Vaktin: Stórskotalið Rússa tíu sinnum öflugara Bjarki Sigurðsson og Samúel Karl Ólason skrifa 13. júní 2022 07:45 Rússar eru sagðir hafa safnað saman öllu sínu stórskotaliði í Donbas. Getty/Leon Klein Úkraínumenn hafa náð að opna tvær leiðir, í gegnum Rúmeníu og Pólland, þar sem þeir flytja korn sem hefur setið í höfnum landsins síðan innrás Rússa hófst. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Valeriy Zaluzhny, yfirmaður herafla Úkraínu, segir yfirburði Rússa þegar kemur að stórskotaliði vera gífurlega. Wikimedia Foundation, sem á og rekur Wikipedia, hefur áfrýjað úrskurði rússnesks dómstóls um að fjarlægja eigi upplýsingar um innrás Rússa í Úkraínu af vefnum. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja fólk eiga rétt á því að vita sannleikann um stríðið í Úkraínu. Baráttan um Donbas gæti haft gífurleg áhrif á framvindu innrásar Rússa í Úkraínu. Harðir bardagar hafa geysað þar frá því innrásin hófst í febrúar. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi í forsetaembætti Úkraínu, segir ríkið þurfa að miklu magni þungavopna að halda. Það sé nauðsynlegt svo hægt sé að binda enda á innrás Rússa. Rússar hafa fengið 93 milljarði greidda fyrir jarðefnaeldsneyti síðan þeir réðust inn í Úkraínu. Meirihluti eldsneytisins hefur verið seldur til ríkja innan Evrópusambandsins. Enn er ekki búið að sækja lík hermanna sem létust við að verja Azovstal-stálverið. Amnesty International sakar Rússa um stríðsglæpi í Karkív. Samkvæmt samtökunum hafa hundruð óbreyttra borgara fallið í skotárásum Rússa í borginni. Rússar segjast hafa sprengt stóra geymslu í borginni Ternopil með vopnum frá Evrópu og Bandaríkjunum. Úkraínumenn segja þó engin vopn hafa verið í geymslunni en að margar byggingar hafi eyðilagst í árásinni.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Valeriy Zaluzhny, yfirmaður herafla Úkraínu, segir yfirburði Rússa þegar kemur að stórskotaliði vera gífurlega. Wikimedia Foundation, sem á og rekur Wikipedia, hefur áfrýjað úrskurði rússnesks dómstóls um að fjarlægja eigi upplýsingar um innrás Rússa í Úkraínu af vefnum. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja fólk eiga rétt á því að vita sannleikann um stríðið í Úkraínu. Baráttan um Donbas gæti haft gífurleg áhrif á framvindu innrásar Rússa í Úkraínu. Harðir bardagar hafa geysað þar frá því innrásin hófst í febrúar. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi í forsetaembætti Úkraínu, segir ríkið þurfa að miklu magni þungavopna að halda. Það sé nauðsynlegt svo hægt sé að binda enda á innrás Rússa. Rússar hafa fengið 93 milljarði greidda fyrir jarðefnaeldsneyti síðan þeir réðust inn í Úkraínu. Meirihluti eldsneytisins hefur verið seldur til ríkja innan Evrópusambandsins. Enn er ekki búið að sækja lík hermanna sem létust við að verja Azovstal-stálverið. Amnesty International sakar Rússa um stríðsglæpi í Karkív. Samkvæmt samtökunum hafa hundruð óbreyttra borgara fallið í skotárásum Rússa í borginni. Rússar segjast hafa sprengt stóra geymslu í borginni Ternopil með vopnum frá Evrópu og Bandaríkjunum. Úkraínumenn segja þó engin vopn hafa verið í geymslunni en að margar byggingar hafi eyðilagst í árásinni.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Nýja hurðin sprakk upp Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Fleiri fréttir Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira