Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 18:59 Ásgeir Jónsson segir útlit fyrir að verðbólga hjaðni hratt næstu misseri en þó sé óvissa í kortunum. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur segir að verði samið um miklar launahækkanir í yfirstandandi kjarasamningum geti það haft skaðleg áhrif . Vísir Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði stýrivexti í í annað skipti í röð í morgun og nú um 0,5 prósentur. Stýrivextir eru nú 8,5 prósent. Nefndin býst við að verðbólga haldi áfram að hjaðna á næstu misserum. Mikið hafi dregið úr hagvexti sem nefndin spáir að verði samanlagt lítill sem enginn á þessu ári. Lækkunarferlið hafið „Við erum að sjá skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna tiltölulega hratt. Við sjáum að Grindavíkuráhrifin svokölluðu, þar sem íbúar Grindavíkur keyptu fasteignir í öðrum sveitarfélögum, eru farin af fasteignamarkaði. Það er að hægja á. Það er mjög jákvætt því stór hluti af þeirri verðbólgu sem við höfum séð er tengd húsnæðiskostnaði,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að lækkunarferlið haldi áfram á næstu misserum. „Ég held að við munum sjá stöðuga og nokkuð myndarlega stýrivaxtahækkun allt næsta ár,“ segir hann. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að búist sé við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósenta markmið bankans árið 2026. Ýmsir óvissuþættir séu þó fram undan eins og aukinn sparnaður heimila sem geti leitt til aukinnar einkaneyslu á næstu misserum sem geti svo haft áhrif á að verðbólga aukist á ný. „Það er mikill sparnaður sem er jákvætt en auðvitað höfum við áhyggjur af því að þegar við slökum á peningalegu aðhaldi að þá muni peningarnir aftur leita út í hagkerfið,“ segir hann. Hækkanir umfram núverandi kjarasamninga geti haft skaðleg áhrif Ásgeir segir að hóflegir kjarasamningar sem voru gerðir í vor hafi haft jákvæð áhrif á verðbólguþróun. Aðspurður um hvort það hefði neikvæð áhrif á þróunina ef kennarar og læknar semja um meiri launahækkanir en í vor svarar hann: Við erum mjög ánægð með þá kjarasamninga sem voru gerðir í vor sem eru til langs tíma og við teljum að þeir skapi langtímastöðugleika. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að komi til mun meiri launahækkanna í yfirstandandi kjarasamningum en samið var um í vor geti það haft afdrifaríkar afleiðingar. „Ég vona svo sannarlega að þarna verði ekki sleginn allt annar taktur en búið er að gera á almenna markaðnum. Það væri til vansa og væri skaðlegt ef samningar sem eru nú að almenna markaðnum myndu flosna upp,“ segir Jón. Kjaramál Seðlabankinn Íslandsbanki Kennaraverkfall 2024 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði stýrivexti í í annað skipti í röð í morgun og nú um 0,5 prósentur. Stýrivextir eru nú 8,5 prósent. Nefndin býst við að verðbólga haldi áfram að hjaðna á næstu misserum. Mikið hafi dregið úr hagvexti sem nefndin spáir að verði samanlagt lítill sem enginn á þessu ári. Lækkunarferlið hafið „Við erum að sjá skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna tiltölulega hratt. Við sjáum að Grindavíkuráhrifin svokölluðu, þar sem íbúar Grindavíkur keyptu fasteignir í öðrum sveitarfélögum, eru farin af fasteignamarkaði. Það er að hægja á. Það er mjög jákvætt því stór hluti af þeirri verðbólgu sem við höfum séð er tengd húsnæðiskostnaði,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að lækkunarferlið haldi áfram á næstu misserum. „Ég held að við munum sjá stöðuga og nokkuð myndarlega stýrivaxtahækkun allt næsta ár,“ segir hann. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að búist sé við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósenta markmið bankans árið 2026. Ýmsir óvissuþættir séu þó fram undan eins og aukinn sparnaður heimila sem geti leitt til aukinnar einkaneyslu á næstu misserum sem geti svo haft áhrif á að verðbólga aukist á ný. „Það er mikill sparnaður sem er jákvætt en auðvitað höfum við áhyggjur af því að þegar við slökum á peningalegu aðhaldi að þá muni peningarnir aftur leita út í hagkerfið,“ segir hann. Hækkanir umfram núverandi kjarasamninga geti haft skaðleg áhrif Ásgeir segir að hóflegir kjarasamningar sem voru gerðir í vor hafi haft jákvæð áhrif á verðbólguþróun. Aðspurður um hvort það hefði neikvæð áhrif á þróunina ef kennarar og læknar semja um meiri launahækkanir en í vor svarar hann: Við erum mjög ánægð með þá kjarasamninga sem voru gerðir í vor sem eru til langs tíma og við teljum að þeir skapi langtímastöðugleika. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að komi til mun meiri launahækkanna í yfirstandandi kjarasamningum en samið var um í vor geti það haft afdrifaríkar afleiðingar. „Ég vona svo sannarlega að þarna verði ekki sleginn allt annar taktur en búið er að gera á almenna markaðnum. Það væri til vansa og væri skaðlegt ef samningar sem eru nú að almenna markaðnum myndu flosna upp,“ segir Jón.
Kjaramál Seðlabankinn Íslandsbanki Kennaraverkfall 2024 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira