Enski boltinn

United til­búið að tapa miklu á Højlund

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Rasmus Hojlund virðist ekki vera hluti af framtíðaráformum Manchester United.
Rasmus Hojlund virðist ekki vera hluti af framtíðaráformum Manchester United. Patrick McDermott/Getty Images

Manchester United er tilbúið að láta Rasmus Højlund fara fyrir þrjátíu milljónir punda, aðeins tveimur árum eftir að hafa keypt hann á um sjötíu milljónir punda.

BBC greinir frá því að Højlund sé til sölu fyrir þrjátíu milljónir, þrátt fyrir að hafa staðið sig vel á undirbúningstímabilinu og skorað tvö mörk í æfingaleik í vikunni.

Højlund skrifaði undir fimm ára samning þegar hann gekk til liðs við Manchester United fyrir tveimur árum en hefur ekki vegnað vel hjá félaginu.

United hefur fengið tvo nýja sóknarmenn í sumar, Matheus Cunha og Bryan Mbeumo, sem mun spila sinn fyrsta leik fyrir liðið gegn Everton í kvöld.

Þá er United á höttunum eftir Benjamin Sesko, framherja RB Leipzig, en þarf að berjast við Newcastle um hans undirskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×