Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

Smá­sál vermir stól for­seta lýð­veldisins

Það fer um mig hrollur að fyrsta framlag ríkisstjórnarinnar til „friðar” í Úkraníu hafi verið að leggja til Íslenska flugvél undir vopnaflutninga. Með þeirri aðgerð tók Ísland beinan þátt í styrjöld sem var svo trompað í Silfri RÚV af forseta sem gengur nú erinda vopnaframleiðenda eins og ég sagði í aðdraganda forsetakosninga að hann myndi gera á örlagastundu ef kjörinn í embætti.

Skoðun
Fréttamynd

Vinnum að friði!

Á níunda áratug síðustu aldar var veröldin á heljarþröm. Risaveldin kepptust við að stækka vopnabúr sín og óttast var að heimsstyrjöld gæti brotist út, jafnvel bara fyrir mistök eða misskilnings.

Skoðun
Fréttamynd

Tugir fallið í borgum Úkraínu í dag

Tugir hafa fallið í stórskotaliðs- og eldflaugaárásum Rússa á borgir í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Rússar hóta að hætta útflutningi á gasi til Þýskalands og annarra evrópuríkja. Bandaríkjaforseti tilkynnti um bann á innflutningi á olíu frá Rússlandi í dag og Bretar ætla að þynna innflutninginn út á árinu. Um tvær milljónir manna hafa flúið Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Eiga von á að Biden banni innflutning á olíu frá Rússlandi

Fastlega er gert ráð fyrir að innflutningsbann á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi verði hluti af næsta efnahagsþvinganapakka Bandaríkjastjórnar vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem kynntur verður í dag. Blaðamannafundur Joe Biden Bandaríkjaforseta hefst klukkan 15:45.

Erlent
Fréttamynd

Þorir ekki á flótta með níræða ömmu sína

Anastasiia Komlikova ákvað að halda kyrru fyrir í Úkraínu þegar sprengjuregnið hófst aðfararnótt fimmtudagsins 24. febrúar því hún taldi víst að amma hennar myndi ekki þola ferðalagið að landamærunum.

Erlent
Fréttamynd

Þú getur hjálpað úkraínskum konum

Það að hafa aðeins fáeinar mínútur til að ákveða hvort betra sé að flýja heimilið sitt vegna yfirvofandi innrásar í landið sem maður býr í eða vera um kyrrt eru aðstæður sem fæst okkar tengja við.

Skoðun
Fréttamynd

Vaxtahækkanir áfram á dagskrá nema stríðið vindi upp á sig

Óljóst er hvort efnahagslegar afleiðingar af stríðinu í Úkraínu, einkum miklar hækkanir á hrávöruverði, muni hægja á vaxtahækkunarferli Seðlabanka Íslands þegar upp er staðið. Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, bendir á að verðbólguhorfur hafi versnað umtalsvert og enn sé útlit fyrir að hagvöxtur verði þokkalegur á þessu ári.

Innherji