Sundlaugar og baðlón Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Það var töfrandi stemning í SkyLagoon síðastliðinn miðvikudag þegar baðlónið tók forskot á sæluna með tónleikum í samvinnu með Airwaves hátíðina. Una Torfa flutti töfrandi tóna fyrir tónleikagesti sem allir klæddust baðsloppum og nutu í botn. Tónlist 11.11.2025 17:01 Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Bæjarráð Runavíkur í Færeyjum hefur samþykkt að ný sundhöll sveitarfélagsins fái heitið Bylgjan. Það er sama nafn og er þegar fyrir á íþróttahúsi sem sundhöllin er byggð við. Bæjarráðið segir að með viðbyggingunni bætist tvær nýjar bylgjur við og muni því öll íþróttamiðstöðin heita Bylgjan. Erlent 9.11.2025 07:37 Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Drengur á grunnskólaaldri var hætt kominn í skólasundi í Dalslaug í Úlfarsárdal í Reykjavík gær þegar hann missti meðvitund á meðan hann var í skólasundi. Brugðist var hratt við og er líðan drengsins góð. Innlent 6.11.2025 12:40 Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Reykjavíkurborg hyggst ráðast í úttekt á sundlaug Vesturbæjar. Lauginni hefur ítrekað verið lokað síðustu mánuði vegna viðgerða. Innlent 1.11.2025 10:50 Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Áform eru uppi um að reisa nýja aðstöðu til sjó- og gufubaða í landi Þórustaða í Holtsfjöru í Önundarfirði undir heitinu Hvítisandur. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður 1,5 milljarðar króna. Verkefnið er í höndum Hvítasands ehf. sem hyggst senda deiliskipulagstillögu til Ísafjarðarbæjar í nóvember. Ef samþykki fæst gætu framkvæmdir hafist næsta sumar, eftir varptíma æðarfugls. Viðskipti innlent 29.10.2025 10:55 Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Barna- og aðallaug Vesturbæjarlaugar verða opnaðar aftur í fyrramálið en ráðist var í lagfæringar á þeim eftir að málning byrjaði að flagna í kjölfar umfangsmikilla viðhaldsframkvæmda í sumar. Opnunin er tilkynnt með fyrirvara um að veður leyfi. Innlent 28.10.2025 19:50 Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sundlaugum Reykjavíkur var lokað klukkan tvö í dag vegna appelsínugulrar veðurviðvörunar sökum mikillar snjókomu og skafrennings á höfuðborgarsvæðinu. Þær verða opnaðar aftur í fyrramálið venju samkvæmt. Innlent 28.10.2025 14:51 Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Viðreisn í Reykjavík leggur í dag fram tillögu í borgarstjórn sem miðar að því að bæta þjónustu við alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, án þess að það hafi í för með sér aukinn kostnað fyrir sveitarfélögin. Tillagan er einföld í framkvæmd, en gæti haft veruleg áhrif á daglegt líf mörg þúsund íbúa. Skoðun 21.10.2025 16:02 Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Fimmtíu ný störf urðu til í Bláskógabyggð í dag þegar nýtt baðlón var opnað í Laugarási. Bygging lónsins kostaði um þrjá milljarða króna en það er allt hið glæsilegasta. Innlent 15.10.2025 19:17 Enn vesen í Vesturbæjarlaug Reykjavíkurborg hefur, í samráði við starfsfólk heilbrigðiseftirlitsins, tekið ákvörðun um að loka laugarkari Vesturbæjarlaugar tímabundið á meðan unnið er að lausn á flögnun á málningu. Fólk getur því ekki synt en þó notað heitu pottana, þann kalda og gufuböð. Innlent 13.10.2025 14:49 Mætti með hníf í sund og var vísað út Manni var vísað út úr sundhöll fyrr í dag og á daginn kom að hann var með hníf í fórum sínum. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð en látinn laus að skýrslutöku lokinni. Innlent 11.10.2025 18:31 Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Jarðböðunum verður lokað í þrjá mánuði um áramótin á meðan framkvæmdir standa yfir við byggingu nýs hús. Jarðböðin munu taka upp erlenda heitið Earth Lagoon Mývatn en halda um leið íslenska nafninu Jarðböðin. Viðskipti innlent 8.10.2025 10:24 Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Í enn eitt skiptið eru búningsklefar við Seljavallalaug fullir af rusli, gömlum sundfötum og matarumbúðum. Vegfarandi segist sjaldan hafa séð laugina í svo slæmu ásigkomulagi. Staðarhaldari segist langþreyttur á ástandinu, laugin hafi aldrei verið ætluð almennum sundgestum. Innlent 7.10.2025 06:00 Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Búið er að opna veitingastaðinn Ylju í nýju baðlóni í Laugarási í Biskupstungum. Baðlónið opnar síðar í þessum mánuði. Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson er yfirkokkur og hannaði matseðil veitingastaðarins. Baðlónið er sjálft á tveimur hæðum og er aldursviðmið átta ára. Viðskipti innlent 4.10.2025 14:01 Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að skipa sérstakan spretthóp til að móta tillögur hvernig megi bæta aðstöðu, búnað og umhverfi fyrir ung börn og fjölskyldur þeirra í sundlaugum borgarinnar. Innlent 30.9.2025 07:36 Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Málningin er aftur farin að flagna af botni Vesturbæjarlaugar í Reykjavík. Lauginni verður samt ekki lokað að óbreyttu og sennilega ekki máluð aftur fyrr en næsta vor. Innlent 27.9.2025 17:57 Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sundlauginni í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð hefur verið lokað í eitt ár. Ástæðan er sú að það á að taka laugina og svæði hennar allt í gegn fyrir um 800 milljónir króna. Innlent 14.9.2025 20:04 Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Byggingarfulltrúa Múlaþings var heimilt að synja fyrirtækinu Vök Baths ehf., sem rekur samnefnt baðlón, að koma upp baklýstu skilti á horni þjóðvegarins og vegarins sem leiðir að baðlóninu. Innlent 2.9.2025 16:31 Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Stjórnendur sundlaugar í Oulu í Finnlandi fullyrða að enginn „raðsundlaugakúkari“ hafi vísvitandi og ítrekað kúkað í laugina í sumar. Bæjaryfirvöld kærðu athæfið til lögreglu en nú er talið að í nokkrum tilfellum hafi ekki verið um kúk að ræða heldur blautan pappa. Erlent 2.9.2025 15:19 Selja hlut sinn í Skógarböðunum Norðurorka hf., hefur tekið ákvörðun um að setja 4,54 prósenta eignarhlut sinn í Skógarböðum ehf. í opið söluferli. Áhugasömum fjárfestum hefur verið boðið að gera tilboð í hlutinn. Viðskipti innlent 2.9.2025 12:30 Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Vesturbæjarlaug opnar aftur klukkan fjögur síðdegis í dag eftir stutta lokun. Innlent 30.8.2025 15:35 Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Framkvæmdir við Fjallaböðin eru í fullum gangi í Þjórsárdal og er uppsteypa á mannvirkinu sjálfu hafin. Stærsti hluti byggingarinnar verður inni í fjalli. Innlent 30.8.2025 09:30 Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Vesturbæjarlaug verður lokuð frá klukkan 13.30 í dag, föstudaginn 29. ágúst, þar sem nauðsynlegt er að endursanda þrep ofan í laugina. Innlent 29.8.2025 11:57 Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur á mánudaginn klukkan 06:30 eftir rúmlega tveggja vikna lokun vegna vinnu við viðhald og endurbætur. Innlent 29.8.2025 09:58 Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Borgaryfirvöldum í finnsku borginni Oulu er nóg boðið vegna þess að ítrekað hefur verið kúkað í almenningssundlaug í borginni í sumar. Þau hafa kært athæfið til lögreglu en á meðan gengur raðkúkarinn laus. Erlent 27.8.2025 11:11 Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Vesturbæjarlaug verður opnuð á ný klukkan 6:30 í fyrramálið eftir framkvæmdir síðustu vikna. Eitthvað er þó í að Sundhöll Reykjavíkur opni á ný eftir framkvæmdirnar þar. Innlent 25.8.2025 13:50 Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Tafir hafa orðið á framkvæmdum við Sundhöll Reykjavíkur og verða því einhverjir dagar í að hún verði opnuð á ný. Lauginni var lokað fyrir sléttri viku og stóð upphaflega til að opna hana á ný á mánudaginn. Innlent 22.8.2025 15:12 Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Vesturbæjarlaug verður lokað klukkan átta í kvöld, og verður hún lokuð í um það bil viku. Í ljós hefur komið galli á málningarvinnu á laugarbotninum, sem hefur valdið því að málningin er tekin að flagna af laugarkarinu. Innlent 18.8.2025 16:04 Sundlaugargestur handtekinn Maður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld eða nótt grunaður um meiri háttar líkamsárás. Þegar lögregla var að flytja hann á lögreglustöð er hann sagður hafa hótað ítrekað að drepa lögreglumenn. Hann er nú vistaður í fangaklefa vegna málsins. Innlent 17.8.2025 07:31 Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Nýjustu sundlaug landsins má finna í Stapaskóla í Njarðvík. Laugin nýja þykir einkar glæsileg, en skólinn er orðinn að eins konar félagsmiðstöð fyrir íbúa. Innlent 13.8.2025 09:54 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 18 ›
Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Það var töfrandi stemning í SkyLagoon síðastliðinn miðvikudag þegar baðlónið tók forskot á sæluna með tónleikum í samvinnu með Airwaves hátíðina. Una Torfa flutti töfrandi tóna fyrir tónleikagesti sem allir klæddust baðsloppum og nutu í botn. Tónlist 11.11.2025 17:01
Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Bæjarráð Runavíkur í Færeyjum hefur samþykkt að ný sundhöll sveitarfélagsins fái heitið Bylgjan. Það er sama nafn og er þegar fyrir á íþróttahúsi sem sundhöllin er byggð við. Bæjarráðið segir að með viðbyggingunni bætist tvær nýjar bylgjur við og muni því öll íþróttamiðstöðin heita Bylgjan. Erlent 9.11.2025 07:37
Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Drengur á grunnskólaaldri var hætt kominn í skólasundi í Dalslaug í Úlfarsárdal í Reykjavík gær þegar hann missti meðvitund á meðan hann var í skólasundi. Brugðist var hratt við og er líðan drengsins góð. Innlent 6.11.2025 12:40
Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Reykjavíkurborg hyggst ráðast í úttekt á sundlaug Vesturbæjar. Lauginni hefur ítrekað verið lokað síðustu mánuði vegna viðgerða. Innlent 1.11.2025 10:50
Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Áform eru uppi um að reisa nýja aðstöðu til sjó- og gufubaða í landi Þórustaða í Holtsfjöru í Önundarfirði undir heitinu Hvítisandur. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður 1,5 milljarðar króna. Verkefnið er í höndum Hvítasands ehf. sem hyggst senda deiliskipulagstillögu til Ísafjarðarbæjar í nóvember. Ef samþykki fæst gætu framkvæmdir hafist næsta sumar, eftir varptíma æðarfugls. Viðskipti innlent 29.10.2025 10:55
Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Barna- og aðallaug Vesturbæjarlaugar verða opnaðar aftur í fyrramálið en ráðist var í lagfæringar á þeim eftir að málning byrjaði að flagna í kjölfar umfangsmikilla viðhaldsframkvæmda í sumar. Opnunin er tilkynnt með fyrirvara um að veður leyfi. Innlent 28.10.2025 19:50
Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sundlaugum Reykjavíkur var lokað klukkan tvö í dag vegna appelsínugulrar veðurviðvörunar sökum mikillar snjókomu og skafrennings á höfuðborgarsvæðinu. Þær verða opnaðar aftur í fyrramálið venju samkvæmt. Innlent 28.10.2025 14:51
Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Viðreisn í Reykjavík leggur í dag fram tillögu í borgarstjórn sem miðar að því að bæta þjónustu við alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, án þess að það hafi í för með sér aukinn kostnað fyrir sveitarfélögin. Tillagan er einföld í framkvæmd, en gæti haft veruleg áhrif á daglegt líf mörg þúsund íbúa. Skoðun 21.10.2025 16:02
Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Fimmtíu ný störf urðu til í Bláskógabyggð í dag þegar nýtt baðlón var opnað í Laugarási. Bygging lónsins kostaði um þrjá milljarða króna en það er allt hið glæsilegasta. Innlent 15.10.2025 19:17
Enn vesen í Vesturbæjarlaug Reykjavíkurborg hefur, í samráði við starfsfólk heilbrigðiseftirlitsins, tekið ákvörðun um að loka laugarkari Vesturbæjarlaugar tímabundið á meðan unnið er að lausn á flögnun á málningu. Fólk getur því ekki synt en þó notað heitu pottana, þann kalda og gufuböð. Innlent 13.10.2025 14:49
Mætti með hníf í sund og var vísað út Manni var vísað út úr sundhöll fyrr í dag og á daginn kom að hann var með hníf í fórum sínum. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð en látinn laus að skýrslutöku lokinni. Innlent 11.10.2025 18:31
Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Jarðböðunum verður lokað í þrjá mánuði um áramótin á meðan framkvæmdir standa yfir við byggingu nýs hús. Jarðböðin munu taka upp erlenda heitið Earth Lagoon Mývatn en halda um leið íslenska nafninu Jarðböðin. Viðskipti innlent 8.10.2025 10:24
Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Í enn eitt skiptið eru búningsklefar við Seljavallalaug fullir af rusli, gömlum sundfötum og matarumbúðum. Vegfarandi segist sjaldan hafa séð laugina í svo slæmu ásigkomulagi. Staðarhaldari segist langþreyttur á ástandinu, laugin hafi aldrei verið ætluð almennum sundgestum. Innlent 7.10.2025 06:00
Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Búið er að opna veitingastaðinn Ylju í nýju baðlóni í Laugarási í Biskupstungum. Baðlónið opnar síðar í þessum mánuði. Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson er yfirkokkur og hannaði matseðil veitingastaðarins. Baðlónið er sjálft á tveimur hæðum og er aldursviðmið átta ára. Viðskipti innlent 4.10.2025 14:01
Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að skipa sérstakan spretthóp til að móta tillögur hvernig megi bæta aðstöðu, búnað og umhverfi fyrir ung börn og fjölskyldur þeirra í sundlaugum borgarinnar. Innlent 30.9.2025 07:36
Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Málningin er aftur farin að flagna af botni Vesturbæjarlaugar í Reykjavík. Lauginni verður samt ekki lokað að óbreyttu og sennilega ekki máluð aftur fyrr en næsta vor. Innlent 27.9.2025 17:57
Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sundlauginni í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð hefur verið lokað í eitt ár. Ástæðan er sú að það á að taka laugina og svæði hennar allt í gegn fyrir um 800 milljónir króna. Innlent 14.9.2025 20:04
Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Byggingarfulltrúa Múlaþings var heimilt að synja fyrirtækinu Vök Baths ehf., sem rekur samnefnt baðlón, að koma upp baklýstu skilti á horni þjóðvegarins og vegarins sem leiðir að baðlóninu. Innlent 2.9.2025 16:31
Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Stjórnendur sundlaugar í Oulu í Finnlandi fullyrða að enginn „raðsundlaugakúkari“ hafi vísvitandi og ítrekað kúkað í laugina í sumar. Bæjaryfirvöld kærðu athæfið til lögreglu en nú er talið að í nokkrum tilfellum hafi ekki verið um kúk að ræða heldur blautan pappa. Erlent 2.9.2025 15:19
Selja hlut sinn í Skógarböðunum Norðurorka hf., hefur tekið ákvörðun um að setja 4,54 prósenta eignarhlut sinn í Skógarböðum ehf. í opið söluferli. Áhugasömum fjárfestum hefur verið boðið að gera tilboð í hlutinn. Viðskipti innlent 2.9.2025 12:30
Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Vesturbæjarlaug opnar aftur klukkan fjögur síðdegis í dag eftir stutta lokun. Innlent 30.8.2025 15:35
Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Framkvæmdir við Fjallaböðin eru í fullum gangi í Þjórsárdal og er uppsteypa á mannvirkinu sjálfu hafin. Stærsti hluti byggingarinnar verður inni í fjalli. Innlent 30.8.2025 09:30
Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Vesturbæjarlaug verður lokuð frá klukkan 13.30 í dag, föstudaginn 29. ágúst, þar sem nauðsynlegt er að endursanda þrep ofan í laugina. Innlent 29.8.2025 11:57
Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur á mánudaginn klukkan 06:30 eftir rúmlega tveggja vikna lokun vegna vinnu við viðhald og endurbætur. Innlent 29.8.2025 09:58
Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Borgaryfirvöldum í finnsku borginni Oulu er nóg boðið vegna þess að ítrekað hefur verið kúkað í almenningssundlaug í borginni í sumar. Þau hafa kært athæfið til lögreglu en á meðan gengur raðkúkarinn laus. Erlent 27.8.2025 11:11
Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Vesturbæjarlaug verður opnuð á ný klukkan 6:30 í fyrramálið eftir framkvæmdir síðustu vikna. Eitthvað er þó í að Sundhöll Reykjavíkur opni á ný eftir framkvæmdirnar þar. Innlent 25.8.2025 13:50
Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Tafir hafa orðið á framkvæmdum við Sundhöll Reykjavíkur og verða því einhverjir dagar í að hún verði opnuð á ný. Lauginni var lokað fyrir sléttri viku og stóð upphaflega til að opna hana á ný á mánudaginn. Innlent 22.8.2025 15:12
Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Vesturbæjarlaug verður lokað klukkan átta í kvöld, og verður hún lokuð í um það bil viku. Í ljós hefur komið galli á málningarvinnu á laugarbotninum, sem hefur valdið því að málningin er tekin að flagna af laugarkarinu. Innlent 18.8.2025 16:04
Sundlaugargestur handtekinn Maður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld eða nótt grunaður um meiri háttar líkamsárás. Þegar lögregla var að flytja hann á lögreglustöð er hann sagður hafa hótað ítrekað að drepa lögreglumenn. Hann er nú vistaður í fangaklefa vegna málsins. Innlent 17.8.2025 07:31
Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Nýjustu sundlaug landsins má finna í Stapaskóla í Njarðvík. Laugin nýja þykir einkar glæsileg, en skólinn er orðinn að eins konar félagsmiðstöð fyrir íbúa. Innlent 13.8.2025 09:54