Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Um­fjöllun, við­töl og myndir: Breiða­blik - Gent 2-3 | Breiða­blik var leyft að dreyma en sigurinn kom ekki í kvöld

Breiðablik þurfti að lúta í gras fyrir Gent í fjórða leik sínum í Sambandsdeild Evrópu fyrr í kvöld 2-3. Breiðablik var einu marki yfir í hálfleik og það var verðskuldað eftir að Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö keimlík mörk af stuttu færi. Gent kláraði verkefnið síðan í seinni hálfleik en Gift Orban skoraði öll mörk gestanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál

FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Ó­trú­leg endur­koma í hádramatískum leik

FC Kaupmannahöfn vann 4-3 sigur á Manchester United í hádramatískum leik þar sem rautt spjald leit dagsins ljós. United komst tapaði niður tveggja marka forystu eftir að hafa lent manni undir, komst aftur yfir en heimamenn skoruðu tvívegis undir lokin og sóttu sigurinn.  

Fótbolti
Fréttamynd

Skytturnar unnu öruggan sigur á Sevilla

Arsenal er komið langleiðina með að tryggja sig áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á Sevilla í kvöld. Leikurinn fór fram á Emirates leikvanginum í Lundúnum, heimamennirnir Leandro Trossard og Bukayo Saka settu mörkin.

Fótbolti
Fréttamynd

Nuno rekinn annað sinn í röð

Al Ittihad hefur ákveðið að segja upp þjálfara liðsins, Nuno Espirito Santos, hann hafði stýrt félaginu frá því í fyrra og vann ofurbikarinn síðastliðinn janúar en gamanið kárnaði mjög þegar Karim Benzema gekk til liðs við félagið í sumar. 

Fótbolti
Fréttamynd

Bindur vonir við að Aron fari að spila reglu­lega á nýju ári

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag eftir að landsliðshópur Íslands fyrir lokaleiki liðsins í undankeppni EM var opinberaður. Þar tjáði hans sig meðal annars um stöðuna á landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni.

Fótbolti