Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, stýrir liðinu sínu ekki í kvöld þar sem að hann tekur út leikbann þegar liðið mætir Southampton í enska deildabikarnum. Enski boltinn 18. desember 2024 18:02
Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að félagið trúi á sakleysi Mykhailos Mudryk sem féll á lyfjaprófi. Enski boltinn 18. desember 2024 17:16
Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Ítalski landsliðsmaðurinn Federico Chiesa hefur sáralítið spilað síðan hann kom til Liverpool í sumar en nú gæti verið að rofa til hjá þessum 27 ára fótboltamanni. Enski boltinn 18. desember 2024 12:47
Barton ákærður Joey Barton, fyrrverandi leikmaður Manchester City, Newcastle United og fleiri liða, hefur verið ákærður fyrir að senda tveimur einstaklingum ljót skilaboð á samfélagsmiðlum. Enski boltinn 18. desember 2024 10:32
„Við erum betri með Rashford“ Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir lið sitt betra með Marcus Rashford innanborðs. Hann sé enn leikmaður félagsins og klár í næsta leik. Enski boltinn 18. desember 2024 10:00
Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, nýtti frídag í gær til að heimsækja gamla grunnskólann sinn og færa 420 börnum jólagjöf. Í leiðinni fór hann í viðtal og viðurkenndi að hann væri „tilbúinn í nýja áskorun“ eftir fréttir af því að United vilji selja hann. Enski boltinn 18. desember 2024 08:30
Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er sagt ætla að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að upplýsingar um byrjunarlið United leki út löngu fyrir leiki liðsins. Enski boltinn 17. desember 2024 22:31
Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu Mykhailo Mudryk, leikmaður Chelsea, kveðst vera í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Hann segist aldrei hafa notað ólögleg efni viljandi. Enski boltinn 17. desember 2024 15:00
United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Manchester United hefur áhuga á Randal Kolo Muani, framherja Paris Saint-Germain. Enski boltinn 17. desember 2024 13:31
Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Jamie Carragher segir að Liverpool þurfi að kaupa vinstri bakvörð í janúar og hann telur sig vera með rétta manninn fyrir liðið. Enski boltinn 17. desember 2024 12:01
Draumurinn að spila fyrir Liverpool Benóný Breki segist vera spenntur fyrir því að fá tækifærið í enska boltanum og stefnir enn hærra sem atvinnumaður á Englandi. Enski boltinn 17. desember 2024 11:00
Mudryk féll á lyfjaprófi Mykhailo Mudryk, leikmaður Chelsea og úkraínska landsliðsins, féll á lyfjaprófi. Enski boltinn 17. desember 2024 10:22
Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Manchester City hefur staðfest að stuðningsmaður liðsins hafi látist á meðan leiknum gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni stóð. Enski boltinn 17. desember 2024 08:31
Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Kona hefur verið handtekin í tengslum við andlát barnabarns Steves Bruce, knattspyrnustjóra Blackpool. Enski boltinn 17. desember 2024 08:02
Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Matheus Nunes var valinn maður leiksins í Manchester-slag United og City í vefkosningu breska ríkisútvarpsins. Enski boltinn 16. desember 2024 22:44
Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Það leit út fyrir að VAR-víti myndi ráða úrslitum í leik Bournemouth og West Ham í ensku úrvalsdeildinni en þá tók Enes Unal til sinna ráða. Enski boltinn 16. desember 2024 21:58
Ekkert lið fengið færri stig en City Margur klórar sér í kollinum yfir agalegu gengi Englandsmeistara Manchester City sem töpuðu enn einum leiknum, 2-1 fyrir Manchester United á Etihad-vellinum í gær. Ekkert lið hefur safnað færri stigum frá 1. nóvember. Enski boltinn 16. desember 2024 14:15
Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Þrátt fyrir að hafa gert sig sekan um slæm mistök í leik Manchester City og Manchester United var Matheus Nunes valinn besti maður City í leiknum hjá BBC. Enski boltinn 16. desember 2024 12:46
Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og knattspyrnuspekingur, segir tíma til kominn fyrir Marcus Rashford, leikmann United, að róa á önnur mið. Enski boltinn 16. desember 2024 11:30
Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Enska úrvalsdeildarliðið Wolves hefur hafið viðræður við Portúgalann Vítor Pereira, knattspyrnustjóra Al-Shabab í Sádi-Arabíu. Enski boltinn 16. desember 2024 10:31
Sendi Walker pillu: „Óskarinn fer til ...“ Rasmus Højlund, framherji Manchester United, gat ekki stillt sig um að senda Kyle Walker, varnarmanni Manchester City, tóninn eftir leik liðanna á Etihad í gær. Enski boltinn 16. desember 2024 09:31
Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Framtíð Trents Alexander-Arnold hjá Liverpool er í óvissu en samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið. Enski boltinn 16. desember 2024 08:31
Þórir vildi Haaland í handboltann Þórir Hergeirsson vann sinn sjötta Evróputitil með Noregi í gær á sama tíma og Erling Haaland þurfti að sætta sig við tap í Manchesterslag í ensku úrvalsdeildinni. Þórir reyndi að sannfæra Haaland um að velja handboltann framyfir fótboltann á sínum tíma. Enski boltinn 16. desember 2024 07:33
„Ég er ekki að standa mig vel“ Pep Guardiola var ómyrkur í máli á blaðamannafundi eftir tapið gegn Manchester United í dag. Hann viðurkenndi að vera í vandræðum að finna lausnir á vandamálum City. Enski boltinn 15. desember 2024 23:02
Sparkað eftir skelfilegt gengi Southampton er búið að reka knattspyrnustjórann Russell Martin eftir skelfilegt gengi liðsins á tímabilinu til þessa. Southampton er eitt og yfirgefið á botni ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 15. desember 2024 22:42
Dýrlingunum slátrað á leikvangi heilagrar Maríu Tottenham valtaði yfir lið Southampton þegar liðin mættust á St. Marys leikvanginum í dag. Spurs skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik og fagnaði að lokum 5-0 sigri. Enski boltinn 15. desember 2024 21:07
Minnka forskot Liverpool í tvö stig Chelsea er búið að minnka forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í tvö stig eftir 2-1 sigur á Brentford í kvöld. Enski boltinn 15. desember 2024 20:56
Jólin verða rauð í Manchesterborg Tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester United gríðarlega sætan sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lið City hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum. Enski boltinn 15. desember 2024 18:31
Í jólafrí eftir tap gegn toppliðinu Alexandra Jóhannsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir stimpluðu sig út í jólafrí í dag, önnur á Ítalíu og hin á Englandi. Fótbolti 15. desember 2024 16:28
Sarr sá um fyrsta tap Brighton á heimavelli Crystal Palace varð í dag fyrsta liðið til að vinna Brighton á heimavelli Brighton-liðsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, 1-3. Enski boltinn 15. desember 2024 16:05
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti