Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 18. ágúst 2025 08:00 Gangverk hversdagsleikans hefst í vikunni fyrir margar fjölskyldur Í Reykjavík eftir sumarfrí. Háskólarnir byrja í dag, framhaldsskólarnir seinna í vikunni, grunnskólinn í lok hennar, skipulagt íþrótta og tómstundastarf víða farið af stað og starfsfólk mætt til vinnu. Vegagerðin birti frétt nýlega þar sem fjallað var um aukningu dagsumferðar á höfuðborgarsvæðinu milli ára í júlímánuði, sem var 2,1% eða um 3.800 ökutæki. Dagsumferðin hefur aukist mismikið það sem af er ári en mest í janúar en þá var aukningin 7,2% eða um 11.800 ökutæki. Þannig keyrðu tæplega 12 þúsund fleiri bílar um höfuðborgarsvæðið á dag í janúar í ár en á sama tíma í fyrra. Við viljum draga úr umferð, minnka ferðatímann og bæta loftgæðin. Þar koma fjölbreyttir ferðamátar sterkir inn eins og strætó og hjólreiðar. Stórbætt þjónusta strætó skapar raunhæft val Í gær tóku gildi umfangsmiklar bætingar á þjónustu Strætó með því að auka tíðni vissra leiða á annatíma, lengja þjónustutímann og þar með auka aðgengið að almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Nú mun helmingi íbúa á höfuðborgarsvæðinu standa til boða ferðir með 10 mínútna tíðni á háannatíma í innan við 400 m fjarlægð frá heimili sínu í stað 18% áður. Það er stórt skref í átt að markmiðum Samgöngusáttmálans að um sjö af hverjum tíu verði í göngufjarlægð frá hágæða almenningssamgöngum þegar Borgarlínan verður að fullu innleidd. Ný forgangsakrein fyrir strætó um Kringlumýrarbraut mun líka bæta ferðatíma um 4-5 mínútur óháð annarri umferð. Þetta er ekki bara betri þjónusta heldur líka risa loftslagsmál og um leið bætt lífsgæði fyrir íbúa - bjóða upp á raunverulegan valmöguleika að skilja bílinn eftir heima - hoppa upp í strætó í vinnunna eða skólann. Það eru lífsgæði. Komdu út að hjóla Net hjólastíga hefur vaxið mikið síðustu 14 árin undir forystu Samfylkingarinnar og samstarfsflokka en heildarvegalengd þeirra er orðnir 45 kílómetrar. Með hjólastíganetinu hefur opnast nýr heimur fyrir þau sem elska að hjóla, bæði til heilsubótar en líka í formi samgönguhjólreiða, þá til og frá vinnu eða skóla. Svo er það rafhjólabyltingin en þessi tegund reiðhjóla hefur opnað á ný tækifæri til framtíðar til að auðvelda mun breiðari hópi fólks á fjölbreyttum aldri til að stunda samgönguhjólreiðar og samhliða létta á umferð. Svo sýna rannsóknir konur eru líklegri til að hjóla á rafhjólum en venjulegum reiðhjólum, rafhjólaeigendur hjóla bæði oftar og lengri vegalengdir í einu. Þannig að með tilkomu rafhjóla er komið raunverulegt val um að skilja fjölskyldubílinn heima, hjóla út í hversdaginn, jafnvel í kjól og háum hælum. Það er geggjað en best er samt að frelsið sem fylgir því að hjóla, skynja og hlusta á náttúruna í kringum sig, lyktina, litina og veðrið. Tæma hugann og vera í núinu. Það eru lífsgæði. Drögum úr umferðinni saman Það eru mörg sem vilja ferðast til vinnu eða skóla á öðrum fararskjótum en einkabíl - til þeirra vil ég segja að tækifærið er núna. Kynnið ykkur bætta þjónustu Strætó á annatíma, kannski er aukin tíðni við þitt næsta strætóskýli, veljið einn dag í vikunni til að taka strætó, kannski annan til að hjóla. Ef vel gengur er hægt að bæta öðrum strætódegi við eða hjóladegi. Léttum saman á umferðinni. Það er góð tilfinning að skilja fjölskyldu bílinn eftir heima, það er áhyggjulaust að ferðast um í strætó og frelsandi að hjóla inn í hversdaginn. Við erum öll í sama liðinu enda ávinningurinn mikill, minni umferð, betri loftgæði, minni útblástur, fjármunir sparast og lífsgæðin aukast. Við verðum mikilvægar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, rafhjólaeigandi og elskar að skilja fjölskyldu bílinn eftir heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Samgöngur Strætó Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Gangverk hversdagsleikans hefst í vikunni fyrir margar fjölskyldur Í Reykjavík eftir sumarfrí. Háskólarnir byrja í dag, framhaldsskólarnir seinna í vikunni, grunnskólinn í lok hennar, skipulagt íþrótta og tómstundastarf víða farið af stað og starfsfólk mætt til vinnu. Vegagerðin birti frétt nýlega þar sem fjallað var um aukningu dagsumferðar á höfuðborgarsvæðinu milli ára í júlímánuði, sem var 2,1% eða um 3.800 ökutæki. Dagsumferðin hefur aukist mismikið það sem af er ári en mest í janúar en þá var aukningin 7,2% eða um 11.800 ökutæki. Þannig keyrðu tæplega 12 þúsund fleiri bílar um höfuðborgarsvæðið á dag í janúar í ár en á sama tíma í fyrra. Við viljum draga úr umferð, minnka ferðatímann og bæta loftgæðin. Þar koma fjölbreyttir ferðamátar sterkir inn eins og strætó og hjólreiðar. Stórbætt þjónusta strætó skapar raunhæft val Í gær tóku gildi umfangsmiklar bætingar á þjónustu Strætó með því að auka tíðni vissra leiða á annatíma, lengja þjónustutímann og þar með auka aðgengið að almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Nú mun helmingi íbúa á höfuðborgarsvæðinu standa til boða ferðir með 10 mínútna tíðni á háannatíma í innan við 400 m fjarlægð frá heimili sínu í stað 18% áður. Það er stórt skref í átt að markmiðum Samgöngusáttmálans að um sjö af hverjum tíu verði í göngufjarlægð frá hágæða almenningssamgöngum þegar Borgarlínan verður að fullu innleidd. Ný forgangsakrein fyrir strætó um Kringlumýrarbraut mun líka bæta ferðatíma um 4-5 mínútur óháð annarri umferð. Þetta er ekki bara betri þjónusta heldur líka risa loftslagsmál og um leið bætt lífsgæði fyrir íbúa - bjóða upp á raunverulegan valmöguleika að skilja bílinn eftir heima - hoppa upp í strætó í vinnunna eða skólann. Það eru lífsgæði. Komdu út að hjóla Net hjólastíga hefur vaxið mikið síðustu 14 árin undir forystu Samfylkingarinnar og samstarfsflokka en heildarvegalengd þeirra er orðnir 45 kílómetrar. Með hjólastíganetinu hefur opnast nýr heimur fyrir þau sem elska að hjóla, bæði til heilsubótar en líka í formi samgönguhjólreiða, þá til og frá vinnu eða skóla. Svo er það rafhjólabyltingin en þessi tegund reiðhjóla hefur opnað á ný tækifæri til framtíðar til að auðvelda mun breiðari hópi fólks á fjölbreyttum aldri til að stunda samgönguhjólreiðar og samhliða létta á umferð. Svo sýna rannsóknir konur eru líklegri til að hjóla á rafhjólum en venjulegum reiðhjólum, rafhjólaeigendur hjóla bæði oftar og lengri vegalengdir í einu. Þannig að með tilkomu rafhjóla er komið raunverulegt val um að skilja fjölskyldubílinn heima, hjóla út í hversdaginn, jafnvel í kjól og háum hælum. Það er geggjað en best er samt að frelsið sem fylgir því að hjóla, skynja og hlusta á náttúruna í kringum sig, lyktina, litina og veðrið. Tæma hugann og vera í núinu. Það eru lífsgæði. Drögum úr umferðinni saman Það eru mörg sem vilja ferðast til vinnu eða skóla á öðrum fararskjótum en einkabíl - til þeirra vil ég segja að tækifærið er núna. Kynnið ykkur bætta þjónustu Strætó á annatíma, kannski er aukin tíðni við þitt næsta strætóskýli, veljið einn dag í vikunni til að taka strætó, kannski annan til að hjóla. Ef vel gengur er hægt að bæta öðrum strætódegi við eða hjóladegi. Léttum saman á umferðinni. Það er góð tilfinning að skilja fjölskyldu bílinn eftir heima, það er áhyggjulaust að ferðast um í strætó og frelsandi að hjóla inn í hversdaginn. Við erum öll í sama liðinu enda ávinningurinn mikill, minni umferð, betri loftgæði, minni útblástur, fjármunir sparast og lífsgæðin aukast. Við verðum mikilvægar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, rafhjólaeigandi og elskar að skilja fjölskyldu bílinn eftir heima.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun