
Bæði lið án nokkurra lykilmanna í toppslagnum í Þýskalandi
Hið taplausa lið Bayer Leverkusen tekur á móti Bayern München, liðinu sem hefur unnið þýsku deildina undanfarin 11 tímabil. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport en það eru þó nokkrir sterkir leikmenn sem verða hvergi sjáanlegir þar sem þeir eru á meiðslalistanum fræga.