Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Þetta er rosalega KR-legt“

KR-ingar byggja sóknarleik sinn mikið á spili upp kantana. Það skilaði sér í báðum mörkum þeirra í 0-2 sigri KR gegn Keflavík á laugardag á gervigrasinu fyrir utan Nettó-höllina í Bestu deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir Bayern hafa sektað Mané um 45 milljónir

Bayern München ku hafa sektað framherjann Sadio Mané um rúmar 45 milljónir íslenskra króna fyrir að hafa slegið Leroy Sané í andlitið eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Þá er talið að Thomas Tuchel vilji losna við Mané.

Fótbolti
Fréttamynd

„Fólk gerir mis­tök en mis­tök trekk í trekk eru ekki boð­leg“

„Það er náttúrulega bara trekk í trekk vonbrigði með ÍTF. Við vildum taka höndum saman og lýsa yfir óánægju okkar með þessi vinnubrögð,“ sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Vals, um ákvörðun fyrirliða liða í Bestu deild kvenna að mæta ekki á fund ÍTF þar sem taka átti upp kynningarefni fyrir deildina. Elísa hefði ekki komist þá þar sem hún verður að keppa í Meistarakeppni KSÍ á sama tíma.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sjáðu tvennu Arnórs sem skaut Norr­köping á toppinn

Það er mikil ábyrgð á herðum landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar þessa dagana en sparkspekingar í Svíþjóð telja hann með betri leikmönnum sænsku úrvalsdeildarinnar. Arnór stóð undir væntingum í dag þegar hann skoraði tvívegis í 2-1 sigri Norrköping á Värnamo.

Fótbolti
Fréttamynd

Langþráður sigur hjá lærisveinum Rooney

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í DC United unnu langþráðan sigur í MLS deildinni í knattspyrnu í nótt. Þá kom Dagur Dan Þórhallsson við sögu hjá liði Orlando City sem vann góðan sigur.

Fótbolti