Enski boltinn

Amorim rekinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ruben Amorim stýrði Manchester United í rúmt ár.
Ruben Amorim stýrði Manchester United í rúmt ár. getty/Carl Recine

Ruben Amorim hefur verið rekinn sem frá Manchester United. Hann stýrði liðinu síðasta sinn þegar það gerði 1-1 jafntefli við Leeds United á Elland Road í gær.

Eftir leikinn fór Amorim mikinn á blaðamannafundi og ítrekaði að hann væri knattspyrnustjóri United en ekki þjálfari liðsins. Þá sagði hann að hann yrði í starfi næstu átján mánuðina.

„Ég ætla ekki að hætta. Ég mun sinna starfi mínu þar til annar maður kemur hingað til að leysa mig af hólmi,“ sagði Amorim.

Portúgalinn reyndist ekki sannspár því hann hefur verið látinn taka pokann sinn frá United. Darren Fletcher, fyrrverandi leikmaður liðsins, tekur við því til bráðabirgða og stýrir því gegn Burnley á miðvikudaginn.

Amorim tók við United af Erik ten Hag í byrjun nóvember 2024. Undir hans stjórn endaði United í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og tapaði fyrir Tottenham, 1-0, í úrslitum Evrópudeildarinnar.

Amorim skilur við United í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með 31 stig eftir tuttugu umferðir.

Alls stýrði Amorim United í 63 leikjum; 24 þeirra unnust, átján enduðu með jafntefli og 21 tapaðist.


Tengdar fréttir

„Hef á til­finningunni að hann hafi talað af sér þarna“

Arnar Gunnlaugsson segir að Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hafi eflaust ígrundað vel og vandlega ummælin sem hann lét falla á blaðamannafundi í gær. Ummælin hafa vakið mikla athygli og spurningar um framtíð Amorim.

Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert

Matheus Cunha gat ekki glaðst mikið yfir stiginu sem Manchester United sótti gegn Leeds í 20. umferð ensku úrvaldsdeildarinnar. Hann skilur líka ekkert í því að mark hafi verið dæmt af honum þegar Benjamin Sesko var sá sem stóð í rangstöðunni.

Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu

Leeds United og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli í 20. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Mörkin voru skoruð með skömmu millibili í seinni hálfleik og Matheus Cunha komst nálægt því að setja sigurmarkið, sitt annað mark, en skallaði í stöngina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×