Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 18. maí 2025 16:32 Ég er hugsi eftir Evrópukeppnina í söng sem lauk í gær. Þessi keppni segir svo margt um svo margt. Hún lýsir svo vel þeirri birtingarmynd sem sést í kerfi sem ég þekki svo vel sem starfandi grunnskólakennari til margra ára. Kerfi þar sem er skólaskylda og þeir sem beita ofbeldi og eyðileggja fyrir öðrum fá að vera með í öllu sama hvað þeir gera og þeir vita það. Þeir þekkja sinn rétt og hversu langt þeir geta farið. Þeim sem alast upp við mannúðleg gildi, gagnrýna hugsun og vilja til að gera heiminn betri en hann er blöskrar hversu lausan taum ofbeldisseggir fá. Ég get ekki neitað því að sem kennari þá finnst mér erfitt að standa frammi fyrir nemendum og fá spurninguna „má drepa börn.“ Þessa spurningu fæ ég frá nemendum sem horfa á fréttir heima hjá sér eða á netinu þar sem þeir sjá nánast á rauntíma jafnaldra þeirra drepna af fullorðnu fólki sem hefur tekið meðvitaðar ákvarðanir um að murka úr börnum lífið annað hvort með vopnum eða svelta þau til bana. Stutta svarið er „nei það má ekki drepa börn frekar en aðra.“ En hvernig svar er það þegar raunin er önnur ? Börn eru ekki vitlaus. Þau vita lengra en nef þeirra nær. Þau lesa út úr þessu að það borgar sig að vera hávaðasamastur og frekastur með mestan yfirgang. Eða eins og máltækið segir „If you can't beat them join them.“ Ég er kvíðin yfir því að fá yfir mig spurningar frá nemendum þegar ég kem aftur til starfa eftir Evrópusöngvakeppnina í ár. Því ég veit að sumar þeirra munu snúast um sterka stöðu Ísrael í keppninni og hvers vegna þetta land sé yfir höfuð í keppninni þar sem um Evrópukeppni er að ræða. Við megum ekki gleyma að það læra börnin sem fyrir þeim er haft og þau velja sér leiðtoga í lífinu sem þau telja besta fyrir sína hagsmuni. Þetta er þeirra leið til að lifa af. Hvert stefnum við ? Erum við fullorðna fólkið góðar fyrirmyndir ? Eru skilaboð okkar til barna að það er í lagi að beita ofbeldi ? Höfundur er grunnskólakennari í stjórn KFR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Eurovision Eurovision 2025 Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er hugsi eftir Evrópukeppnina í söng sem lauk í gær. Þessi keppni segir svo margt um svo margt. Hún lýsir svo vel þeirri birtingarmynd sem sést í kerfi sem ég þekki svo vel sem starfandi grunnskólakennari til margra ára. Kerfi þar sem er skólaskylda og þeir sem beita ofbeldi og eyðileggja fyrir öðrum fá að vera með í öllu sama hvað þeir gera og þeir vita það. Þeir þekkja sinn rétt og hversu langt þeir geta farið. Þeim sem alast upp við mannúðleg gildi, gagnrýna hugsun og vilja til að gera heiminn betri en hann er blöskrar hversu lausan taum ofbeldisseggir fá. Ég get ekki neitað því að sem kennari þá finnst mér erfitt að standa frammi fyrir nemendum og fá spurninguna „má drepa börn.“ Þessa spurningu fæ ég frá nemendum sem horfa á fréttir heima hjá sér eða á netinu þar sem þeir sjá nánast á rauntíma jafnaldra þeirra drepna af fullorðnu fólki sem hefur tekið meðvitaðar ákvarðanir um að murka úr börnum lífið annað hvort með vopnum eða svelta þau til bana. Stutta svarið er „nei það má ekki drepa börn frekar en aðra.“ En hvernig svar er það þegar raunin er önnur ? Börn eru ekki vitlaus. Þau vita lengra en nef þeirra nær. Þau lesa út úr þessu að það borgar sig að vera hávaðasamastur og frekastur með mestan yfirgang. Eða eins og máltækið segir „If you can't beat them join them.“ Ég er kvíðin yfir því að fá yfir mig spurningar frá nemendum þegar ég kem aftur til starfa eftir Evrópusöngvakeppnina í ár. Því ég veit að sumar þeirra munu snúast um sterka stöðu Ísrael í keppninni og hvers vegna þetta land sé yfir höfuð í keppninni þar sem um Evrópukeppni er að ræða. Við megum ekki gleyma að það læra börnin sem fyrir þeim er haft og þau velja sér leiðtoga í lífinu sem þau telja besta fyrir sína hagsmuni. Þetta er þeirra leið til að lifa af. Hvert stefnum við ? Erum við fullorðna fólkið góðar fyrirmyndir ? Eru skilaboð okkar til barna að það er í lagi að beita ofbeldi ? Höfundur er grunnskólakennari í stjórn KFR
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar