Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 13:34 Jose Mourinho er þjálfari Fenerbahce og næst á dagskrá er toppslagurinn í tyrknesku deildinni. Getty/Ahmad Mora Jose Mourinho er enginn aðdáandi dómara í tyrknesku deildinni eins og hann hefur margoft látið í ljós og nú er ljóst að hann þarf ekki að hafa áhyggjur af slíkum dómara í stórleik helgarinnar. Isatanbul félögin Galatasaray og Fenerbahce mætast í toppslag deildarinnar á mánudagskvöldið og leikinn dæmir Slóveninn Slavko Vincic. Það var þó ekki aðeins Mourinho sem vildi fá erlendan dómara því tyrkneska knattspyrnusambandið fékk beiðni um slíkt frá báðum félögunum. Hinn 44 ára gamli Vincic er mjög reynslumikill dómari. Hann dæmir í slóvensku deildinni og hefur verið FIFA dómari síðan 2010. Vincic dæmdi einmitt úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í fyrravor sem var á milli Real Madrid og Borussia Dortmund. Mourinho kallaði eftir ákvörðuninni á blaðamannafundi á fimmtudaginn eða áður en dómari leiksins var tilkynntur. Hann hefur margoft kvartað yfir dómgæslunni á tímabilinu. „Þetta er mikilvægt upp á trúverðugleikann og fyrir ímynd leiksins. Ef toppdómari dæmir þennan leik og hann er toppdómari í Evrópu þá verð ég mjög ánægður með það. Ég elska að vinna eins og allir en fyrst og fremst vil ég sanngirni,“ sagði Mourinho en ESPN segir frá. „Stundum lítur það kannski ekki þannig út en það er sannleikurinn. Auðvitað vil ég vinna og auðvitað vill mótherjinn vinna líka. Vonandi verður þetta var stór og flottur fótboltaleikur,“ sagði Mourinho. Fenerbahce, lið Mourinho, er í öðru sæti í deildinni, sex stigum á eftir Galatasaray, sem er á heimavelli í leiknum mikilvæga. Tyrkneski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Sjá meira
Isatanbul félögin Galatasaray og Fenerbahce mætast í toppslag deildarinnar á mánudagskvöldið og leikinn dæmir Slóveninn Slavko Vincic. Það var þó ekki aðeins Mourinho sem vildi fá erlendan dómara því tyrkneska knattspyrnusambandið fékk beiðni um slíkt frá báðum félögunum. Hinn 44 ára gamli Vincic er mjög reynslumikill dómari. Hann dæmir í slóvensku deildinni og hefur verið FIFA dómari síðan 2010. Vincic dæmdi einmitt úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í fyrravor sem var á milli Real Madrid og Borussia Dortmund. Mourinho kallaði eftir ákvörðuninni á blaðamannafundi á fimmtudaginn eða áður en dómari leiksins var tilkynntur. Hann hefur margoft kvartað yfir dómgæslunni á tímabilinu. „Þetta er mikilvægt upp á trúverðugleikann og fyrir ímynd leiksins. Ef toppdómari dæmir þennan leik og hann er toppdómari í Evrópu þá verð ég mjög ánægður með það. Ég elska að vinna eins og allir en fyrst og fremst vil ég sanngirni,“ sagði Mourinho en ESPN segir frá. „Stundum lítur það kannski ekki þannig út en það er sannleikurinn. Auðvitað vil ég vinna og auðvitað vill mótherjinn vinna líka. Vonandi verður þetta var stór og flottur fótboltaleikur,“ sagði Mourinho. Fenerbahce, lið Mourinho, er í öðru sæti í deildinni, sex stigum á eftir Galatasaray, sem er á heimavelli í leiknum mikilvæga.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Sjá meira