Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Burðar­dýr í flug­vél Play „fríkaði út“

Lenda þurfti farþegaflugvél Play á leiðinni frá Spáni til Íslands á Írlandi í nótt vegna bráðra veikinda farþega. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að farþeginn hafi verið burðardýr með fíkniefni innvortis.

Innlent
Fréttamynd

Þegar Þor­valdur í Síld og fisk varð ör­laga­valdur Loft­leiða

Þorvaldur Guðmundsson athafnamaður, oftast kenndur við Síld og fisk, reyndist örlagavaldur í rekstri Loftleiða árið 1959. Grétar Br. Kristjánsson, sonur þáverandi stjórnarformanns Loftleiða, Kristjáns Guðlaugssonar, segir að Þorvaldur hafi sem stjórnarformaður Verzlunarsparisjóðsins, síðar Verslunarbankans, tryggt nauðsynleg lán til að Loftleiðir gætu keypt Douglas DC 6B-flugvélarnar sem urðu grunnurinn að velgengni flugfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt hitamet slegið á Egils­stöðum

Nýtt landshitamet í maímánuði var slegið á Egilsstaðaflugvelli í dag þar sem hiti mældist 25,8°C fyrr í dag. Hitametið var áður 25,6°C og var sett á Vopnafirði þann 26.maí 1992.

Veður
Fréttamynd

Flug­leiðir á barmi gjald­þrots gátu ekki haldið Cargolux

Flugleiðir voru á barmi gjaldþrots og höfðu engin tök á að halda þriðjungshlut sínum í Cargolux fyrir fjörutíu árum. Þetta er meginástæða þess að Íslendingar misstu tökin á frakflugfélaginu í Lúxemborg, að mati eins helsta valdamanns Flugleiða á þeim tíma.

Innlent
Fréttamynd

Helsti valda­maður flugsins var oftast utan sviðsljóssins

Hann var einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið og sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða. Hann stóð þó utan sviðsljóssins þrátt fyrir að hafa allan sinn starfsferil jafnframt verið einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkja­for­seti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“

Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur undirbúið lögfræðiálit um að forseti þeirra megi þiggja lúxusþotu sem er metin á milljarða króna að gjöf frá emírnum í Katar þrátt fyrir að stjórnarskrá banni að forseti taki við gjöfum eða mútum frá erlendum ríkjum. Forsetinn sjálfur er áfjáður í að þiggja þotuna.

Erlent
Fréttamynd

Ríkið eignast hlut í Norwegian

Norska ríkið mun eignast hlut í norska flugfélaginu Norwegian og mun fara með 6,37% hlutafjár í félaginu þegar viðskiptin hafa gengið í gegn. Í heimsfaraldri covid-19 veitti ríkið flugfélaginu neyðarlán en í stað þess að félagið greiði lánið til baka að fullu fær ríkið hlut í fyrirtækinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Icelandair hættir rekstri stærstu flug­véla sinna

Ráðamenn Icelandair hafa tekið þá ákvörðun að hætta breiðþoturekstri og nota eingöngu mjóþotur í millilandafluginu. Þá er framundan að ákveða hvort aðeins verði reknar Airbus-þotur eða hvort Boeing Max-þoturnar verði áfram í flotanum.

Innlent
Fréttamynd

Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi

Það getur kostað ríflega 20 prósent meira að skipta gjaldeyri hjá fyrirtækinu Change Group, sem er með aðstöðu í Leifstöð, en það myndi kosta að skipta sama gjaldeyri í útibúi íslenskra banka. Þannig sýnir nýlegt dæmi að viðskiptavinur hefði getað fengið rúmum tíu þúsund krónum meira í sinn hlut með því að skipta gjaldeyri í útibúi í bænum frekar en í Leifsstöð.

Neytendur
Fréttamynd

„Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viður­kenna mis­tök”

„Gróskuhugarfarið tel ég mjög mikilvægt í þessari vegferð. Því við vitum ekki svörin nema með því að prófa okkur áfram, með þá nálgun og hugarfar á öllum stigum að klárlega gerum við mistök á leiðinni sem við þurfum þá að læra af,” segir Þórir Ólafsson, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá Icelandair.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Far­þegum fjölgaði um 24 prósent í apríl

Icelandair flutti 381 þúsund farþega í apríl, 24 prósent fleiri en í apríl 2024. Það sem af er ári hefur félagið flutt yfir 1,2 milljón farþega. Í mánuðinum voru 29 prósent farþega á leið til landsins, 19 prósent frá landinu, 47 prósent voru tengifarþegar og fimm prósent ferðuðust innanlands. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Icelandair.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Rán um há­bjartan dag“ kom ekki á ó­vart

Sonur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi ráðherra og formanns Samfylkingarinnar, tapaði hátt í fimmtán þúsund krónum við að skipta erlendum gjaldeyri í Leifsstöð á dögunum. Fjármálaráðgjafi segir dæmið því miður ekki koma á óvart þar sem algengt sé að slæm kjör bjóðist í hraðbönkum og hjá gjaldeyrismiðlurum á fjölförnum ferðamannastöðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Í markaðs­hag­kerfi þurfa menn bara að synda“

Fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum sem selja vörur til Fríhafnarinnar. Þeir hafa lýst miklum áhyggjum vegna nýs rekstraraðila, sem hefur krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Ráðherra segir að í markaðshagkerfi þurfi menn bara að synda.

Viðskipti innlent