Innlent

Sund­laugum lokað vegna óöruggra að­stæðna

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Innilaugin er lokuð vegna bilunar í loftræstikerfinu.
Innilaugin er lokuð vegna bilunar í loftræstikerfinu. Vísir/Arnar

Barna- og innilaug í Sundhöll Reykjavíkur hefur verið lokað vegna bilunar í loftræstingunni. Aðstæðurnar eru ekki taldar öruggar.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að loftræstingin í gömlu byggingu Sundhallar Reykjavíkur sé biluð. Ekki hefur tekist að finna út hvað olli biluninni.

„Aðstæður eru ekki öruggar, hvorki fyrir gesti né starfsfólk og því verður inni- og barnalaug Sundhallarinnar lokuð þar til loftræstingin er komin í lag,“ segir í tilkynningunni.

Tekið er fram að öll önnur aðstaða sé opin, það er að segja þrír heitir pottar, kaldur pottur, vaðlaug, útilaug, eimbað og sána.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×