Rússneskt herskip sigldi í tvígang inn í danska landhelgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2022 13:53 Rússneskt herskip sigldi inn í danska landhelgi í nótt og í morgun. Þetta er ekki fyrsta sinn sem rússnesk skip ggera það án leyfis en á myndinni má sjá staðsetningu rússnesks herskips á vefsíðunni Marine Traffic sem sigldi inn í danska landhelgi án leyfis í lok janúar 2021. Getty/Jens Büttner Rússneskt herskip sigldi í tvígang inn í danska landhelgi í nótt og í morgun. Skipið var á siglingu í norðurhluta Eystrasaltsins nærri dönsku eyjunni Bornholm. Samkvæmt tilkynningu frá danska hernum var fjöldi danskra þingmanna og athafnafólks á eyjunni vegna lýðræðishátíðar sem fer þar fram um helgina. Rússneska herskipið sigldi inn í landhelgi Danmerkur án leyfis klukkan 00:30 í nótt að íslenskum tíma og aftur nokkrum klukkustundum síðar. Þetta segir danski herinn í tilkynningu. Skipið yfirgaf landhelgina eftir að danski herinn náði við það sambandi. Dönsk yfirvöld segja atvikið „óásættanlega ögrun.“ „Einstaklega óábyrg, viðbjóðsleg og algjörlega óásættanleg rússnesk ögrun á miðri #fmdk,“ skrifaði Jeppe Kofod utanríkisráðherra Danmerkur í tísti og vísaði þar til Lýðræðishátíðar Danmerkur. Hátíðin er haldin ár hvert og hátt settir embættismenn mæta á hana, þar á meðal Kofod og Mette Frederiksen forsætisráðherra. „Eineltistilburðir duga ekki gegn Danmörku,“ skrifaði Kofod og bætti við að rússneski sendiherrann hafi verið boðaður til fundar vegna atviksins. Et russisk militærfartøj har i nat to gange krænket dansk territorialfarvandEn dybt uansvarlig, grov og fuldstændig uacceptabel russisk provokation midt under #fmdkBøllemetoder virker ikke mod DanmarkRussiske ambassadør hasteindkaldt i Udenrigsministeriet#dkpol #WeAreNATO— Jeppe Kofod (@JeppeKofod) June 17, 2022 Morten Bodskov varnarmálaráðherra sagði að herskipið hafi ekki ógnað hátíðinni eða gestum hennar. „Við verðum bara að sætta okkur við það að Eystrasaltið verður svæði sem deilt verður um,“ sagði Bodskov og bætti því við að þetta er ekki fyrsta sinn sem Rússar fari inn fyrir landhelgi Danmerkur í leyfisleysi. Danmörk Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Framkvæmdastjórn ESB lýsir yfir stuðningi við aðild Úkraínu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lýst yfir stuðningi við að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis að Evrópusambandinu. Ákvörðun stjórnarinnar er stórt skref í baráttu Úkraínu fyrir aðild að sambandinu. 17. júní 2022 11:06 Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi. 17. júní 2022 08:58 Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Rússneska herskipið sigldi inn í landhelgi Danmerkur án leyfis klukkan 00:30 í nótt að íslenskum tíma og aftur nokkrum klukkustundum síðar. Þetta segir danski herinn í tilkynningu. Skipið yfirgaf landhelgina eftir að danski herinn náði við það sambandi. Dönsk yfirvöld segja atvikið „óásættanlega ögrun.“ „Einstaklega óábyrg, viðbjóðsleg og algjörlega óásættanleg rússnesk ögrun á miðri #fmdk,“ skrifaði Jeppe Kofod utanríkisráðherra Danmerkur í tísti og vísaði þar til Lýðræðishátíðar Danmerkur. Hátíðin er haldin ár hvert og hátt settir embættismenn mæta á hana, þar á meðal Kofod og Mette Frederiksen forsætisráðherra. „Eineltistilburðir duga ekki gegn Danmörku,“ skrifaði Kofod og bætti við að rússneski sendiherrann hafi verið boðaður til fundar vegna atviksins. Et russisk militærfartøj har i nat to gange krænket dansk territorialfarvandEn dybt uansvarlig, grov og fuldstændig uacceptabel russisk provokation midt under #fmdkBøllemetoder virker ikke mod DanmarkRussiske ambassadør hasteindkaldt i Udenrigsministeriet#dkpol #WeAreNATO— Jeppe Kofod (@JeppeKofod) June 17, 2022 Morten Bodskov varnarmálaráðherra sagði að herskipið hafi ekki ógnað hátíðinni eða gestum hennar. „Við verðum bara að sætta okkur við það að Eystrasaltið verður svæði sem deilt verður um,“ sagði Bodskov og bætti því við að þetta er ekki fyrsta sinn sem Rússar fari inn fyrir landhelgi Danmerkur í leyfisleysi.
Danmörk Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Framkvæmdastjórn ESB lýsir yfir stuðningi við aðild Úkraínu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lýst yfir stuðningi við að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis að Evrópusambandinu. Ákvörðun stjórnarinnar er stórt skref í baráttu Úkraínu fyrir aðild að sambandinu. 17. júní 2022 11:06 Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi. 17. júní 2022 08:58 Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Framkvæmdastjórn ESB lýsir yfir stuðningi við aðild Úkraínu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lýst yfir stuðningi við að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis að Evrópusambandinu. Ákvörðun stjórnarinnar er stórt skref í baráttu Úkraínu fyrir aðild að sambandinu. 17. júní 2022 11:06
Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi. 17. júní 2022 08:58
Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02