Fótbolti

Haf­dís Nína með þrennu í stór­sigri á Fær­eyjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Byrjunarlið Íslands í leiknum. Hafdís Nína Elmarsdóttir er númer ellefu, lengst til vinstri í neðri röð.
Byrjunarlið Íslands í leiknum. Hafdís Nína Elmarsdóttir er númer ellefu, lengst til vinstri í neðri röð. Knattspyrnusamband Íslands

Sextán ára landslið kvenna í fótbolta vann frábæran 6-0 sigur á Færeyjum í æfingaleik sem fram fór í Miðgarði í Garðabæ.

Norðankonan Hafdís Nína Elmarsdóttir skoraði þrennu i leiknum en hún lagði einnig upp fyrsta mark íslenska liðsins sem KR-ingurinn Klara Guðmundsdóttir skoraði á þrettándu mínútu.

Hafdís Nína skoraði mörkin á 31., 35. og 47 mínútu leiksins. Hafdís Nína er fædd árið 2010 eins og hinir leikmenn íslenska liðsins. Hún spilar með Þór/KA og var þarna að spila sinn fyrsta leik U16.

Anna Katrín Ólafsdóttir (Álftanes) og Elísabet María Júlíusdóttir (Breiðablik) skoruðu sitt hvort markið undir lok leiksins.

Aldís Ylfa Heimisdóttir var nýverið ráðin þjálfari U17 og U16 kvenna og byrjar því vel með íslenska liðið.

Liðin mætast aftur á morgun sunnudag klukkan 13:00 í Miðgarði. Leikurinn verður í beinni útsendingu á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×