Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Árni Sæberg skrifar 31. október 2025 16:16 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Vísir/Anton Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að gera breytingar á reglum Seðlabankans um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda og hækka hámarkið við kaup á fyrstu fasteign úr 85 prósent í 90 prósent. Hámark veðsetningarhlutfalls fyrir aðra lántaka helst óbreytt í 80 prósent. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að nokkur óvissa hafi skapast á íbúðalánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokalla. Lánveitendur meti nú áhrif dómsins og væntanlegra dóma í sambærilegum málum. Nú þegar hafi verið gert hlé á ákveðnum lánveitingum til íbúðakaupa vegna óvissu um skilmála lána. Því hafi dregið úr framboði lána, að minnsta kosti um tíma, sér í lagi lána með tiltölulega lægri greiðslubyrði. Lánamöguleikar sem hafa verið kynntir í stað þeirra fyrri eigi það sammerkt að bera lakari kjör og þrengri skilmála. Staða kaupenda fyrstu fasteignar og þeirra sem lægri tekjur hafa virðist sérstaklega hafa versnað. Bregðast við Í ljósi þessa og til að styðja við virkni íbúðalánamarkaðarins hafi fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að gera breytingar á lánþegaskilyrðum. Í reglum Seðlabankans um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda er kveðið á um sérstaka undanþáguheimild til að veita lán umfram hámarkshlutfall. Fjármálastöðugleikanefnd hafi ákveðið að undanþáguheimild lánveitenda á hverjum ársfjórðungi skuli hækkuð úr 5 prósent í 10 prósent af heildarfjárhæð veittra fasteignalána. Þá skuli horft til undangengins ársfjórðungs við útreikning hlutfallsins. Þessari breytingu sé ætlað að gefa lánveitendum aukið svigrúm til að veita lán á meðan núverandi óvissa ríkir og mæta þörfum lántakenda með viðeigandi hætti. Nefndin hefur enn fremur ákveðið að gera breytingar á reglum Seðlabankans um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda og hækka hámarkið við kaup á fyrstu fasteign úr 85 prósent í 90 prósent. Þetta sé gert vegna framangreindrar óvissu og í ljósi þess að nokkur aðlögun hefur átt sér stað á fasteignamarkaði frá því að reglurnar voru hertar í júní 2022. Hámark veðsetningarhlutfalls fyrir aðra lántaka haldist óbreytt í 80 prósent. Eykur svigrúm til að bregðast við óvissunni Nefndin telji að breytingarnar séu til þess fallnar að auka svigrúm lánveitenda til að bregðast við ríkjandi óvissu, sérstaklega hvað varðar kaupendur fyrstu fasteignar og tekjulægri kaupendur. Lánastofnanir séu hvattar til að nýta þetta svigrúm til að tryggja eðlilegt flæði lánsfjár á meðan óvissan er fyrir hendi. Breytingarnar eigi að treysta fjármálastöðugleika um leið og þeim sé ætlað að draga úr hnökrum á íbúðalánamarkaði. Nefndin muni sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hafi yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti. Vaxtamálið Lánamál Seðlabankinn Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Sjá meira
Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að nokkur óvissa hafi skapast á íbúðalánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokalla. Lánveitendur meti nú áhrif dómsins og væntanlegra dóma í sambærilegum málum. Nú þegar hafi verið gert hlé á ákveðnum lánveitingum til íbúðakaupa vegna óvissu um skilmála lána. Því hafi dregið úr framboði lána, að minnsta kosti um tíma, sér í lagi lána með tiltölulega lægri greiðslubyrði. Lánamöguleikar sem hafa verið kynntir í stað þeirra fyrri eigi það sammerkt að bera lakari kjör og þrengri skilmála. Staða kaupenda fyrstu fasteignar og þeirra sem lægri tekjur hafa virðist sérstaklega hafa versnað. Bregðast við Í ljósi þessa og til að styðja við virkni íbúðalánamarkaðarins hafi fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að gera breytingar á lánþegaskilyrðum. Í reglum Seðlabankans um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda er kveðið á um sérstaka undanþáguheimild til að veita lán umfram hámarkshlutfall. Fjármálastöðugleikanefnd hafi ákveðið að undanþáguheimild lánveitenda á hverjum ársfjórðungi skuli hækkuð úr 5 prósent í 10 prósent af heildarfjárhæð veittra fasteignalána. Þá skuli horft til undangengins ársfjórðungs við útreikning hlutfallsins. Þessari breytingu sé ætlað að gefa lánveitendum aukið svigrúm til að veita lán á meðan núverandi óvissa ríkir og mæta þörfum lántakenda með viðeigandi hætti. Nefndin hefur enn fremur ákveðið að gera breytingar á reglum Seðlabankans um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda og hækka hámarkið við kaup á fyrstu fasteign úr 85 prósent í 90 prósent. Þetta sé gert vegna framangreindrar óvissu og í ljósi þess að nokkur aðlögun hefur átt sér stað á fasteignamarkaði frá því að reglurnar voru hertar í júní 2022. Hámark veðsetningarhlutfalls fyrir aðra lántaka haldist óbreytt í 80 prósent. Eykur svigrúm til að bregðast við óvissunni Nefndin telji að breytingarnar séu til þess fallnar að auka svigrúm lánveitenda til að bregðast við ríkjandi óvissu, sérstaklega hvað varðar kaupendur fyrstu fasteignar og tekjulægri kaupendur. Lánastofnanir séu hvattar til að nýta þetta svigrúm til að tryggja eðlilegt flæði lánsfjár á meðan óvissan er fyrir hendi. Breytingarnar eigi að treysta fjármálastöðugleika um leið og þeim sé ætlað að draga úr hnökrum á íbúðalánamarkaði. Nefndin muni sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hafi yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.
Vaxtamálið Lánamál Seðlabankinn Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent