Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2025 20:19 Elísabet Gunnarsdóttir kallar skilaboð til sinna leikmanna í Valencia í kvöld. Getty/Clive Brunskill Elísabet Gunnarsdóttir var örfáum mínútum frá algjörri draumabyrjun sem þjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta. Liðið tapaði hins vegar, 3-2, gegn heimsmeisturum Spánar í Valencia í kvöld. Liðin áttust við í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar, á sama tíma og íslenska landsliðið atti kappi við Sviss. Belgía og Spánn leika í 3. riðli A-deildar, ásamt Portúgal og Englandi sem nú eigast við, en Ísland er í 2. riðli. Stelpurnar hennar Elísabetar glímdu vissulega við Golíat í kvöld en komust engu að síður í 2-0 í leiknum. Elísabet gaf Mariam Toloba sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Belgíu og hún þakkaði fyrir það með marki á 18. mínútu. Tessa Wullaert kom svo Belgíu í 2-0 þegar aðeins um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum en Spánverjum tókst engu að síður að landa sigri. Claudia Pina minnkaði muninn á 77. mínútu og Lucía García náði að jafna metin á annarri mínútu uppbótartíma. Þá var enn tími fyrir Cristina Martin-Prieto til að skora sigurmarkið, á sjöttu mínútu uppbótartíma, eða í þann mund sem flautað var til leiksloka. Svíar sóttu þrjú stig til Danmerkur Í 4. riðli A-deildar vann Svíþjóð 2-1 útisigur gegn Danmörku í grannaslag. Linda Sembrant kom Svíum yfir snemma leiks en Pernille Harder jafnaði tíu mínútum síðar af vítapunktinum. Það var svo Fridolina Rolfö sem skoraði seinna mark Svía á 54. mínútu og þar við sat. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira
Liðin áttust við í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar, á sama tíma og íslenska landsliðið atti kappi við Sviss. Belgía og Spánn leika í 3. riðli A-deildar, ásamt Portúgal og Englandi sem nú eigast við, en Ísland er í 2. riðli. Stelpurnar hennar Elísabetar glímdu vissulega við Golíat í kvöld en komust engu að síður í 2-0 í leiknum. Elísabet gaf Mariam Toloba sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Belgíu og hún þakkaði fyrir það með marki á 18. mínútu. Tessa Wullaert kom svo Belgíu í 2-0 þegar aðeins um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum en Spánverjum tókst engu að síður að landa sigri. Claudia Pina minnkaði muninn á 77. mínútu og Lucía García náði að jafna metin á annarri mínútu uppbótartíma. Þá var enn tími fyrir Cristina Martin-Prieto til að skora sigurmarkið, á sjöttu mínútu uppbótartíma, eða í þann mund sem flautað var til leiksloka. Svíar sóttu þrjú stig til Danmerkur Í 4. riðli A-deildar vann Svíþjóð 2-1 útisigur gegn Danmörku í grannaslag. Linda Sembrant kom Svíum yfir snemma leiks en Pernille Harder jafnaði tíu mínútum síðar af vítapunktinum. Það var svo Fridolina Rolfö sem skoraði seinna mark Svía á 54. mínútu og þar við sat.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira