Vaktin: Stórskotalið Rússa tíu sinnum öflugara Bjarki Sigurðsson og Samúel Karl Ólason skrifa 13. júní 2022 07:45 Rússar eru sagðir hafa safnað saman öllu sínu stórskotaliði í Donbas. Getty/Leon Klein Úkraínumenn hafa náð að opna tvær leiðir, í gegnum Rúmeníu og Pólland, þar sem þeir flytja korn sem hefur setið í höfnum landsins síðan innrás Rússa hófst. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Valeriy Zaluzhny, yfirmaður herafla Úkraínu, segir yfirburði Rússa þegar kemur að stórskotaliði vera gífurlega. Wikimedia Foundation, sem á og rekur Wikipedia, hefur áfrýjað úrskurði rússnesks dómstóls um að fjarlægja eigi upplýsingar um innrás Rússa í Úkraínu af vefnum. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja fólk eiga rétt á því að vita sannleikann um stríðið í Úkraínu. Baráttan um Donbas gæti haft gífurleg áhrif á framvindu innrásar Rússa í Úkraínu. Harðir bardagar hafa geysað þar frá því innrásin hófst í febrúar. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi í forsetaembætti Úkraínu, segir ríkið þurfa að miklu magni þungavopna að halda. Það sé nauðsynlegt svo hægt sé að binda enda á innrás Rússa. Rússar hafa fengið 93 milljarði greidda fyrir jarðefnaeldsneyti síðan þeir réðust inn í Úkraínu. Meirihluti eldsneytisins hefur verið seldur til ríkja innan Evrópusambandsins. Enn er ekki búið að sækja lík hermanna sem létust við að verja Azovstal-stálverið. Amnesty International sakar Rússa um stríðsglæpi í Karkív. Samkvæmt samtökunum hafa hundruð óbreyttra borgara fallið í skotárásum Rússa í borginni. Rússar segjast hafa sprengt stóra geymslu í borginni Ternopil með vopnum frá Evrópu og Bandaríkjunum. Úkraínumenn segja þó engin vopn hafa verið í geymslunni en að margar byggingar hafi eyðilagst í árásinni.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Valeriy Zaluzhny, yfirmaður herafla Úkraínu, segir yfirburði Rússa þegar kemur að stórskotaliði vera gífurlega. Wikimedia Foundation, sem á og rekur Wikipedia, hefur áfrýjað úrskurði rússnesks dómstóls um að fjarlægja eigi upplýsingar um innrás Rússa í Úkraínu af vefnum. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja fólk eiga rétt á því að vita sannleikann um stríðið í Úkraínu. Baráttan um Donbas gæti haft gífurleg áhrif á framvindu innrásar Rússa í Úkraínu. Harðir bardagar hafa geysað þar frá því innrásin hófst í febrúar. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi í forsetaembætti Úkraínu, segir ríkið þurfa að miklu magni þungavopna að halda. Það sé nauðsynlegt svo hægt sé að binda enda á innrás Rússa. Rússar hafa fengið 93 milljarði greidda fyrir jarðefnaeldsneyti síðan þeir réðust inn í Úkraínu. Meirihluti eldsneytisins hefur verið seldur til ríkja innan Evrópusambandsins. Enn er ekki búið að sækja lík hermanna sem létust við að verja Azovstal-stálverið. Amnesty International sakar Rússa um stríðsglæpi í Karkív. Samkvæmt samtökunum hafa hundruð óbreyttra borgara fallið í skotárásum Rússa í borginni. Rússar segjast hafa sprengt stóra geymslu í borginni Ternopil með vopnum frá Evrópu og Bandaríkjunum. Úkraínumenn segja þó engin vopn hafa verið í geymslunni en að margar byggingar hafi eyðilagst í árásinni.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem get fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira