Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2022 15:03 Lífið í Rússlandi gengur sinn vanagang. Oleg Nikishin/Getty Images Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert. Þetta kom fram í máli Árna Þórs í Sprengisandi á Bylgjunni í dag, þar sem hann ræddi við Kristján Kristjánsson um daglegt líf í Rússlandi og í Moskvu, höfuðborginni, í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Dags daglega gengur lífið bara fyrir sig eins og það hefur gert. Stríðsátökin eru auðvitað ekki hér,“ sagði Árni Þór. Vesturlönd og önnur ríki hafa lagt umfagnsmiklar viðskiptaþvinganir á Rússland vegna innrásarinnar. Árni segir að áhrifa þeirra gæti í Rússlandi með ýmsum hætti. Hlusta má á viðtalið við Árna Þór í heild sinni hér fyrir neðan en þar var farið yfir víðan völl um stöðuna í Rússlandi þessi misserin. „Einkum og sér í lagi verslanir, vestrænar merkjaverslanir, sem eru lokaðar. Við sjáum má segja áhrifin þannig. Við finnum auðvitað fyrir því líka í efnahagslífinu. Verðbólgan hefur farið hér á nokkuð flug og vöruverð hefur hækkað hér eins og víða annars staðar en menn finna það tilfinnanlega hér,“ sagði Árni Þór. Umræðan í Rússlandi sé á allt öðrum nótum en fréttaflutningur á Vesturlöndum. „Þannig áhrif sjáum við dags daglega en stríðsátökin sjálf eru auðvitað fjarri og umræðan hér er allt annars eðlis eða á öðrum nótum en við heyrum á Vesturlöndum.“ Hvernig þá? Árni Þór Sigurðsson er sendiherra Íslands í Rússlandi.Utanríkisráðuneytið „Hún er auðvitað má segja býsna einsleit og það er kannski ekki alveg nýtt að fjölmiðlar hér séu hliðhollir stjórnvöldum. Það má segja að fjölmiðlar hér, sérstaklega sjónvarpsstöðvarnar eru mjög áhrifamiklar. Það eru margar sjónvarpsstöðvar en þær eru meira og minna allar á bandi yfirvalda.“ „Þar er bæði fréttaflutningar og umræðuþættir, tiltölulega einsleit umræðan myndi ég segja. Málflutningur stjórnvalda er hér áberandi.“ Sjáum við enn fólk á götu úti að mótmæla eða er það horfið? „Já, það má segja það að önnur sjónarmið, þau auðvitað heyrast. Það kemur fyrir í umræðuþáttum komi raddir sem eru gagnrýnar en það er sjaldgæft og þær fá ekki mikið rými.“ Lítið fer nú fyrir mótmælum sem bar á í byrjun innrásar Rússa í Úkraínu. „Öll umræða er í raun og veru, henni er haldið niðri. Þá meina ég gagnrýnni umræðu. Mótmæli, það sést varla. Við höfum orðið var við það á götum úti að lögreglan er að stoppa fólk á förnum vegi, biðja um skilríki og jafn vel skoða síma og annað slíkt. Það bendir nú til þess að eftirlit sé verulega hert,“ sagði Árni Þór. Vestrænar merkjavöruverslanir á borð við þessa verslun Dior í Moskvu hafa verið lokaðar.Oleg Nikishin/Getty Images) Í máli hans kom einnig fram að nær algjört frost væri í utanríkissamskiptum Íslands og Rússa. Á móti hefði aukinn kraftur verið settur í samskipti við önnur ríki sem sendiráðið í Rússlandi sinnir, en þau eru Armenía, Aserbaísjan, Hvíta-Rússland (Belarús), Kasakstan, Kirgistan, Moldóva, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan. „Ég get nefnt ríki eins og Moldóvu sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarið vegna þess að það hefur tekið á móti miklum fjölda flóttamanna frá Úkraínu. Sennilega hlutfallslega flestum. Þannig að við erum að sinna því meira.“ Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sprengisandur Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Þetta kom fram í máli Árna Þórs í Sprengisandi á Bylgjunni í dag, þar sem hann ræddi við Kristján Kristjánsson um daglegt líf í Rússlandi og í Moskvu, höfuðborginni, í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Dags daglega gengur lífið bara fyrir sig eins og það hefur gert. Stríðsátökin eru auðvitað ekki hér,“ sagði Árni Þór. Vesturlönd og önnur ríki hafa lagt umfagnsmiklar viðskiptaþvinganir á Rússland vegna innrásarinnar. Árni segir að áhrifa þeirra gæti í Rússlandi með ýmsum hætti. Hlusta má á viðtalið við Árna Þór í heild sinni hér fyrir neðan en þar var farið yfir víðan völl um stöðuna í Rússlandi þessi misserin. „Einkum og sér í lagi verslanir, vestrænar merkjaverslanir, sem eru lokaðar. Við sjáum má segja áhrifin þannig. Við finnum auðvitað fyrir því líka í efnahagslífinu. Verðbólgan hefur farið hér á nokkuð flug og vöruverð hefur hækkað hér eins og víða annars staðar en menn finna það tilfinnanlega hér,“ sagði Árni Þór. Umræðan í Rússlandi sé á allt öðrum nótum en fréttaflutningur á Vesturlöndum. „Þannig áhrif sjáum við dags daglega en stríðsátökin sjálf eru auðvitað fjarri og umræðan hér er allt annars eðlis eða á öðrum nótum en við heyrum á Vesturlöndum.“ Hvernig þá? Árni Þór Sigurðsson er sendiherra Íslands í Rússlandi.Utanríkisráðuneytið „Hún er auðvitað má segja býsna einsleit og það er kannski ekki alveg nýtt að fjölmiðlar hér séu hliðhollir stjórnvöldum. Það má segja að fjölmiðlar hér, sérstaklega sjónvarpsstöðvarnar eru mjög áhrifamiklar. Það eru margar sjónvarpsstöðvar en þær eru meira og minna allar á bandi yfirvalda.“ „Þar er bæði fréttaflutningar og umræðuþættir, tiltölulega einsleit umræðan myndi ég segja. Málflutningur stjórnvalda er hér áberandi.“ Sjáum við enn fólk á götu úti að mótmæla eða er það horfið? „Já, það má segja það að önnur sjónarmið, þau auðvitað heyrast. Það kemur fyrir í umræðuþáttum komi raddir sem eru gagnrýnar en það er sjaldgæft og þær fá ekki mikið rými.“ Lítið fer nú fyrir mótmælum sem bar á í byrjun innrásar Rússa í Úkraínu. „Öll umræða er í raun og veru, henni er haldið niðri. Þá meina ég gagnrýnni umræðu. Mótmæli, það sést varla. Við höfum orðið var við það á götum úti að lögreglan er að stoppa fólk á förnum vegi, biðja um skilríki og jafn vel skoða síma og annað slíkt. Það bendir nú til þess að eftirlit sé verulega hert,“ sagði Árni Þór. Vestrænar merkjavöruverslanir á borð við þessa verslun Dior í Moskvu hafa verið lokaðar.Oleg Nikishin/Getty Images) Í máli hans kom einnig fram að nær algjört frost væri í utanríkissamskiptum Íslands og Rússa. Á móti hefði aukinn kraftur verið settur í samskipti við önnur ríki sem sendiráðið í Rússlandi sinnir, en þau eru Armenía, Aserbaísjan, Hvíta-Rússland (Belarús), Kasakstan, Kirgistan, Moldóva, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan. „Ég get nefnt ríki eins og Moldóvu sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarið vegna þess að það hefur tekið á móti miklum fjölda flóttamanna frá Úkraínu. Sennilega hlutfallslega flestum. Þannig að við erum að sinna því meira.“
Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sprengisandur Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira