„Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 11:03 Það gekk mikið á milli þeirra Erling Haaland hjá Manchester City og Gabriel hjá Arsenal í fyrri leiknum. Getty/Stuart MacFarlane Slagur Manchester City og Arsenal á Etihad leikvanginum í september olli engum vonbrigðum og er einn af leikjum ársins. Liðin mætast aftur á heimavelli Arsenal í dag. Arsenal komst 2-1 yfir á móti City í fyrri leiknum en missti svo mann af velli. Arsenal tókst að halda út allt þar til að John Stones náði að skora jöfnunarmarkið sekúndum fyrir leikslok. 2-2 var lokastaðan. Þá hófust lætin. Erling Haaland fagnaði jöfnunarmarkinu með því að henda boltanum í niðurbrotinn Gabriel. Eftir lokaflautið þá náðu sjónvarpsmyndavélarnar því þegar Haaland sagði við Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal: „Stay humble“ eða „vertu auðmjúkur“ á íslensku. City leikmennirnir John Stones og Kyle Walker sökuðu síðan lið Arsenal um að beita skuggabrögðum á vellinum eða „dark arts“ eins og þeir orðuðu það. Ofan á allt saman þá var þetta einnig leikurinn þar sem Manchester City missti sinn besta leikmann út tímabilið því Rodri sleit krossband í leiknum. Liðið var ekki það sama á eftir. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4_ZMGFY_j0I">watch on YouTube</a> Það var mikið undir þótt að þarna væri bara september. Manchester City hafði unnið Englandsmeistarattilinn fjögur ár í röð þar af tvö undanfarin ár eftir harða baráttu við Arsenal. City mætti í leikinn með fullt hús en Arsenal hafði byrjað tímabilið vel og var einnig taplaust. Flestir sáu fyrir sér þessi tvö lið halda áfram að berjast um titilinn. Nú hittast þú þau aftur á Emirates leikvanginum 133 dögum síðar en mikið hefur breyst. Vonbrigðin eru öllu meiri hjá City sem fór í mikla lægð og spilaði sig nánast út úr titilbaráttunni. Arsenal er mun nærri toppnum en hefur samt einnig verið að gefa eftir. Fyrir vikið er Liverpool á toppnum með tíu stiga forskot á Arsenal, sem er í öðru sæti og fimmtán stiga forskot á City sem er í fjórða sætið. Það er ljóst að City verður að vinna leikinn til að eiga einhverja smá von á fimmta titlinum í röð og tapi Arsenal þá verður Liverpool áfram með níu stiga forskot auk þess að eiga leiki inni. Þegar kemur að hinum auðmjúka Norðmanni Erling Haaland þá skoraði hann í fyrri leiknum sitt tíunda deildarmark á tímabilinu og það aðeins í hans fimmta leik. Eftir „vertu auðmjúkur“ skotið hans á stjóra Arsenal þá skoraði sá norski ekki í þremur leikjum í röð og aðeins þrjú mörk í þrettán leikjum. Haaland er þó að komast aftur í gang eins og City liðið sjálft og er með fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum. City menn hafa unnið fjóra af þessum fimm leikjum og sá fimmti endaði með 2-2 jafntefli þar sem liðið missti frá sér 2-0 forystu í lokin. Það er því mikið undir í stórleik dagsins. Hver ætlar að eiga lokaorðið í leitinni af hógværðinni og þremur dýrmætum stigum í eltingarleiknum við Liverpool? Það kemur allt í ljós frá klukkan 16.30 og fylgst verður með leiknum í textalýsingu hér inn á Vísi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tkwWukF8aJA">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Fleiri fréttir Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Arsenal komst 2-1 yfir á móti City í fyrri leiknum en missti svo mann af velli. Arsenal tókst að halda út allt þar til að John Stones náði að skora jöfnunarmarkið sekúndum fyrir leikslok. 2-2 var lokastaðan. Þá hófust lætin. Erling Haaland fagnaði jöfnunarmarkinu með því að henda boltanum í niðurbrotinn Gabriel. Eftir lokaflautið þá náðu sjónvarpsmyndavélarnar því þegar Haaland sagði við Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal: „Stay humble“ eða „vertu auðmjúkur“ á íslensku. City leikmennirnir John Stones og Kyle Walker sökuðu síðan lið Arsenal um að beita skuggabrögðum á vellinum eða „dark arts“ eins og þeir orðuðu það. Ofan á allt saman þá var þetta einnig leikurinn þar sem Manchester City missti sinn besta leikmann út tímabilið því Rodri sleit krossband í leiknum. Liðið var ekki það sama á eftir. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4_ZMGFY_j0I">watch on YouTube</a> Það var mikið undir þótt að þarna væri bara september. Manchester City hafði unnið Englandsmeistarattilinn fjögur ár í röð þar af tvö undanfarin ár eftir harða baráttu við Arsenal. City mætti í leikinn með fullt hús en Arsenal hafði byrjað tímabilið vel og var einnig taplaust. Flestir sáu fyrir sér þessi tvö lið halda áfram að berjast um titilinn. Nú hittast þú þau aftur á Emirates leikvanginum 133 dögum síðar en mikið hefur breyst. Vonbrigðin eru öllu meiri hjá City sem fór í mikla lægð og spilaði sig nánast út úr titilbaráttunni. Arsenal er mun nærri toppnum en hefur samt einnig verið að gefa eftir. Fyrir vikið er Liverpool á toppnum með tíu stiga forskot á Arsenal, sem er í öðru sæti og fimmtán stiga forskot á City sem er í fjórða sætið. Það er ljóst að City verður að vinna leikinn til að eiga einhverja smá von á fimmta titlinum í röð og tapi Arsenal þá verður Liverpool áfram með níu stiga forskot auk þess að eiga leiki inni. Þegar kemur að hinum auðmjúka Norðmanni Erling Haaland þá skoraði hann í fyrri leiknum sitt tíunda deildarmark á tímabilinu og það aðeins í hans fimmta leik. Eftir „vertu auðmjúkur“ skotið hans á stjóra Arsenal þá skoraði sá norski ekki í þremur leikjum í röð og aðeins þrjú mörk í þrettán leikjum. Haaland er þó að komast aftur í gang eins og City liðið sjálft og er með fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum. City menn hafa unnið fjóra af þessum fimm leikjum og sá fimmti endaði með 2-2 jafntefli þar sem liðið missti frá sér 2-0 forystu í lokin. Það er því mikið undir í stórleik dagsins. Hver ætlar að eiga lokaorðið í leitinni af hógværðinni og þremur dýrmætum stigum í eltingarleiknum við Liverpool? Það kemur allt í ljós frá klukkan 16.30 og fylgst verður með leiknum í textalýsingu hér inn á Vísi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tkwWukF8aJA">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Fleiri fréttir Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn