmdastjóra Friday‘s. 14. september 2024 12:05