Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. október 2025 15:52 Rannsóknin var hluti af mastersnámi Þórunnar. Samsett Mannekla meðal fangavarða á Íslandi hefur töluverð áhrif á tilfinningalíf þeirra en samstaða meðal varðanna vegur á móti álaginu. Þetta kemur fram í nýrri mastersrannsókn Laufeyjar Sifjar Ingólfsdóttur. Hún kynnti niðurstöðurnar í Þjóðarspeglinum í dag. „Ég vinn í þannig umhverfi sem trúnaður ríkir yfir starfinu, það getur komið ýmislegt upp og þú þarft að bera það á herðum þínum. Ég vinn þannig sjálf svo að það var kveikjan að grunninum,“ segir Laufey Sif Ingólfsdóttir, mastersnemi í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun í Háskólanum á Bifröst. Hún ákvað að rannsaka starf fangavarða þar sem málefni þeirra voru mikið til umræðu á þeim tíma. Engar nýlegar rannsóknir höfðu verið framkvæmdar á starfi fangavarða sem Laufey Sif fannst furðulegt. Eftir að hafa, með smá erfiðleikum, fundið átta fangaverði til að ræða við kom í ljós að þeir upplifa gríðarlegt álag í starfi sínu. „Það kom skýrt fram að andlegt álag er alveg klárlega viðvarandi,“ segir Laufey Sif. „Það er oftast nær ekki sýnilegt í starfinu, þeir þurfa oft að byggja upp brynju og vera eins konar veggur í starfinu. Margir lýstu álaginu sem bakgrunnshljóð, það er alltaf þarna.“ Mannekla spili stórt hlutverk hvað varði álag og streitu. Oft á tíðum þurfi fangaverðirnir að grípa vaktir fyrir kollega sína vegna til dæmis veikinda eða persónulegra aðstæðna. Laufey Sif segir helsta álagsmeinið vera sífelldar aukavaktir. Þrátt fyrir það upplifi fangaverðirnir að þeir hafi ákveðinn sveigjanleika í starfi og hafi tækifæri til að fara úr vinnu sé það nauðsynlegt. Hins vegar eykst álagið á aðra vegna þess. „Einn viðmælandi nefndi að sá aðili fann hægt og rólega fyrir því að ef maður tekur ekki heila helgi í frí þá hefur það áhrif,“ segir Laufey Sif. „En að sama skapi það sem að mér fannst áhugaverðast var að það er rosalega sterk samstaða í þessum starfsmannahóp svona heilt yfir og flestir nefndu að þeir væru ekki að þessu nema það væri svo frábært fólk að vinna með þeim.“ Stuðningur frá Fangelsismálastofnun skipti einnig sköpum þar sem fangaverðir fá fræðslu og ræða málin á jafningjagrundvelli. Þá sé í gangi ákveðin vitundarvakning í starfi fangavarðanna um álag og streitu, með nýliðun í faginu opnast umræðan. Laufey Sif kynnti rannsóknina sína á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Fangelsismál Vísindi Geðheilbrigði Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Verið að bíða eftir strætó þegar ungmenni réðust á hann Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Sjá meira
„Ég vinn í þannig umhverfi sem trúnaður ríkir yfir starfinu, það getur komið ýmislegt upp og þú þarft að bera það á herðum þínum. Ég vinn þannig sjálf svo að það var kveikjan að grunninum,“ segir Laufey Sif Ingólfsdóttir, mastersnemi í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun í Háskólanum á Bifröst. Hún ákvað að rannsaka starf fangavarða þar sem málefni þeirra voru mikið til umræðu á þeim tíma. Engar nýlegar rannsóknir höfðu verið framkvæmdar á starfi fangavarða sem Laufey Sif fannst furðulegt. Eftir að hafa, með smá erfiðleikum, fundið átta fangaverði til að ræða við kom í ljós að þeir upplifa gríðarlegt álag í starfi sínu. „Það kom skýrt fram að andlegt álag er alveg klárlega viðvarandi,“ segir Laufey Sif. „Það er oftast nær ekki sýnilegt í starfinu, þeir þurfa oft að byggja upp brynju og vera eins konar veggur í starfinu. Margir lýstu álaginu sem bakgrunnshljóð, það er alltaf þarna.“ Mannekla spili stórt hlutverk hvað varði álag og streitu. Oft á tíðum þurfi fangaverðirnir að grípa vaktir fyrir kollega sína vegna til dæmis veikinda eða persónulegra aðstæðna. Laufey Sif segir helsta álagsmeinið vera sífelldar aukavaktir. Þrátt fyrir það upplifi fangaverðirnir að þeir hafi ákveðinn sveigjanleika í starfi og hafi tækifæri til að fara úr vinnu sé það nauðsynlegt. Hins vegar eykst álagið á aðra vegna þess. „Einn viðmælandi nefndi að sá aðili fann hægt og rólega fyrir því að ef maður tekur ekki heila helgi í frí þá hefur það áhrif,“ segir Laufey Sif. „En að sama skapi það sem að mér fannst áhugaverðast var að það er rosalega sterk samstaða í þessum starfsmannahóp svona heilt yfir og flestir nefndu að þeir væru ekki að þessu nema það væri svo frábært fólk að vinna með þeim.“ Stuðningur frá Fangelsismálastofnun skipti einnig sköpum þar sem fangaverðir fá fræðslu og ræða málin á jafningjagrundvelli. Þá sé í gangi ákveðin vitundarvakning í starfi fangavarðanna um álag og streitu, með nýliðun í faginu opnast umræðan. Laufey Sif kynnti rannsóknina sína á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.
Fangelsismál Vísindi Geðheilbrigði Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Verið að bíða eftir strætó þegar ungmenni réðust á hann Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Sjá meira