Enski boltinn

Fullt af leikjum frestað í frostinu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jason Daði Svanþórsson gat ekki leikið listir sínar með Grimsby í dag.
Jason Daði Svanþórsson gat ekki leikið listir sínar með Grimsby í dag.

Þrettán leikjum í efstu deildum Englands var frestað í dag vegna mikils frosts. Aðeins Íslendingaleik var frestað en fáir Íslendingar komu við sögu í sínum leikjum. 

Veðrið leikur Englendinga grátt þessa dagana og frostið fór sums staðar niður í sex stig í dag, sem var slæm tímasetning því þessi sunnudagur var í raun eins og laugardagur í enska boltanum. Leikir út um allt en þrettán þeirra þurfti að fresta.

Enska úrvalsdeildin slapp samt alveg við frestun, fyrir utan leik Fulham og Liverpool sem var frestað um fimmtán mínútur vegna neyðartilfellis í stúkunni.

Championship deildin þurfti að fresta tveimur leikjum, en engum Íslendingaleik.

Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted voru á sínum stað í sigri Birmingham gegn toppliði Coventry. Andri Lucas Guðjohnsen (Blackburn Rovers) og Stefán Teitur Þórðarson (Preston North End) eru hins vegar að glíma við meiðsli og gátu ekki spilað.

League One deildin þurfti að fresta þremur leikjum en Benóný Breki Andrésson og félagar í Stockport sluppu og gátu spilað við Reading.

League Two deildin þurfti svo að fresta öllum sínum leikjum og þar með talið leik Grimsby gegn Cambridge. Þannig að Jason Daði Svanþórsson fékk ekki að spreyta sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×