Innlent

Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag

Kristján Már Unnarsson skrifar
Fyrsta flugtakið í Hamborg í dag.
Fyrsta flugtakið í Hamborg í dag. Icelandair/Airbus

Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í í Þýskalandi í dag. Flugvélin, af gerðinni Airbus A321neo, hóf sig til flugs laust eftir hádegi að staðartíma.

Stefnt er að því að flugvélin verði afhent Icelandair mánudaginn 2. desember næstkomandi við athöfn í Hamborg. Henni verður síðan flogið til Íslands daginn eftir og áformað að hún lendi á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag þriðjudaginn 3. desember.

Hjólin sett upp í fyrsta sinn á flugi.Icelandair/Airbus

Airbus-þotan er enn á þýsku skrásetningarnúmeri. Þegar forráðamenn Icelandair taka við henni fær hún íslensku skrásetninguna TF-IAA. 187 farþegasæti verða um borð, álíka og í Boeing 757 200-þotum Icelandair.

Airbus-þotan lent að loknu fyrsta reynsluflugi.Icelandair/Airbus

Icelandair á von á fjórum slíkum þotum í flotann fyrir næsta sumar. Félagið leigir þessar þotur þar til það fær nýjustu og langdrægustu tegundina af A321-línunni, XLR-gerðina, eftir fimm ár.

Flugvélin tekur flugið í dag.Icelandair/Airbus

Tengdar fréttir

Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun

Fyrsta Airbus-þotan, sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Þotan er af gerðinni Airbus A321 LR og fær skráningarstafina TF-IAA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×