Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 17. júní 2022 08:02 Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. Úkraína hafði farið þess á leit við ríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) að í tollfríðindi yrðu aukin umfram fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna og Úkraínu í ljósi innrásar Rússlands. Áður hafði Úkraína einhliða fellt niður tolla á allar innfluttar vörur til að stuðla að auknum viðskiptum. Er þetta liður í viðleitni til að halda efnahag landsins gangandi þrátt fyrir stríðsátök. Evópusambandið og Bretland höfðu þegar orðið við beiðni Úkraínu. Frumvarp fjármálaráðherra felur í sér mikilvægan og táknrænan stuðning við Úkraínu. Markmiðið er að við sýnum þessari vinaþjóð okkar í Evrópu stuðning í verki með því að greiða fyrir viðskiptum. Það er mikilvægt því þótt stríðið við Pútín hafi þjappað þjóðum saman, hefur það líka afhjúpað eiginhagsmunabaráttu. Þannig hafa sum forysturíki ESB hafa t.a.m. reynt að skorast undan framlagi og fórnum. Slíka gjörninga er óhjákvæmilegt að skoða í samhengi við þær fórnir sem úkraínska þjóðin hefur fært og færir áfram fyrir sameiginleg gildi okkar: frelsi, mannréttindi og lýðræði. Nú þegar stríð hefur staðið yfir í Evrópu í fjóra mánuði er þörf á áframhaldandi samstöðu lýðræðisríkjanna. Við þurfum að leggja okkar af mörkum við að mæta aðgerðum Pútíns, samstíga og af fullum þunga. Innrás í fullvalda evrópskt ríki er sameiginlegt viðfangsefni og verkefni okkar sem Evrópuþjóða og fáir eiga meira undir þeim en við Íslendingar. Ég er stolt af samróma áliti alþingismanna - að Ísland eigi ekki að skorast undan sinni ábyrgð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. Úkraína hafði farið þess á leit við ríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) að í tollfríðindi yrðu aukin umfram fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna og Úkraínu í ljósi innrásar Rússlands. Áður hafði Úkraína einhliða fellt niður tolla á allar innfluttar vörur til að stuðla að auknum viðskiptum. Er þetta liður í viðleitni til að halda efnahag landsins gangandi þrátt fyrir stríðsátök. Evópusambandið og Bretland höfðu þegar orðið við beiðni Úkraínu. Frumvarp fjármálaráðherra felur í sér mikilvægan og táknrænan stuðning við Úkraínu. Markmiðið er að við sýnum þessari vinaþjóð okkar í Evrópu stuðning í verki með því að greiða fyrir viðskiptum. Það er mikilvægt því þótt stríðið við Pútín hafi þjappað þjóðum saman, hefur það líka afhjúpað eiginhagsmunabaráttu. Þannig hafa sum forysturíki ESB hafa t.a.m. reynt að skorast undan framlagi og fórnum. Slíka gjörninga er óhjákvæmilegt að skoða í samhengi við þær fórnir sem úkraínska þjóðin hefur fært og færir áfram fyrir sameiginleg gildi okkar: frelsi, mannréttindi og lýðræði. Nú þegar stríð hefur staðið yfir í Evrópu í fjóra mánuði er þörf á áframhaldandi samstöðu lýðræðisríkjanna. Við þurfum að leggja okkar af mörkum við að mæta aðgerðum Pútíns, samstíga og af fullum þunga. Innrás í fullvalda evrópskt ríki er sameiginlegt viðfangsefni og verkefni okkar sem Evrópuþjóða og fáir eiga meira undir þeim en við Íslendingar. Ég er stolt af samróma áliti alþingismanna - að Ísland eigi ekki að skorast undan sinni ábyrgð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun