Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2025 19:54 Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / ívar „Þetta er svekkjandi niðurstaða,“ segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, eftir 2-2 jafntefli hans manna við FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis. Víkingur hefur leikið fjóra leiki í röð án sigurs í deildinni. „Við vorum með tök á leiknum og við vorum djarfir að spila boltanum og koma okkur upp völlinn. Síðan vantaði herslumun að gera eitthvað úr því þegar við komum hærra upp völlinn,“ segir Sölvi Geir. Þreytumerki voru á liði Víkings sem spilaði 120 mínútur í Sambandsdeildinni á fimmtudagskvöldið var. „Það var mikið um tæknifeila. Kannski getur það verið vegna álags á Víkingum núna en ég er ánægður með hvað menn lögðu í leikinn. Ég er sáttur við það en mistökin eru of mörg,“ segir Sölvi sem segir það þó enga afsökun. „Við eigum að gera betur, þrátt fyrir mikið álag eða breytt undirlag. Við bara verðum að gera það næst.“ Víkingur hefur spilað fjóra leiki í Bestu deildinni í röð án sigurs, þrjú jafntefli og tap fyrir Val. Valur getur með sigri á þriðjudag komist fimm stigum á undan Víkingi og Breiðabliki, sem einnig gerði jafntefli í dag. Fjórir leikir í röð án sigurs, er það áhyggjuefni? „Meðan frammistaðan er góð og við bætum ofan á frammistöðuna þá hefurðu ekki miklar áhyggjur. En þegar þú ert í toppbaráttu við Breiðablik og Val má ekki út af miklu bregða svo við missum þá of langt frá okkur. Þetta er ekki áhyggjuefni en við þurfum svo sannarlega að fá þrjú stigin ef við ætlum ekki að lenda í veseni. Þá getum við misst liðin fyrir ofan okkur of langt frá okkur,“ segir Sölvi Geir. Ekki er ákveðið hvort Pálmi Rafn Arinbjörnsson sé aðalmarkvörður Víkings en hann hélt stöðu sinni í markinu í dag á meðan Ingvar Jónsson sat á bekknum. Ingvar er ekki meiddur samkvæmt Sölva heldur hefur Pálmi haldið honum utan liðsins með sinni frammistöðu. „Pálmi er búinn að standa sig gríðarlega vel í síðustu leikjum. Það er ekki búið að ákveða eitt eða neitt með það en hann hefur verið verðlaunaður fyrir góða frammistöðu. Svo sjáum við bara hvernig byrjunarliðið verður í næsta leik.“ Víkingur Reykjavík FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
„Við vorum með tök á leiknum og við vorum djarfir að spila boltanum og koma okkur upp völlinn. Síðan vantaði herslumun að gera eitthvað úr því þegar við komum hærra upp völlinn,“ segir Sölvi Geir. Þreytumerki voru á liði Víkings sem spilaði 120 mínútur í Sambandsdeildinni á fimmtudagskvöldið var. „Það var mikið um tæknifeila. Kannski getur það verið vegna álags á Víkingum núna en ég er ánægður með hvað menn lögðu í leikinn. Ég er sáttur við það en mistökin eru of mörg,“ segir Sölvi sem segir það þó enga afsökun. „Við eigum að gera betur, þrátt fyrir mikið álag eða breytt undirlag. Við bara verðum að gera það næst.“ Víkingur hefur spilað fjóra leiki í Bestu deildinni í röð án sigurs, þrjú jafntefli og tap fyrir Val. Valur getur með sigri á þriðjudag komist fimm stigum á undan Víkingi og Breiðabliki, sem einnig gerði jafntefli í dag. Fjórir leikir í röð án sigurs, er það áhyggjuefni? „Meðan frammistaðan er góð og við bætum ofan á frammistöðuna þá hefurðu ekki miklar áhyggjur. En þegar þú ert í toppbaráttu við Breiðablik og Val má ekki út af miklu bregða svo við missum þá of langt frá okkur. Þetta er ekki áhyggjuefni en við þurfum svo sannarlega að fá þrjú stigin ef við ætlum ekki að lenda í veseni. Þá getum við misst liðin fyrir ofan okkur of langt frá okkur,“ segir Sölvi Geir. Ekki er ákveðið hvort Pálmi Rafn Arinbjörnsson sé aðalmarkvörður Víkings en hann hélt stöðu sinni í markinu í dag á meðan Ingvar Jónsson sat á bekknum. Ingvar er ekki meiddur samkvæmt Sölva heldur hefur Pálmi haldið honum utan liðsins með sinni frammistöðu. „Pálmi er búinn að standa sig gríðarlega vel í síðustu leikjum. Það er ekki búið að ákveða eitt eða neitt með það en hann hefur verið verðlaunaður fyrir góða frammistöðu. Svo sjáum við bara hvernig byrjunarliðið verður í næsta leik.“
Víkingur Reykjavík FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira