Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar 13. nóvember 2024 08:02 Íslenskir fjölmiðlar standa frammi fyrir áskorun sem hefur ekki einungis áhrif á fjölmiðlana sjálfa heldur samfélagið allt. Ólögleg dreifing og endursala sjónvarpsefnis er orðin veruleg ógn við afkomu og framþróun í fjölmiðlaiðnaðinum. Nýleg könnun sýnir að um 30% Íslendinga nota ólöglegar leiðir til að horfa á sjónvarpsefni og í yngri aldurshópum er þetta nærri 60%. Ólögleg dreifing á efni er nefnilega glæpur. Eins og kollegi minn úr sjónvarpiðnaðinum benti á má líkja þjófnum (ólöglega endursalanum) við sníkjudýr. Sníkjudýr nærast á hýslinum sínum og draga úr honum allan mátt. Þannig er það með ólöglega efnisdreifingu, sem nærist á þjónustuveitendum sem löglega framleiða, dreifa og sýna efni. Fyrirtæki sem framleiða og dreifa löglegu efni eru háð tekjum til að endurfjárfesta í nýrri tækni, hæfileikum og hugmyndum. Þegar þessar tekjur rýrna umtalsvert vegna ólöglegrar dreifingar á þjónustu, minnka möguleikar þeirra til að halda uppi fjölbreyttu og menningartengdu efni fyrir neytendur. Þegar notendur velja að horfa á ólöglega dreift efni í stað þess að greiða fyrir löglega þjónustu, skerða þeir þessar tekjur og grafa undan möguleikum til nýsköpunar og framþróunar í greininni. Áhrifin af þjófnaðinum eru víðtæk og alvarleg – bæði fyrir iðnaðinn sjálfan og fyrir samfélagið í heild. Efnahagsleg áhrif eru augljós. Þjófurinn svíkur ríkið um skatttekjur og dregur úr atvinnutækifærum bæði í fjölmiðlum og í tengdum greinum. Þetta eru fjármunir sem skila sér ekki til skattayfirvalda. Ólögleg dreifingveldur einnig samfélagslegum skaða. Almenningur áttar sig mögulega ekki á því en með kaupum á ólöglegri þjónustu stuðlar hann í sumum tilfellum að skipulagðri glæpastarfsemi. Hinn ólöglegi ávinningur fer efst í píramídann en þar fyrir neðan má finna mansal og peningaþvætti. Þegar almenningur notar ólöglegt efni, er hann ekki aðeins að fjármagna skipulagða glæpastarfsemi heldur setur sig í alvarlega öryggisáhættu. Ólöglegt efni getur enda borið með sér vírusa, spilliforrit og þjófnað á persónuupplýsingum notandans. Sameiginlega þurfum við sem þjóð að taka ábyrgð og berjast gegn þessari ógn. Til þess þurfum við tvíþætta nálgun. Fyrst og fremst er nauðsynlegt að upplýsa almenning um þær hættur sem fylgja því að nýta sér ólöglega dreifingu efnis. Sem dæmi má nefna að stuldur á íþróttaefni hefur bein áhrif á fjárhag íþróttafélaga, sem fá dýrmætar tekjur af sölu á sýningarréttum til fjölmiðla. Samkvæmt ársreikningi KSÍ fóru rúmlega 216 milljónir króna til barna- og unglingastarfs á síðasta ári. Þessi upphæð er 9% lægri en árið áður. Notendur og endursöluaðilar af íslensku íþróttasjónvarpsefni sem er dreift ólöglega eru að skaða íþróttastarfið sem þessi aðildarfélög standa fyrir. Fjölmiðlar hafa færri krónur til skiptanna þegar kemur að greiðslu til íþróttafélaga fyrir efnisréttindi. Þetta kemur því með beinum hætti niður á íþróttastarfi yngri flokka viðkomandi íþróttagreina. Í öðru lagi þarf að taka harðar á glæpamönnum sem standa að ólöglegri dreifingu og endursölu efnis og senda skýr skilaboð til þeirra sem nýta sér slíka þjónustu. Við hjá Sýn höfum ásamt NCP (Nordic Content Protection) unnið markvisst að því að stöðva ólöglega dreifingu og endursölu sjónvarpsefnis. Með öflugri samvinnu höfum við nú þegar náð mikilvægum áföngum og eru dæmi um nýlegar sakfellingar sem sýna að við höfum „tennur“ í þessari baráttu. Þetta er þó eingöngu byrjunin. Til að ná varanlegum árangri þurfum við víðtækari samvinnu milli einkageirans, lögregluyfirvalda, stjórnvalda og löggjafans. Styrkja þarf gildandi lög og refsiaðgerðir þegar kemur að höfunda- og hugverkarétti. Sýn kallar á þátttöku hagsmunaaðila frá stjórnvöldum, atvinnulífinu og almenningi til að koma á breytingum. Við verðum öll að taka ábyrgð á því að vernda iðnaðinn og samfélagið gegn þeirri eyðileggingu sem ólögleg dreifing og endursala hugverkavarins efnis getur valdið. Höfundur er forstjóri Sýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Sýn Herdís Dröfn Fjeldsted Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Sjá meira
Íslenskir fjölmiðlar standa frammi fyrir áskorun sem hefur ekki einungis áhrif á fjölmiðlana sjálfa heldur samfélagið allt. Ólögleg dreifing og endursala sjónvarpsefnis er orðin veruleg ógn við afkomu og framþróun í fjölmiðlaiðnaðinum. Nýleg könnun sýnir að um 30% Íslendinga nota ólöglegar leiðir til að horfa á sjónvarpsefni og í yngri aldurshópum er þetta nærri 60%. Ólögleg dreifing á efni er nefnilega glæpur. Eins og kollegi minn úr sjónvarpiðnaðinum benti á má líkja þjófnum (ólöglega endursalanum) við sníkjudýr. Sníkjudýr nærast á hýslinum sínum og draga úr honum allan mátt. Þannig er það með ólöglega efnisdreifingu, sem nærist á þjónustuveitendum sem löglega framleiða, dreifa og sýna efni. Fyrirtæki sem framleiða og dreifa löglegu efni eru háð tekjum til að endurfjárfesta í nýrri tækni, hæfileikum og hugmyndum. Þegar þessar tekjur rýrna umtalsvert vegna ólöglegrar dreifingar á þjónustu, minnka möguleikar þeirra til að halda uppi fjölbreyttu og menningartengdu efni fyrir neytendur. Þegar notendur velja að horfa á ólöglega dreift efni í stað þess að greiða fyrir löglega þjónustu, skerða þeir þessar tekjur og grafa undan möguleikum til nýsköpunar og framþróunar í greininni. Áhrifin af þjófnaðinum eru víðtæk og alvarleg – bæði fyrir iðnaðinn sjálfan og fyrir samfélagið í heild. Efnahagsleg áhrif eru augljós. Þjófurinn svíkur ríkið um skatttekjur og dregur úr atvinnutækifærum bæði í fjölmiðlum og í tengdum greinum. Þetta eru fjármunir sem skila sér ekki til skattayfirvalda. Ólögleg dreifingveldur einnig samfélagslegum skaða. Almenningur áttar sig mögulega ekki á því en með kaupum á ólöglegri þjónustu stuðlar hann í sumum tilfellum að skipulagðri glæpastarfsemi. Hinn ólöglegi ávinningur fer efst í píramídann en þar fyrir neðan má finna mansal og peningaþvætti. Þegar almenningur notar ólöglegt efni, er hann ekki aðeins að fjármagna skipulagða glæpastarfsemi heldur setur sig í alvarlega öryggisáhættu. Ólöglegt efni getur enda borið með sér vírusa, spilliforrit og þjófnað á persónuupplýsingum notandans. Sameiginlega þurfum við sem þjóð að taka ábyrgð og berjast gegn þessari ógn. Til þess þurfum við tvíþætta nálgun. Fyrst og fremst er nauðsynlegt að upplýsa almenning um þær hættur sem fylgja því að nýta sér ólöglega dreifingu efnis. Sem dæmi má nefna að stuldur á íþróttaefni hefur bein áhrif á fjárhag íþróttafélaga, sem fá dýrmætar tekjur af sölu á sýningarréttum til fjölmiðla. Samkvæmt ársreikningi KSÍ fóru rúmlega 216 milljónir króna til barna- og unglingastarfs á síðasta ári. Þessi upphæð er 9% lægri en árið áður. Notendur og endursöluaðilar af íslensku íþróttasjónvarpsefni sem er dreift ólöglega eru að skaða íþróttastarfið sem þessi aðildarfélög standa fyrir. Fjölmiðlar hafa færri krónur til skiptanna þegar kemur að greiðslu til íþróttafélaga fyrir efnisréttindi. Þetta kemur því með beinum hætti niður á íþróttastarfi yngri flokka viðkomandi íþróttagreina. Í öðru lagi þarf að taka harðar á glæpamönnum sem standa að ólöglegri dreifingu og endursölu efnis og senda skýr skilaboð til þeirra sem nýta sér slíka þjónustu. Við hjá Sýn höfum ásamt NCP (Nordic Content Protection) unnið markvisst að því að stöðva ólöglega dreifingu og endursölu sjónvarpsefnis. Með öflugri samvinnu höfum við nú þegar náð mikilvægum áföngum og eru dæmi um nýlegar sakfellingar sem sýna að við höfum „tennur“ í þessari baráttu. Þetta er þó eingöngu byrjunin. Til að ná varanlegum árangri þurfum við víðtækari samvinnu milli einkageirans, lögregluyfirvalda, stjórnvalda og löggjafans. Styrkja þarf gildandi lög og refsiaðgerðir þegar kemur að höfunda- og hugverkarétti. Sýn kallar á þátttöku hagsmunaaðila frá stjórnvöldum, atvinnulífinu og almenningi til að koma á breytingum. Við verðum öll að taka ábyrgð á því að vernda iðnaðinn og samfélagið gegn þeirri eyðileggingu sem ólögleg dreifing og endursala hugverkavarins efnis getur valdið. Höfundur er forstjóri Sýnar.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun