Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Valur Páll Eiríksson skrifar 21. febrúar 2025 12:02 Stuðningsfólk Galatasaray hefur sýnt fána á við þennan á hverjum einasta Evrópuleik liðsins í vetur. Þessi var sýndur á leik liðsins við Tottenham í nóvember. Elif Ozturk/Anadolu via Getty Images Sama hvað UEFA og aðrar alþjóðlegar fótboltastofnanir segja keppnir á þeirra vegum vera ópólitískan vettvang er raunin önnur. Það sýndi sig í Evrópuleikjum gærkvöldsins. Tyrknesk lið voru í eldlínunni í gær en Tyrkland er múslimaríki. Stuðningsmenn tyrkneskra liða hafa ítrekað sýnt stuðning sinn við Palestínu í deilunni við Ísrael undanfarin ár. Stuðningsmenn Galatasaray, sem mætti AZ Alkmaar frá Hollandi í Istanbúl í gærkvöld, brugðu ekki út af vananum. Þeir heiðruðu stuðningsfólk Celtic í Skotlandi og þökkuðu fyrir stuðning þess við Palestínu. „Við þökkum stuðningsfólki Celtic fyrir þeirra óbilandi stuðning við Palestínu“ segir á borðanum sem stuðningsmenn Galatasaray sýndu á leiknum við AZ Alkmaar í gærkvöld.Skjáskot Aðdáendur Celtic hafa reglulega veifað palestínskum fánum og sýnt borða til að sýna stuðning. Oft á kostnað félagsins sem hefur þurft að greiða marga sektina til UEFA vegna pólitískra skilaboða, sem samkvæmt alþjóðasambandinu eiga ekki heima á fótboltavelli. Annað tyrkneskt lið, Fenebahce, grannlið Galatasaray í Istanbúl, átti útileik við belgíska liðið Anderlecht í Brussel. Svokallaðir stuðningsmenn belgíska liðsins sýndu af sér skammarlega hegðun með ítrekuðu kynþáttaníði í garð leikmanna Fenebahce. 🚨 Belçikalı taraftarların ırkçı tavırları sonrasında çıkan olaylar! pic.twitter.com/Hpx5KkZvZu— SPOR (@yenisafakspor) February 20, 2025 Gott sem upp úr sauð á tímabili þegar leikmenn beggja liða sögðu stuðningsmönnunum að hætta níðinu. Einhverjir í stúkunni sáust þá setja höndina upp að nasistasið. Myndskeið af atvikinu má sjá í spilaranum. Búast má við að UEFA sekti bæði Galatasaray og Anderlecht vegna uppákomanna. Báðum ofannefndum leikjum lauk með 2-2 jafntefli. AZ Alkmaar fór áfram eftir 4-1 sigur í Hollandi, samanlagt 6-3. Fenerbahce fór þá áfram, eftir samanlagðan 5-2 sigur á Anderlecht. Evrópudeild UEFA UEFA Átök í Ísrael og Palestínu Fótbolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Tyrknesk lið voru í eldlínunni í gær en Tyrkland er múslimaríki. Stuðningsmenn tyrkneskra liða hafa ítrekað sýnt stuðning sinn við Palestínu í deilunni við Ísrael undanfarin ár. Stuðningsmenn Galatasaray, sem mætti AZ Alkmaar frá Hollandi í Istanbúl í gærkvöld, brugðu ekki út af vananum. Þeir heiðruðu stuðningsfólk Celtic í Skotlandi og þökkuðu fyrir stuðning þess við Palestínu. „Við þökkum stuðningsfólki Celtic fyrir þeirra óbilandi stuðning við Palestínu“ segir á borðanum sem stuðningsmenn Galatasaray sýndu á leiknum við AZ Alkmaar í gærkvöld.Skjáskot Aðdáendur Celtic hafa reglulega veifað palestínskum fánum og sýnt borða til að sýna stuðning. Oft á kostnað félagsins sem hefur þurft að greiða marga sektina til UEFA vegna pólitískra skilaboða, sem samkvæmt alþjóðasambandinu eiga ekki heima á fótboltavelli. Annað tyrkneskt lið, Fenebahce, grannlið Galatasaray í Istanbúl, átti útileik við belgíska liðið Anderlecht í Brussel. Svokallaðir stuðningsmenn belgíska liðsins sýndu af sér skammarlega hegðun með ítrekuðu kynþáttaníði í garð leikmanna Fenebahce. 🚨 Belçikalı taraftarların ırkçı tavırları sonrasında çıkan olaylar! pic.twitter.com/Hpx5KkZvZu— SPOR (@yenisafakspor) February 20, 2025 Gott sem upp úr sauð á tímabili þegar leikmenn beggja liða sögðu stuðningsmönnunum að hætta níðinu. Einhverjir í stúkunni sáust þá setja höndina upp að nasistasið. Myndskeið af atvikinu má sjá í spilaranum. Búast má við að UEFA sekti bæði Galatasaray og Anderlecht vegna uppákomanna. Báðum ofannefndum leikjum lauk með 2-2 jafntefli. AZ Alkmaar fór áfram eftir 4-1 sigur í Hollandi, samanlagt 6-3. Fenerbahce fór þá áfram, eftir samanlagðan 5-2 sigur á Anderlecht.
Evrópudeild UEFA UEFA Átök í Ísrael og Palestínu Fótbolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira