Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. nóvember 2025 10:50 Reykjavíkurborg ætlar að láta framkvæma úttekt. Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst ráðast í úttekt á sundlaug Vesturbæjar. Lauginni hefur ítrekað verið lokað síðustu mánuði vegna viðgerða. Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti þann 16. október að fela umhverfis- og skipulagssviði að taka út ágalla á framkvæmdum við laugina. Að úttekt lokinni á að fela borgarlögmanni eftir atvikum að meta réttarstöðu Reykjavíkurborgar gagnvart framkvæmdaaðilum. Menningar- og íþróttaráð fundaði einnig um úttektina þann 31. október. „Ljóst er að potturinn er brotinn í ferli málsins og samþykkti borgarráð tillögu að USK réðist í úttekt á ferlinu við framkvæmdirnar. Samstarfsflokkarnir leggja áherslu á það að í þeirri úttekt verði horft til þess að skerpa á eftirliti með framkvæmdum, gæðastjórnun og síðast en ekki síst hvort þurfi breytingar á innkaupareglum borgarinnar til að skerpa á því að borgin hafi viðeigandi úrræði til að grípa inn í ef vinnubrögð við framkvæmdir eru óviðunandi,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna á fundinum. Lauginni lokað fjórum sinnum Málið hófst í apríl þegar borgin tilkynnti að Vesturbæjarlaug yrði lokað í fjórar vikur í maí og júní svo hægt væri að sinna viðhaldi. Sinna þurfti verkefnum eins og að mála laugarkerið, skipta út rennibraut, færa körfuboltaspjald og skipta um neyðarkerfi. Viðgerðirnar hófust 2. maí. Um miðjan júní var opnuninni seinkað til 15. júlí og síðan aftur til 19. júlí. Sundgarpar fengu að njóta þess að svamla í lauginni í mánuð þar til tilkynnt var 18. ágúst að loka þyrfti lauginni í viku þar sem galli fannst á málningarvinnu á laugarbotninum og var málningin farin að flagna af. Viku síðar stungu sundmenn sér aftur í laugina, þann 26. ágúst. Málningin sem hefur flagnað af sundlaugarkarinu.Reykjavíkurborg Föstudaginn 29. ágúst var lauginni lokað í rúman sólarhring þar sem þrep ofan í laugina reyndust of hál. Til að tryggja öryggi gesta var laugin tæmd. Í lok september tók laugin að flagna enn á ný og sagði Anna Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður laugarinnar, að það væri eins og laugin væri með skallablett. Fyrst um sinn stóð ekki til að loka lauginni en þann 13. október var einungis sundlauginni lokað meðan unnið var að lausn á skallablettavandanum. Sundlaugin var svo opnuð, enn eina ferðina, þann 28. október. Sundlaugar og baðlón Reykjavík Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti þann 16. október að fela umhverfis- og skipulagssviði að taka út ágalla á framkvæmdum við laugina. Að úttekt lokinni á að fela borgarlögmanni eftir atvikum að meta réttarstöðu Reykjavíkurborgar gagnvart framkvæmdaaðilum. Menningar- og íþróttaráð fundaði einnig um úttektina þann 31. október. „Ljóst er að potturinn er brotinn í ferli málsins og samþykkti borgarráð tillögu að USK réðist í úttekt á ferlinu við framkvæmdirnar. Samstarfsflokkarnir leggja áherslu á það að í þeirri úttekt verði horft til þess að skerpa á eftirliti með framkvæmdum, gæðastjórnun og síðast en ekki síst hvort þurfi breytingar á innkaupareglum borgarinnar til að skerpa á því að borgin hafi viðeigandi úrræði til að grípa inn í ef vinnubrögð við framkvæmdir eru óviðunandi,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna á fundinum. Lauginni lokað fjórum sinnum Málið hófst í apríl þegar borgin tilkynnti að Vesturbæjarlaug yrði lokað í fjórar vikur í maí og júní svo hægt væri að sinna viðhaldi. Sinna þurfti verkefnum eins og að mála laugarkerið, skipta út rennibraut, færa körfuboltaspjald og skipta um neyðarkerfi. Viðgerðirnar hófust 2. maí. Um miðjan júní var opnuninni seinkað til 15. júlí og síðan aftur til 19. júlí. Sundgarpar fengu að njóta þess að svamla í lauginni í mánuð þar til tilkynnt var 18. ágúst að loka þyrfti lauginni í viku þar sem galli fannst á málningarvinnu á laugarbotninum og var málningin farin að flagna af. Viku síðar stungu sundmenn sér aftur í laugina, þann 26. ágúst. Málningin sem hefur flagnað af sundlaugarkarinu.Reykjavíkurborg Föstudaginn 29. ágúst var lauginni lokað í rúman sólarhring þar sem þrep ofan í laugina reyndust of hál. Til að tryggja öryggi gesta var laugin tæmd. Í lok september tók laugin að flagna enn á ný og sagði Anna Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður laugarinnar, að það væri eins og laugin væri með skallablett. Fyrst um sinn stóð ekki til að loka lauginni en þann 13. október var einungis sundlauginni lokað meðan unnið var að lausn á skallablettavandanum. Sundlaugin var svo opnuð, enn eina ferðina, þann 28. október.
Sundlaugar og baðlón Reykjavík Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira