Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol 1. febrúar 2025 19:32 Real Madrid mátti þola tap gegn Espanyol í kvöld. Diego Souto/Getty Images Espanyol, sem sat í fallsæti fyrir leik liðsins í kvöld, gerði sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur gegn toppliði Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Madrídingar voru líklegri aðili leiksins lengst af og Vinicius Junior kom boltanum í netið fyrir liðið um miðbik fyrri hálfleiks. Eftir stutta skoðun myndbandsdómara kom hins vegar í ljós að Kylian Mbappé var brotlegur í aðdraganda marksins og markið því dæmt af. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Madrídinga tókst þeim ekki að koma boltanum í netið. Vinstri bakverðinum Carlos Romero tókst hins vegar að gera það sem gestunum tókst ekki þegar hann kom heimamönnum í Espanyol í forystu með marki á 85. mínútu. Það reyndist að lokum eina mark leiksins og niðurstaðan varð óvæntur 1-0 sigur Espanyol. Með sigrinum lyfti liðið sér upp úr fallsæti og situr nú í 17. sæti með 23 stig eftir 22 leiki. Real Madrid trónir hins vegar enn á toppnum með 49 stig, einu stigi meira en Barcelona sem situr í öðru sæti. Spænski boltinn
Espanyol, sem sat í fallsæti fyrir leik liðsins í kvöld, gerði sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur gegn toppliði Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Madrídingar voru líklegri aðili leiksins lengst af og Vinicius Junior kom boltanum í netið fyrir liðið um miðbik fyrri hálfleiks. Eftir stutta skoðun myndbandsdómara kom hins vegar í ljós að Kylian Mbappé var brotlegur í aðdraganda marksins og markið því dæmt af. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Madrídinga tókst þeim ekki að koma boltanum í netið. Vinstri bakverðinum Carlos Romero tókst hins vegar að gera það sem gestunum tókst ekki þegar hann kom heimamönnum í Espanyol í forystu með marki á 85. mínútu. Það reyndist að lokum eina mark leiksins og niðurstaðan varð óvæntur 1-0 sigur Espanyol. Með sigrinum lyfti liðið sér upp úr fallsæti og situr nú í 17. sæti með 23 stig eftir 22 leiki. Real Madrid trónir hins vegar enn á toppnum með 49 stig, einu stigi meira en Barcelona sem situr í öðru sæti.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn