Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2026 23:30 Antoine Semenyo fór á bólakaf eins og má sjá hér. @antoinesemenyo Enski knattspyrnumaðurinn Antoine Semenyo er að yfirgefa Bournemouth í janúarglugganum en hann lét skíra sig áður en hann flytur sig frá suðurströndinni og norður í land. Allt bendir til þess að versta geymda leyndarmálið í þessum glugga sé að Semenyo sé á leiðinni til Manchester City. 65 milljóna punda klásúla Leikmaðurinn er með klásúlu í samningnum sem gefur öðrum félögum tækifæri til að kaupa upp samning hans fyrir 65 milljónir punda. Stóru liðin í ensku úrvalsdeildinni höfðu flest áhuga á að fá þennan öfluga leikmann á þessu tilboðsverði en það leit fljótlega út fyrir að bæði Liverpool og Manchester United yrðu undir í baráttunni við City. Hinn 25 ára gamli Semenyo er fæddur í Chelsea-hverfinu í London en byrjaði fótboltaferil sinn hjá Bristol City. Hann hefur verið hjá Bournemouth frá janúar 2023. Hann framlengdi samning sinn í júlí á síðasta ári til ársins 2023 en með fyrrnefndri klásúlu. View this post on Instagram A post shared by JordeenB (@jordeenb_) Trúlofaði sig líka Þetta eru viðburðarríkir mánuðir fyrir Semenyo því hann bað kærustu sinnar, Jordeen Buckley, 18. nóvember, lét síðan skíra sig í sjónum á ströndinni í Bournemouth á síðustu dögum ársins og er nú á leiðinni til margfaldra Englandsmeistara. Semenyo ákvað að játa trú sína opinberlega áður en hann færði sig til Manchester-borgar. Hann deildi myndbandi af skírn sinni á ströndinni en hann hefur lofað áhrif trúarinnar á farsælasta fótboltaár sitt til þessa. „Ég veit ekki hvar ég á að byrja,“ skrifaði framherji Bournemouth á Instagram þar sem hann birti uppáhalds augnablikin sín frá síðasta ári. Kærleikurinn var óendanlegur „Kærleikurinn var óendanlegur. Þessar myndir segja ekki einu sinni alla söguna en ég þakka þér, Guð, fyrir vernd þína, blessun þína og verk þitt í lífi mínu. 2026, við erum klár!“ Myndirnar sem Semenyo deildi voru allt frá skyndimyndum af dachshund-hundinum sínum til stunda með kærustu sinni, áhrifavaldinum Jordeen, og fjölskyldu sinni. Það sem var þó gegnumgangandi voru tilvísanir í trú hans, þar á meðal myndband af honum taka skrefið og gangast undir kristna trú á sólríkum degi. Semenyo var klæddur í hvíta skyrtu og svartar buxur en honum var síðan dýft á kaf á meðan öldurnar brotnuðu við ströndina. Eftir að hafa risið á fætur horfði hann til himins með breitt bros á vör. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport) Enski boltinn AFC Bournemouth Manchester City Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjá meira
Allt bendir til þess að versta geymda leyndarmálið í þessum glugga sé að Semenyo sé á leiðinni til Manchester City. 65 milljóna punda klásúla Leikmaðurinn er með klásúlu í samningnum sem gefur öðrum félögum tækifæri til að kaupa upp samning hans fyrir 65 milljónir punda. Stóru liðin í ensku úrvalsdeildinni höfðu flest áhuga á að fá þennan öfluga leikmann á þessu tilboðsverði en það leit fljótlega út fyrir að bæði Liverpool og Manchester United yrðu undir í baráttunni við City. Hinn 25 ára gamli Semenyo er fæddur í Chelsea-hverfinu í London en byrjaði fótboltaferil sinn hjá Bristol City. Hann hefur verið hjá Bournemouth frá janúar 2023. Hann framlengdi samning sinn í júlí á síðasta ári til ársins 2023 en með fyrrnefndri klásúlu. View this post on Instagram A post shared by JordeenB (@jordeenb_) Trúlofaði sig líka Þetta eru viðburðarríkir mánuðir fyrir Semenyo því hann bað kærustu sinnar, Jordeen Buckley, 18. nóvember, lét síðan skíra sig í sjónum á ströndinni í Bournemouth á síðustu dögum ársins og er nú á leiðinni til margfaldra Englandsmeistara. Semenyo ákvað að játa trú sína opinberlega áður en hann færði sig til Manchester-borgar. Hann deildi myndbandi af skírn sinni á ströndinni en hann hefur lofað áhrif trúarinnar á farsælasta fótboltaár sitt til þessa. „Ég veit ekki hvar ég á að byrja,“ skrifaði framherji Bournemouth á Instagram þar sem hann birti uppáhalds augnablikin sín frá síðasta ári. Kærleikurinn var óendanlegur „Kærleikurinn var óendanlegur. Þessar myndir segja ekki einu sinni alla söguna en ég þakka þér, Guð, fyrir vernd þína, blessun þína og verk þitt í lífi mínu. 2026, við erum klár!“ Myndirnar sem Semenyo deildi voru allt frá skyndimyndum af dachshund-hundinum sínum til stunda með kærustu sinni, áhrifavaldinum Jordeen, og fjölskyldu sinni. Það sem var þó gegnumgangandi voru tilvísanir í trú hans, þar á meðal myndband af honum taka skrefið og gangast undir kristna trú á sólríkum degi. Semenyo var klæddur í hvíta skyrtu og svartar buxur en honum var síðan dýft á kaf á meðan öldurnar brotnuðu við ströndina. Eftir að hafa risið á fætur horfði hann til himins með breitt bros á vör. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport)
Enski boltinn AFC Bournemouth Manchester City Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjá meira